Fékk ekki boð á Óskarinn Rachel Zegler leikur Maríu Vasquez í endurgerð West side story sem er tilnefnd sem besta myndin á hátíðinni en hún segist ekki hafa fengið boð á Óskarinn í ár. Hún segist ætla að hvetja myndina áfram af sófanum heima hjá sér en vonast enn eftir kraftaverki. Lífið 22. mars 2022 13:30
Bennifer með augastað á 6,5 milljarða króna ástarhreiðri Stjörnuparið Ben Affleck og Jennifer Lopez standa um þessar mundir í fasteignakaupum. Talið er að parið hafi boðið um 6,5 milljarða íslenskra króna í eignina sem inniheldur meðal annars sautján baðherbergi. Lífið 22. mars 2022 11:31
Segir soninn ekki lengur heita Wolf Bandaríska raunveruleikastjarnan og snyrtivörumógúllinn Kylie Jenner hefur tilkynnt að sonur hennar og söngvarans Travis Scott heiti ekki lengur Wolf. Þessi ákvörðun sé tekin eftir að foreldrarnir hafi kynnst syninum betur, en hann kom í heimin í byrjun síðasta mánaðar. Lífið 22. mars 2022 07:36
Instagram bannar Kanye Meta hefur tekið þá ákvörðun að banna Kanye West af Instagram í sólarhring vegna áreitis á miðlinum. Rapparinn hefur verið að áreita Pete Davidson sem er kærasti fyrrverandi eiginkonu hans Kim og einnig þáttastjórnandann Trevor Noah. Lífið 17. mars 2022 11:30
Harðlega gagnrýnd fyrir ummæli sín um konur í viðskiptum: „Það nennir enginn að vinna þessa dagana“ Athafnakonan Kim Kardashian sagði í viðtali á dögunum að til þess að ná árangri í viðskiptum þyrftu konur einfaldlega að leggja harðar að sér. Fyrir þessi ummæli var hún harðlega gagnrýnd, enda er Kardashian fædd inn í afar auðuga fjölskyldu. Til þess að beina athyglinni frá þessum ummælum greip Kardashian til þess ráðs að birta fyrstu myndina af kærasta sínum Pete Davidson á Instagram-síðu sinni og virðist það hafa virkað vel. Lífið 15. mars 2022 12:32
Rebel Wilson hélt uppi fjörinu á BAFTA verðlaununum BAFTA verðlaunin fóru fram í gær, sama kvöld og Critics choice verðlaunin voru haldin, það virtust þó vera nóg af stjörnum á báðum stöðum sem skörtuðu sínu allra besta á rauða dreglinum. Rebel Wilson stóð sig vel sem kynnir en þekkt er að hátíðin sé á alvarlegri nótunum og því erfitt að halda uppi góðu gríni. Lífið 14. mars 2022 17:31
Justin Bieber óttast um eiginkonu sína Hailey Hailey Bieber var lögð inn á spítala í síðustu viku vegna blóðtappa í heilanum og hefur eiginmaður hennar Justin Bieber varla getað sofið úr áhyggjum síðan. Henni heilsast vel í dag og vonandi er um einangrað atvik að ræða. Lífið 14. mars 2022 16:30
Stórleikarinn William Hurt látinn Bandaríski stórleikarinn William Hurt er látinn aðeins 71 árs. Lífið 13. mars 2022 23:13
Söngkonan Traci Braxton látin aðeins 50 ára gömul Söngkonan Traci Braxton, systir söngkonunnar Toni Braxton og leikkona í raunveruleikaþættinum Braxton Family Values, er látin aðeins 50 ára gömul eftir baráttu við krabbamein. Lífið 12. mars 2022 19:07
