Tíska og hönnun

Stjörnurnar sem skinu skærast á Óskarnum

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Lífið tók saman best klæddu stjörnurnar á rauða dreglinum.
Lífið tók saman best klæddu stjörnurnar á rauða dreglinum. Samsett/Getty

Í beinni textalýsingu okkar frá Óskarsverðlaununum í nótt fórum við auðvitað líka yfir tískuna á rauða dreglinum jafn óðum og gestirnir mættu á svæðið. 

Hér eru nokkrar stjörnur sem skinu einstaklega skært á hátíðinni í nótt en fleiri myndir má finna í Óskarsvaktinni

Timothée Chalamet lét okkur taka andköf þegar hann mætti á rauða dregilinn seint í gærkvöldi. Hann var klæddur í Louis Vuitton. 

Timothée ChalametGetty/Mike Coppola

Zendaya var stórglæsileg í Valentino Haute Couture. 

ZendayaGetty/Mike Coppola

Við vorum einstaklega hrifnar af Lili James á Óskarnum. Hún klæddist bleikum kjól frá Versace.

Lily JamesGetty/David Livingston

Lupita Nyong skein skærar en Óskarsstytturnar í gylltum Prada síðkjól. 

Lupita Nyong'oGetty/David Livingston

Zoë Kravitz minnti á Audrey Hepburn í Saint Laurent kjólnum sínum og með þessa greiðslu. Óaðfinnanlegt lúkk!

Zoë KravitzGetty/Mike Coppola

Andrew Garfield aðalleikari Tick, tick, boom var virkilega döff í Saint Laurent.

Andrew GarfieldGetty

Uma Thurman valdi klassískt Bottega Veneta lúkk, svart sítt pils og hvít skyrta.

Uma ThurmanGetty/David Livingston

Kirsten Stewart var í miklu uppáhaldi hjá okkur. Töffarinn var klædd í Chanel. 

Kirsten StewartGetty/Mike Coppola

Kirsten Dunst var í einstaklega fallegum bleikum Lacroix kjól. 

Kirsten DunstGetty/Jeff Kravitz

Norska leikkonan Renate Reinsve var í öðruvísi Louis Vuitton kjól sem fangaði athygli fólks á rauða dreglinum.

Renate ReinsveGetty/Kevin Mazur

Shawn Mendes var einstaklega flott klæddur.

Shawn MendesGetty/Mike Coppola

Penelope Cruz var flott í fyrirferðarmiklum Chanel kjól. 

Penélope CruzGetty/Kevin Mazur

Við elskuðum allt við Demi Singleton. Miu Miu kjóllinn í þessum ofurfallega lit og fléttan og hárskrautið settu punktinn yfir i-ið. 

Demi SingletonGetty/Mike Coppola

Talandi um fjólubláan... Jessica Chastain var eins og hafmeyja í þessum einstaka Gucci kjól. Óskarsstyttan sem hún vann fyrir leik í aðalhlutverki var svo hinn fullkomni fylgihlutur. 

Jessica ChastainGetty/ Mike Coppola

Leikarinn Simu Liu klæðist rauðri Versace dragt á rauða dreglinum.

Simu LiuGetty/Momodu Mansaray

Williams systurnar voru myndaðar saman á rauða dreglinum, Venus var í Elie Saab og Serena klæddist Gucci.

Venus og Serena WilliamsGetty/Kevin Mazur

Það er eitthvað einstaklega fallegt við Louis Vuitton kjól Alönu Haim. Í fyrstu virðist hann látlaus en einfalda „sleek“ lúkkið er virkilega flott. 

Alana HaimGetty/Jeff Kravitz

Jada Pinkett Smith lét hjarta okkar missa úr slag með þessum græna Jean-Paul Gaultier kjól.

Jada Pinkett SmithGetty/Kevin Mazur

Tengdar fréttir

Blue Ivy kom fram í Óskarsatriði Beyoncé

Beyoncé ljómaði eins og sólin í stórkostlegu atriði í nótt. Söngkonan Beyoncé opnaði Óskarsverðlaunin með flutningi á laginu Be Alive úr kvikmyndinni King Richard.

Sigurvegarar Óskarsins 2022: „Þetta er okkar stund“

Óskarsverðlaunahátíðin 2022 fer líklega í sögubækurnar sem ein viðburðarríkasta og jafnvel undarlegasta hátíðin hingað til. Dune vann flest verðlaun kvöldsins en þó ekki sem besta myndin. Hátíðin var í beinni útsendingu á Stöð 2 auk þess sem fylgst var grannt með gangi mála í vaktinni, eins og sjá má neðst í fréttinni.

Óskarsvaktin 2022

Óskarinn fer fram í Dolby leikhúsinu í kvöld þar sem allar stærstu stjörnurnar mæta og vonast eftir gullstyttunni. Dóra Júlía og Elísabet Hanna ætla að halda uppi vaktinni í nótt og fara með lesendum í gegnum rauða dregilinn og hátíðina. 

Ariana DeBose skráði sig í sögubækurnar

Ariana DeBose skráði sig í sögubækurnar á Óskarsverðlaununum nú í nótt. DeBose er fyrsta dökka opinberlega hinsegin konan til að vinna til Óskarsverðlauna fyrir leik í kvikmynd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×