Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

„Í lífinu er ekkert grand plan“

Sigur­jón Sig­hvats­son er fluttur frá Hollywood og var nýlega verð­launaður fyrir frum­raun sína í leik­stjórn. Hann er samt enn á fullu í kvikmyndaframleiðslu þó hann hafi tyllt sér aðeins í leik­stjóra­stólinn. Í haust kemur hroll­vekja eftir Yrsu í bíó og fleiri myndir eru handan við hornið.

Lífið
Fréttamynd

Segist sjá eftir því að hafa farið í lýta­að­gerð

Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner greinir frá því í nýjasta þættinum af The Kardashians að hún hafi farið í lýtaaðgerð. Áður hefur Jenner sagt að hún hafi einungis fengið sér fyllingar í varirnar en nú segist hún hafa farið í lýtaaðgerð fyrir nokkrum árum síðan.

Lífið
Fréttamynd

„Hún var nógu klikkuð til að segja já“

Bandaríski fjölbragðaglímukappinn Hulk Hogan og jógakennarinn Sky Daily eru nú trúlofuð en rúmt ár er síðan þau byrjuðu saman. Hogan bar upp spurninguna á veitingastað í borginni Tampa í Flórída í Bandaríkjunum en um er að ræða þriðju trúlofun glímukappans.

Lífið
Fréttamynd

Spacey grét er hann var sýknaður

Breskir kviðdómendur hafa sýknað bandaríska leikarann Kevin Spacey af tólf ákærum um kynferðisbrot gegn fjórum breskum mönnum. Það var gert í dag eftir þriggja vikna réttarhöld í Lundúnum.

Erlent
Fréttamynd

Hjólar í eigin að­dá­endur

Tónlistarkonan Doja Cat hefur vakið töluverða athygli fyrir ummæli um aðdáendur sína sem hún lét falla á samfélagsmiðlum. Hún virðist ekki vera mjög hrifin af sínum hörðustu aðdáendum og segir þeim að hætta í símanum og byrja að vinna. 

Lífið
Fréttamynd

Sér tækifæri í Cher-útbúnum ísbíl

Tónlistarkonan Cher hefur ákveðið að leita á nýjar slóðir og selja ís í eigin nafni, svokallaðan Cherlato. Hún segir að um sé að ræða verkefni sem sé búið að vera lengi í undirbúningi. Þá fullvissar hún aðdáendur sína um að þetta sé ekki grín.

Lífið
Fréttamynd

Hegðunin á flug­vellinum hafi gert út­slagið

Fyrirsætan og leikkonan Cara Delevingne segir það vel þess virði að hafa ákveðið að verða edrú. Hún segir það hafa gert útslagið að sjá sjálfa sig að haga sér furðulega á flugvelli. Þá hafi hún ákveðið að fara í meðferð.

Lífið
Fréttamynd

Tekur út refsinguna með sam­fé­lags­þjónustu

Grínistinn Pete Davidson klessti bíl á heimili í Beverly Hills í Kaliforníu í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári. Davidson var ákærður fyrir vítaverðan akstur en fær að taka út refsinguna með samfélagsþjónustu.

Lífið
Fréttamynd

Brady og Shayk rugla saman reitum

NFL-goðsögnin Tom Brady og ofurfyrirsætan Irina Shayk sáust fara heim saman um helgina. Þau eru sögð hafa eytt nóttinu saman og á Brady að hafa skutlað Shayk heim morguninn eftir.

Lífið
Fréttamynd

Love Is­land stjörnur trú­lofaðar

Love Island stjörnuparið Molly-Mae Hague og Tommy Fury eru trúlofuð. Tommy fór á skeljarar á spænsku eyjunni Ibiza um helgina en fjögur ár eru síðan þau kynntust í raunveruleikaþáttunum. 

Lífið
Fréttamynd

Dæla út leik­­fanga­­myndum í kjöl­far Bar­bie

Það stefnir allt í að kvikmyndin Barbie verði hittari en leikfangarisinn Mattel er með enn fleiri myndir byggðar á leikföngum fyrirtækisins í bígerð. Búið er að tilkynna fjórtan myndir opinberlega en rúmlega 40 myndir eru í framleiðslu.

Lífið
Fréttamynd

Segist hafa farið til hel­vítis og heim aftur

Jamie Foxx hefur í fyrsta sinn tjáð sig um heilsu­fars­vanda­mál sem hafa verið að pliga hann. Leikarinn dvaldist á spítala í apríl í At­lanta borg í Banda­ríkjunum en ekki hefur komið fram um hvaða veikindi var að ræða.

Lífið
Fréttamynd

Ron­aldo skýtur Kyli­e Jenner ref fyrir rass

Knatt­spyrnu­goð­sögnin Christiano Ron­aldo hefur skotist upp fyrir sam­fé­lags­miðla­stjörnuna Kyli­e Jenner og er nú sá sem rakar inn mestum pening á sam­fé­lags­miðlinum Insta­gram.

Lífið
Fréttamynd

Þóttist vera dáin

Mar­got Robbie segist hafa verið mikill prakkari þegar hún var barn. Hún hafi í­trekað þóst vera dáin til þess að hefna sín á barna­píunni sinni þegar hún var lítil.

Lífið
Fréttamynd

Segist hafa stokkið of hratt í sam­bandið með Pete

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian, sagði frá því í nýjasta þætti raunveruleikaþáttanna The Kardashians, að hún hafi stokkið of hratt í ástarsamband með uppistandaranum Pete Davidson eftir skilnað hennar við rapparann Kanye West.

Lífið
Fréttamynd

Barna­lán hjá Bar­bie-hjónum

Leikstjórarnir Greta Gerwig og Noah Baumbach eignuðust annað barn sitt fyrr á árinu. Barnið kom því í heiminn í miðjum fjölmiðlatúr fyrir Barbie sem Gerwig leikstýrir og kom í bíó í vikunni.

Lífið
Fréttamynd

Hadid hand­tekin í fríinu

Fyrirsætan Gigi Hadid var handtekin ásamt vinkonu sinni þegar þær mættu til Cayman-eyja á dögunum. Vinkonurnar ferðuðust með einkaflugvél og voru með í fórum sínum kannabis og áhöld til að neyta þess. 

Lífið
Fréttamynd

Nýr pipar­sveinn á átt­ræðis­aldri

Raunveruleikaþættirnir Bachelor hafa lengi verið vinsælir en í haust hefst ný útgáfa af þáttunum, The Golden Bachelor. Þar er piparsveinninn ekki ungur maður í leit að fyrstu ástinni sinni heldur karlmaður á áttræðisaldri sem leitar að ástinni í annað skipti.

Lífið
Fréttamynd

Lohan er kominn í heiminn

Lindsay Lohan er orðin mamma. Hún eignaðist sitt fyrsta barn með eigin­manni sínum Bader Shammas og er um að ræða strák. Hann hefur þegar fengið nafnið Luai en drenginn fæddi Lohan á Dubai þar sem parið býr.

Lífið