Anna Kendrick og Maude úr Euphoria á landinu Leikkonurnar Anna Kendrick og Maude Apatow eru staddar á Íslandi. Þær virðast hafa farið í fjórhjólaferð í dag og skelltu sér í Bláa lónið. Lífið 10. mars 2022 22:51
Lady Gaga býður upp á frítt netnámskeið Lady Gaga hefur ásamt góðu teymi farið af stað með frítt netnámskeið til að kenna fólki að hjálpa öðrum. Hún vill efla yngri kynslóðina í því að læra að vera til staðar fyrir aðra öruggan hátt á sama tíma og þau passi upp á sína eigin geðheilsu. Lífið 10. mars 2022 17:30
X Æ A-12 er orðinn stóri bróðir og barnið er komið með nafn Elon Musk og Grimes hafa tekið á móti sínu öðru barni og er það lítil stúlka. Fyrir eiga þau soninn X Æ A-12 sem er rúmlega tveggja ára gamall og hafa nú einnig valið nafn fyrir nýjustu viðbót fjölskyldunnar. Lífið 10. mars 2022 15:56
Fyrrverandi kærasti Selmu Blair réðst á hana á heimili sínu Leikkonan Selma Blair þurfti að sækja um nálgunarbann á fyrrverandi kærasta sinn til sjö ára eftir að hann réðst á hana á heimili sínu. Hún var marin og meðvitundalaus eftir atvikið og var síðar um kvöldið flutt á sjúkrahús. Lífið 10. mars 2022 15:30
Sólarhringur í lífi Jacob Elordi úr Euphoria Vogue fékk að eyða 24 klukkustundum með leikaranum Jakob Elordi. Deginum eyddi hann meðal annars á heimilinu sinu og á flakki um Los Angeles. Lífið 10. mars 2022 09:01
Horfðu á Bachelor úti í vitlausu veðri: „Ég vona að Clayton sjái þetta“ Tvö hundruð ofuraðdáendur bandarísku raunveruleikaþáttanna The Bachelor gátu vart haldið augunum opnum vegna veðurofsa á Kársnesinu fyrr í kvöld, þar sem þeir voru saman komnir í Sky Lagoon til að horfa á nýjasta þátt seríunnar. Bíó og sjónvarp 9. mars 2022 22:00
Stanley Tucci er heppinn að vera á lífi Leikarinn Stanley Tucci greindist með krabbamein í tungunni árið 2017 en lifir í dag góðu lífi eftir að hafa sigrast á meininu. Hann vill meina að athygli og ást eiginkonu sinnar Felicity Blunt hafi komið honum í gegnum sjúkdóminn. Lífið 9. mars 2022 16:31
Aftur saman eða jafnvel aldrei í sundur Leikkonan Shailene Woodley og íþróttamaðurinn Aaron Rodgers voru samkvæmt heimildum hætt saman. Þau staðfestu þó aldrei sambandsslitin sjálf og virðast í dag vera byrjuð aftur saman eða hafa mögulega alltaf verið saman. Lífið 9. mars 2022 14:30
Eyðir orkunni ekki lengur í útlitið Leikkonan Cameron Diaz sagði í viðtali á dögunum að áhyggjur af útlitinu væru neðarlega á lista eftir að hún steig í burtu frá leiklistinni. Hún segist áður hafa verið fórnalamb samfélagslegra útlitisstaðla en sé komin á betri stað í dag. Lífið 9. mars 2022 13:32
Spielberg vill að allir sitji við sama borð á Óskarnum Leikstjórinn Steven Spielberg er ósammála ákvörðun Óskarsverðlaunanna um að afhenda átta verðlaun áður en beina útsendingin hefst. Honum finnst að allir sem búi til bíómyndir eigi að fá að sitja við sama borð og vera partur af formlegu hátíðinni. Lífið 9. mars 2022 09:30
Pamela Anderson fer af ströndinni á Broadway Pamela Anderson ætlar að stíga á svið á Broadway í fyrsta skipti þar sem hún mun leika Roxie Hart í söngleiknum Chicago. Leikkonan er spennt fyrir því að fara með hlutverkið þar sem hún mun leika, syngja og dansa. Lífið 8. mars 2022 22:01
