Balta fannst hann eiga smá sérvisku inni hjá Hollywood Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. maí 2022 07:33 Baltasar Kormákur og Idris Elba á setti við gerð myndarinnar. Universal Studios Nýjasta mynd Baltasars Kormáks, Beast, er væntanleg í kvikmyndahús í ágúst. Myndin var unnin í Suður-Afríku síðasta sumar og segir sögu manns sem þarf að kljást við illvígt ljón í hefndarhug á sama tíma og hann reynir að rækta tengslin við dætur sínar á nýjan leik. Stórleikarinn Idris Elba fer með aðalhlutverk í myndinni, en honum til halds og trausts er leikarinn Sharlto Copley og ungu leikkonurnar Iyana Halley og Leah Sava Jeffries. Myndin er framleidd af Universal-kvikmyndaverinu, en stikla fyrir myndina kom út í gær. Hana má sjá hér að neðan. Spennu- og hasarmynd með mannlegum undirtónum Í samtali við Vísi segir Baltasar að gerð myndarinnar hafi verið mikið ævintýri, en henni hafi þó einnig fylgt áskoranir. „Ég var í sex mánuði í Afríku og þetta var mjög skemmtilegt. Ég var líka mjög spenntur fyrir því að búa til alveg heila skepnu með tæknibrellum,“ segir Baltasar og vísar þar til ljónsins sem aðalsöguhetja myndarinnar, Dr. Nate Daniels, þarf að kljást við. Umræddur Daniels, sem Elba leikur, er ekkill eftir að konan hans féll frá eftir baráttu við krabbamein. „Hún hafði alltaf lofað dætrum sínum að fara á æskuslóðir sínar í þorpi í Suður-Afríku. Pabbinn, sem er að reyna að tengjast dætrum sínum og hefur ekki verið eins mikið til staðar eins og hann hefði viljað vera, ákveður að fara í þessa ferð með þær.“ Þegar til Suður-Afríku er komið verður fjölskyldan hins vegar á vegi ljónsins, sem virðist svífast einskis til að sanna að það sé efst í fæðukeðju sléttunnar, og enginn annar. Í kjölfarið hefst spennandi barátta mannsins í náttúrunni. „Að einhverju leyti er þessi skepna bara myndlíking fyrir það að takast á við mestu erfiðleika í lífinu, að byggja upp nýja fjölskyldu,“ segir Baltasar. Hann segir að þrátt fyrir dramatíkina sé um að ræða hörku spennumynd. „En hún hefur líka mannlegan streng. Þetta er bæði hasar og drama, en alveg rosalega spennandi.“ Gleymdur draumur að rætast Baltasar segir það hafa verið draumi líkast að vinna myndina í Suður-Afríku. „Stundum klípur maður sig og minnir sig á hvað maður er heppinn, að fá að fara að vinna í Afríku,“ segir Baltasar. Hann hafði aldrei komið til Afríku áður en vinna við myndina hófst. „Ég var að segja foreldrum mínum frá þessu, að ég væri að fara til Afríku að gera mynd um brjálað ljón. Þá dregur mamma fram gamla klippubók, þar sem voru klipptar út úr Mogganum og öðru dýralífsmyndir, aðallega af ljónum frá Afríku. Það var til gömul mappa frá því ég var lítill og ætlaði að verða dýrafræðingur að rannsaka ljón,“ segir Baltasar. Hann telji því að innra með honum hafi því alltaf blundað einhver draumur um að gera verkefni á borð við þetta, þó hann hafi verið löngu búinn að gleyma bæði klippubókinni og barnsdraumi sínum um að verða dýrafræðingur. „Ég gerði kröfu til þess við Universal ef ég myndi gera þessa mynd, þá yrði hún tekin í Afríku. Þeir voru að spá í Atlanta og alls konar möguleikum en ég fékk þá til þess að fara til Afríku.“ Fílar í garðinum og ljón sem öskruðu inn í nóttina Baltasar og teymið sem kom að gerð myndarinnar fór víða um landið, sem er stórt. „Það var náttúrulega æðislegt. Ég vaknaði við fíla að brjóta tré fyrir utan húsið mitt og fór að sofa við ljónaöskur, við vorum bara þarna inni í skóginum,“ segir Baltasar, en hann var mestan tímann í Limpopo, skammt frá Kruger-þjóðgarðinum. Hópurinn ferðaðist líka til Höfðaborgar og North Cape, skammt frá Namibíu. „Þannig að við fórum í öll hornin. Svaðalegar vegalengdir en æðislegt að vera þarna og æðislegt að vinna með þessu fólki,“ segir Baltasar. Hann kveðst aldrei hafa unnið með fjölbreyttara kvikmyndatökuliði, hvort sem litið er til uppruna eða kyns. „Það var óvenju vel blandað og þetta varð algjört draumalið fyrir vikið.