Lífið

Pi­per Lauri­e er látin

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Piper Laurie var 91 árs að aldri.
Piper Laurie var 91 árs að aldri. Stefanie Keenan/Getty Images

Banda­ríska leik­konan Pi­per Lauri­e, sem þekktust er fyrir hlut­verk sín í kvik­myndunum The Hustler og Carri­e en einnig sjón­varps­þátta­röðum líkt og Twin Peaks og Will & Grace er látin. Hún var 91 árs gömul.

Pi­per Lauri­e bjó í Los Angeles þar sem hún lést á heimili sínu. Leik­konan var þrisvar til­nefnd til Óskars­verð­launa en var margt til lista lagt. Þess er getið í um­fjöllun breska ríkis­út­varpsins að hún hafi tekið sér fimm­tán ára hlé frá leik­list á meðan hún starfaði fyrir mann­réttinda­sam­tök.

Lauri­e hóf leik­listar­feril sinn einungis sau­tján ára gömul árið 1949. Hún hét Rosetta Jacobs og gerði samning við Uni­ver­sal kvik­mynda­verið og fékk þá nafnið Pi­per Lauri­e. Hún hefur verið opin­ská með skoðanir sínar á kvik­mynda­bransanum og sneri sér að störfum fyrir ýmis mann­réttinda­sam­tök á meðan Víet­nam­stríðinu stóð.

Leik­konan var til­nefnd til Óskars­verð­launa sinna fyrir hlut­verk sitt í kvik­myndinni The Hustler sem kom út árið 1961 og svo aftur árið 1976 vegna hlut­verks síns í hryllings­myndinni Carri­e sem byggð var á bók Stephen King. Það var ein­mitt fyrsta hlut­verkið sem hún tók að sér eftir hlé sitt frá leik­listinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×