Ný kærasta Kanye West sögð skuggalega lík Kim Kardashian Tónlistarmaðurinn Kanye West er nú orðaður við hina tuttugu og fjögurra ára gömlu Chaney Jones. Það sem hefur þó helst vakið athygli er að Jones er talin vera skuggalega lík Kim Kardashian, fyrrverandi eiginkonu West. Lífið 8. mars 2022 16:30
Lagahöfundur og söngkona Let It Go hrósa úkraínsku stúlkunni Söngur lítillar stúlku í neðanjarðarbyrgi í Kænugarði í Úkraínu hefur vakið athygli víða um heiminn. Stúlkan sem heitir Amelia syngur lagið Let It Go úr Disney teiknimyndinni Frozen á sínu móðurmáli. Lífið 8. mars 2022 15:21
Búinn að ná sér eftir yfirlið á frumsýningu Leikarinn Taron Egerton er í góðu ástandi eftir að hafa fallið í yfirlið upp á sviði þegar hann var að frumsýna nýtt leikrit. Hann segist hafa sloppið vel með smá mar á hálsinum og egóinu. Lífið 7. mars 2022 13:30
Ýktu stærð varanna eins og förðunarfræðingur Kim Kardashian Áttu í vandræðum með að nota varablýant til að „overline-a“ varirnar? Þá skaltu halda áfram að lesa. Hér fyrir neðan má sjá þrjú ráð frá Heiði Ósk og Ingunni Sig fyrir hinn fullkomna stút. Tíska og hönnun 6. mars 2022 12:01
Britney gefur í skyn að hún sé gengin í hnapphelduna Bandaríska söngkonan Britney Spears og Sam Asghari virðast hafa gengið í það heilaga því í færslu á Instagram kallar hún Sam „eiginmann“ sinn. Lífið 5. mars 2022 10:06
Ye grefur Pete Davidson í nýjasta tónlistarmyndbandinu sínu Nýjasta útspil rapparans Ye, áður Kanye West, hefur vakið töluverða athygli síðustu klukkustundir. Í nýju myndbandi við lagið Eazy grefur hann leirútgáfu Pete Davidsson. Tónlist 3. mars 2022 12:16
Glímukappinn gleymdi að segja frá skilnaðinum Glímukappinn Hulk Hogan gerði aðdáendur sína heldur betur hissa þegar hann byrjaði að mæta á stefnumót með nýju kærustunni án þess að tilkynna um skilnaðinn sinn. Myndir af honum og kærustunni Sky Daily vöktu upp margar spurningar sem hann hefur nú svarað. Lífið 1. mars 2022 17:30
Mæðgurnar sýndu saman á tískupallinum í gær Mæðgurnar Cindy Crawford og Kaia Gerber gengu báðar á tískupallinum fyrir Off-White kvennfatnaðar sýninguna sem haldin var í gær sem partur af tískuvikunni í París. Fleiri stjörnur með fjölskyldutengsl komu einnig fram á pallinum eins og Hadid systurnar. Lífið 1. mars 2022 15:30
Bachelorinn Colton Underwood trúlofaður Bachelorinn Colton Underwood er á leið upp að altarinu. Colton er trúlofaður kærasta sínum, Jordan C. Brown. Tímaritið People sagði fyrst frá trúlofuninni. Lífið 1. mars 2022 11:01
„Vertu á réttum tíma og ekki vera asni“ Leikkonan Helen Mirren hlaut í gær viðurkenningu á SAG verðlaununum fyrir ævistarf sitt í leiklistinni. Hún sló á létta strengi í ræðunni sinni og sagði allur hennar árangur væri möntrunni sinni að þakka en mantran er „Vertu á réttum tíma og ekki vera asni“. Lífið 28. febrúar 2022 15:30