“ Líkt og áður sagði var myndin tekin upp sumarið 2021, en þá herjaði kórónuveirufaraldurinn af fullum þunga á fjölda ríkja heimsins. Suður-Afríka var þar á meðal, og því þurfti kvikmyndatökuliðið að einangra sig mikið. „Það var bannað að selja áfengi á virkum dögum eða eitthvað svoleiðis. Það truflaði mig svo sem ekki neitt, enda ekki drukkið í tuttugu ár. En það voru nokkrir í liðinu pirraðir út af því.“ Idris Elba, hin fullkomna blanda Idris Elba, sem fer með aðalhlutverkið í myndinni, er stórkostlegur leikari að mati margra. Baltasar Kormákur er í þeim hópi. „Hann er einn af þessum leikurum sem eru þessi fullkomna blanda af leikara og stjörnu. Það eru margir sem eru kannski fyrst og fremst stjörnur, en aðrir sem eru fyrst og fremst leikarar, og það fer ekki alltaf saman. Hann er svolítið eins og Denzel Washington, bara geggjaður leikari. Það sést í svona senum þar sem reynir á að hann sé berskjaldaður faðir í erfiðum aðstæðum,“ segir Baltasar. „Hann gerir þetta rosalega vel og svo þegar hann þarf að stíga upp og takast á við brjálað ljón þá er hann meiri kvikmyndastjarna,“ segir Baltasar, sem ber öllum leikarahóp myndarinnar afar góða söguna, eins og reyndar öllum sem að myndinni komu. Hér að neðan má sjá frétt frá september 2020, þegar tók að kvisast út að gerð myndarinnar væri fyrirhuguð: Á inni smá sérvisku Baltasar treystir sér ekki til að segja hver þeirra mynda sem hann hefur gert hafi verið skemmtilegust í vinnslu, en segir þó að Beast færi ofarlega á slíkan lista. „Everest var náttúrulega rosalegt ævintýri og rosalega erfitt, og þetta var í hina áttina líka alveg geggjað. Hún er allavega mjög ofarlega. Það er mjög gaman að takast á við ólík verkefni, þetta er til dæmis alvöru spennumynd sem þarf bara algjörlega að ganga upp,“ segir Baltasar. Hann segist hafa ýtt nokkuð á Universal um að fá að gera myndina eftir sínu höfði. „Ég er að taka mjög löng skot. Það eru skot sem ná heilu senurnar, það er hasar í þeim og þú þarft að koma ljóninu fyrir. Það sem ég er að reyna að gera er að láta áhorfandann upplifa sig eins og karakter í myndinni, sem kemst ekkert í burtu og ljónið kemur alltaf nær. Ég klippi ekki frá og þú ert bara fastur í aðstæðunum.“ Baltasar segist aldrei hafa gert mynd með jafn löngum skotum, og raunar hafi forsvarsmenn Universal-kvikmyndaversins verið nokkuð tvístígandi varðandi þá nálgun, enda lengstu skotin upp í átta mínútna löng. Þeir hafi hins vegar verið afar sáttir þegar þeir sáu lokaútkomuna, sem Baltasar segir afar ánægjulegt. „Þegar þú ræðst í svona vinnu, þá geturðu ekkert verið að gera myndina á tvo vegu, þú þarft að eyða svo miklum tíma í þetta. En ég sé ekki eftir því og fannst ég kannski eiga það smá inni í Hollywood að vera með smá sérvisku,“ segir Baltasar og hlær við. Vandasamt verk að gera góða stiklu Myndin kemur út 10. ágúst hér á Íslandi og 19. ágúst í Bandaríkjunum, sem Baltasar segir að sé góður tími fyrir myndir sem þessar. „Þetta er ekki svona 250 milljóna dollara mynd, þetta er mynd sem kostar í kringum 50 milljón dollara. Hún er stór, en er ekki að keppa við þessar Marvel-myndir og svoleiðis,“ segir Baltasar. Hann segir þá að gerð stiklunnar sé krefjandi verkefni út af fyrir sig, enda þurfi stiklan að vekja athygli og áhuga áhorfandans, án þess þó að gefa of mikið upp um innihald myndarinnar. „Sumir hafa brennt sig á þessu. Stúdíóin vilja fá þig í bíó, og þeim er alveg sama þó þú sért búinn að sjá hálfa myndina í stiklunni svo lengi sem þú borgar. En auðvitað vilja kvikmyndagerðarmennirnir koma þér á óvart í bíóinu. Þetta er rosalega fínn dans, en stundum heldur fólk að það viti meira en það veit. Það er oft gerð einhver saga í stiklunni, sem er samt ekki öll myndin. Þú heldur kannski að þú vitir allt, en svo er eitthvað allt annað að fara að gerast. En svo hefur maður líka séð hitt, þar sem upplifunin af myndinni er eyðilögð því það er búið að sýna allt úr henni.“ Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Hollywood Íslendingar erlendis Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Stórleikarinn Idris Elba fer með aðalhlutverk í myndinni, en honum til halds og trausts er leikarinn Sharlto Copley og ungu leikkonurnar Iyana Halley og Leah Sava Jeffries. Myndin er framleidd af Universal-kvikmyndaverinu, en stikla fyrir myndina kom út í gær. Hana má sjá hér að neðan. Spennu- og hasarmynd með mannlegum undirtónum Í samtali við Vísi segir Baltasar að gerð myndarinnar hafi verið mikið ævintýri, en henni hafi þó einnig fylgt áskoranir. „Ég var í sex mánuði í Afríku og þetta var mjög skemmtilegt. Ég var líka mjög spenntur fyrir því að búa til alveg heila skepnu með tæknibrellum,“ segir Baltasar og vísar þar til ljónsins sem aðalsöguhetja myndarinnar, Dr. Nate Daniels, þarf að kljást við. Umræddur Daniels, sem Elba leikur, er ekkill eftir að konan hans féll frá eftir baráttu við krabbamein. „Hún hafði alltaf lofað dætrum sínum að fara á æskuslóðir sínar í þorpi í Suður-Afríku. Pabbinn, sem er að reyna að tengjast dætrum sínum og hefur ekki verið eins mikið til staðar eins og hann hefði viljað vera, ákveður að fara í þessa ferð með þær.“ Þegar til Suður-Afríku er komið verður fjölskyldan hins vegar á vegi ljónsins, sem virðist svífast einskis til að sanna að það sé efst í fæðukeðju sléttunnar, og enginn annar. Í kjölfarið hefst spennandi barátta mannsins í náttúrunni. „Að einhverju leyti er þessi skepna bara myndlíking fyrir það að takast á við mestu erfiðleika í lífinu, að byggja upp nýja fjölskyldu,“ segir Baltasar. Hann segir að þrátt fyrir dramatíkina sé um að ræða hörku spennumynd. „En hún hefur líka mannlegan streng. Þetta er bæði hasar og drama, en alveg rosalega spennandi.“ Gleymdur draumur að rætast Baltasar segir það hafa verið draumi líkast að vinna myndina í Suður-Afríku. „Stundum klípur maður sig og minnir sig á hvað maður er heppinn, að fá að fara að vinna í Afríku,“ segir Baltasar. Hann hafði aldrei komið til Afríku áður en vinna við myndina hófst. „Ég var að segja foreldrum mínum frá þessu, að ég væri að fara til Afríku að gera mynd um brjálað ljón. Þá dregur mamma fram gamla klippubók, þar sem voru klipptar út úr Mogganum og öðru dýralífsmyndir, aðallega af ljónum frá Afríku. Það var til gömul mappa frá því ég var lítill og ætlaði að verða dýrafræðingur að rannsaka ljón,“ segir Baltasar. Hann telji því að innra með honum hafi því alltaf blundað einhver draumur um að gera verkefni á borð við þetta, þó hann hafi verið löngu búinn að gleyma bæði klippubókinni og barnsdraumi sínum um að verða dýrafræðingur. „Ég gerði kröfu til þess við Universal ef ég myndi gera þessa mynd, þá yrði hún tekin í Afríku. Þeir voru að spá í Atlanta og alls konar möguleikum en ég fékk þá til þess að fara til Afríku.“ Fílar í garðinum og ljón sem öskruðu inn í nóttina Baltasar og teymið sem kom að gerð myndarinnar fór víða um landið, sem er stórt. „Það var náttúrulega æðislegt. Ég vaknaði við fíla að brjóta tré fyrir utan húsið mitt og fór að sofa við ljónaöskur, við vorum bara þarna inni í skóginum,“ segir Baltasar, en hann var mestan tímann í Limpopo, skammt frá Kruger-þjóðgarðinum. Hópurinn ferðaðist líka til Höfðaborgar og North Cape, skammt frá Namibíu. „Þannig að við fórum í öll hornin. Svaðalegar vegalengdir en æðislegt að vera þarna og æðislegt að vinna með þessu fólki,“ segir Baltasar. Hann kveðst aldrei hafa unnið með fjölbreyttara kvikmyndatökuliði, hvort sem litið er til uppruna eða kyns. „Það var óvenju vel blandað og þetta varð algjört draumalið fyrir vikið.“ Líkt og áður sagði var myndin tekin upp sumarið 2021, en þá herjaði kórónuveirufaraldurinn af fullum þunga á fjölda ríkja heimsins. Suður-Afríka var þar á meðal, og því þurfti kvikmyndatökuliðið að einangra sig mikið. „Það var bannað að selja áfengi á virkum dögum eða eitthvað svoleiðis. Það truflaði mig svo sem ekki neitt, enda ekki drukkið í tuttugu ár. En það voru nokkrir í liðinu pirraðir út af því.“ Idris Elba, hin fullkomna blanda Idris Elba, sem fer með aðalhlutverkið í myndinni, er stórkostlegur leikari að mati margra. Baltasar Kormákur er í þeim hópi. „Hann er einn af þessum leikurum sem eru þessi fullkomna blanda af leikara og stjörnu. Það eru margir sem eru kannski fyrst og fremst stjörnur, en aðrir sem eru fyrst og fremst leikarar, og það fer ekki alltaf saman. Hann er svolítið eins og Denzel Washington, bara geggjaður leikari. Það sést í svona senum þar sem reynir á að hann sé berskjaldaður faðir í erfiðum aðstæðum,“ segir Baltasar. „Hann gerir þetta rosalega vel og svo þegar hann þarf að stíga upp og takast á við brjálað ljón þá er hann meiri kvikmyndastjarna,“ segir Baltasar, sem ber öllum leikarahóp myndarinnar afar góða söguna, eins og reyndar öllum sem að myndinni komu. Hér að neðan má sjá frétt frá september 2020, þegar tók að kvisast út að gerð myndarinnar væri fyrirhuguð: Á inni smá sérvisku Baltasar treystir sér ekki til að segja hver þeirra mynda sem hann hefur gert hafi verið skemmtilegust í vinnslu, en segir þó að Beast færi ofarlega á slíkan lista. „Everest var náttúrulega rosalegt ævintýri og rosalega erfitt, og þetta var í hina áttina líka alveg geggjað. Hún er allavega mjög ofarlega. Það er mjög gaman að takast á við ólík verkefni, þetta er til dæmis alvöru spennumynd sem þarf bara algjörlega að ganga upp,“ segir Baltasar. Hann segist hafa ýtt nokkuð á Universal um að fá að gera myndina eftir sínu höfði. „Ég er að taka mjög löng skot. Það eru skot sem ná heilu senurnar, það er hasar í þeim og þú þarft að koma ljóninu fyrir. Það sem ég er að reyna að gera er að láta áhorfandann upplifa sig eins og karakter í myndinni, sem kemst ekkert í burtu og ljónið kemur alltaf nær. Ég klippi ekki frá og þú ert bara fastur í aðstæðunum.“ Baltasar segist aldrei hafa gert mynd með jafn löngum skotum, og raunar hafi forsvarsmenn Universal-kvikmyndaversins verið nokkuð tvístígandi varðandi þá nálgun, enda lengstu skotin upp í átta mínútna löng. Þeir hafi hins vegar verið afar sáttir þegar þeir sáu lokaútkomuna, sem Baltasar segir afar ánægjulegt. „Þegar þú ræðst í svona vinnu, þá geturðu ekkert verið að gera myndina á tvo vegu, þú þarft að eyða svo miklum tíma í þetta. En ég sé ekki eftir því og fannst ég kannski eiga það smá inni í Hollywood að vera með smá sérvisku,“ segir Baltasar og hlær við. Vandasamt verk að gera góða stiklu Myndin kemur út 10. ágúst hér á Íslandi og 19. ágúst í Bandaríkjunum, sem Baltasar segir að sé góður tími fyrir myndir sem þessar. „Þetta er ekki svona 250 milljóna dollara mynd, þetta er mynd sem kostar í kringum 50 milljón dollara. Hún er stór, en er ekki að keppa við þessar Marvel-myndir og svoleiðis,“ segir Baltasar. Hann segir þá að gerð stiklunnar sé krefjandi verkefni út af fyrir sig, enda þurfi stiklan að vekja athygli og áhuga áhorfandans, án þess þó að gefa of mikið upp um innihald myndarinnar. „Sumir hafa brennt sig á þessu. Stúdíóin vilja fá þig í bíó, og þeim er alveg sama þó þú sért búinn að sjá hálfa myndina í stiklunni svo lengi sem þú borgar. En auðvitað vilja kvikmyndagerðarmennirnir koma þér á óvart í bíóinu. Þetta er rosalega fínn dans, en stundum heldur fólk að það viti meira en það veit. Það er oft gerð einhver saga í stiklunni, sem er samt ekki öll myndin. Þú heldur kannski að þú vitir allt, en svo er eitthvað allt annað að fara að gerast. En svo hefur maður líka séð hitt, þar sem upplifunin af myndinni er eyðilögð því það er búið að sýna allt úr henni.“
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Hollywood Íslendingar erlendis Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira