Fimmtán hross dauð eftir snjóflóð nærri Hofsósi Snjóflóð féll í Skagafirði milli bæjanna Stekkjarbóls og Hólkots í Unadal vestur af Hofsósi fyrir klukkan eitt í dag. Björgunarsveitin Grettir var kölluð út en fimmtán hross voru á svæðinu þar sem snjóflóðið féll. Innlent 26. desember 2022 15:06
Tókst ekki að sanna að hross væri hrekkjótt Ung kona sem höfðaði mál til heimtu skaðabóta vegna alvarlegs reiðslyss, sem hún lenti í þegar hún var sextán ára gömul, fær engar bætur úr hendi eiganda hrossins. Ekki taldist sannað að hrossið væri hrekkjótt. Innlent 21. desember 2022 13:48
Jarðvegsbaktería líklega valdið hópsýkingu í hestunum Allt bendir til þess að jarðvegsbaktería hafi valdið hópsýkingu í hestum í hrossastóði á Suðurlandi og hesthúsi sömu eigenda á höfuðborgarsvæðinu. Hrossin voru rekin saman fyrir tveimur vikum þegar þau voru sprautuð með ormalyfi. Hrossin voru í góðu ástandi og umhirða þeirra til fyrirmyndar Innlent 5. desember 2022 13:29
Á sjötta tug hornfirskra hrossa slátrað vegna alvarlegs brots Matvælastofnun hefur lagt tímabundið bann við búfjárhaldi á umráðamann búfjár á ótilgreindum bæ í Hornafirði vegna alvarlegs brots á dýravelferðarlögum. Fimmtíu og fimm hrossum var slátrað vegna málsins. Innlent 2. desember 2022 13:41
Rannsaka alvarlegan sjúkdóm sem herjar á hesta Matvælastofnun og tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum rannsaka nú óþekktan sjúkdóm sem kom upp í hópi hrossa í mánuðinum. Sjúkdómurinn er sagður alvarlegur en hann veldur háum hita og miklum bjúg. Hestafólk er hvatt til að vera vakandi fyrir einkennum í hrossum sínum. Innlent 30. nóvember 2022 18:01
Eiginleikum og ímynd íslenska hestins ógnað fyrir hagsmuni Ísteka Dýraverndarsamtökin AWF/TSB, sem stóðu að gerð margumtalaðrar heimildarmyndar um blóðmerahald á Íslandi, segja hneyksli að fyrirtækið sem kaupir merablóð af bændum og hagnast á framleiðslunni sé nú í fyrsta sinn að greina frá frávikum við blóðtökuna. Innlent 29. nóvember 2022 21:12
Í sjálfheldu í vonskuveðri á þverhníptu bjarginu Á gamlárskvöld árið 1994 fældist hópur hesta frá bænum Tungu í Svínadal við flugeldasprengingar. Ragnar Axelsson ljósmyndari slóst í för með hópi manna sem hugðist halda í leiðangur upp á fjallið til þess að bjarga hestunum. Lífið 27. nóvember 2022 07:01
Rangfærslur Ísteka Í Reykjavík síðdegis þann 17.11.2022 var tekið viðtal við Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóra Ísteka, um blóðmerahald fyrirtækisins. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) vilja koma á framfæri eftirfarandi athugasemdum við málflutning framkvæmdastjórans. Skoðun 21. nóvember 2022 19:01
Flestir umsagnaraðilar fylgjandi banni við blóðmerahaldi Fimmtán umsagnir bárust um endurflutt frumvarp Ingu Sæland um bann við blóðmerahaldi en umsagnarfresturinn rann út í gær. Langflestir sem sendu inn umsögn eru fylgjandi banninu og fordæma meðferð hrossanna, meðal annars hversu mikið blóð sé tekið á skömmum tíma. Innlent 17. nóvember 2022 07:34
Hundruð hyggjast bjarga dýrunum á Nýjabæ Rúmlega hundrað manns hafa sagst hafa áhuga á því að fara að Nýjabæ í Borgarfirði á morgun til að bjarga þeim búfénaði sem er þar. MAST og lögreglan á Vesturlandi biðlar til fólks að mæta ekki. Innlent 11. nóvember 2022 16:56
Framganga MAST í meintu dýraníðsmáli hafi „farið úr hófi“ Lögmaður konu, sem er eigandi hrossa í meintu dýraníðsmáli í Borgarfirði, segir Matvælastofnun hafa farið of geyst í málinu. Konan hafi ekki verið nægilega vel upplýst um gang mála og hrossin hafi verið vel haldin. Innlent 7. nóvember 2022 19:20
Að hræðast ekki þótt maður sé kominn djúpt í laugina og ekki alveg syndur „Frægasta tískubúð á Íslandi fyrr og síðar var Sesar á Akureyri. Þar tókst mér að selja 20 þúsund gallabuxur í 10 þúsund manna bæ á sínum tíma. Saga mín í viðskiptum spannar marga áratugi og er ansi ótrúleg á köflum. Það hafa ekki alltaf verið jólin, en með þrautseigju, einstöku samstarfsfólki, góðum viðskiptafélögum og jákvæðni er staðan í dag frábær,“ segir hinn nær áttræði, framkvæmdaglaði Herbert Óskar Ólafsson, betur þekktur sem Kóki, sem rekur reiðtygja og reiðfataframleiðsluna Top Reiter, að líkindum þá stærstu í íslenska hestaheiminum. Viðskipti innlent 7. nóvember 2022 08:30
Grindhoraðir nautgripir sem fái hvorki vott né þurrt Íbúi í Borgarnesi segist ekkert botna í verkferlum Matvælastofnunar. Hross og nautgripir fái hvorki vott né þurrt, þrátt fyrir að dýrin eigi að vera undir eftirliti MAST. Innlent 6. nóvember 2022 19:14
Segja orðræðu gagnvart starfsfólki óvægna Matvælastofnun (MAST) segir orðræðu í garð starfsfólks stofnunarinnar hafa verið óvægna og því þurfi að grípa til andsvara. Stofnunin telur sig ekki seka um aðgerðaleysi. Innlent 1. nóvember 2022 15:32
Kvartar ekki undan því að stelpurnar séu miklu fleiri í hestafræði á Hólum „Já, rektorinn er bóndinn á Hólum. Hann þarf að sjá til þess að það verði borið hér á tún, að það verði heyjað og hrossin rekin í afrétt, og náð í þau og réttað, og allt þetta sem þarf að gera,“ segir Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum. Lífið 30. október 2022 07:57
MAST neitaði að selja vanrækta hesta Matvælastofnun neitaði að samþykkja kauptilboð í hesta sem endað hafa í vörslu stofnunarinnar vegna vanrækslu. Stofnunin segir að lagaheimild fyrir kaupunum sé ekki til staðar og hyggst halda áfram að slátra hestum sem enda í vörslu stofnunarinnar, bregðist eigendur ekki við. Innlent 25. október 2022 20:00
Ráðherra krefur MAST svara um velferð dýra Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur kallað eftir upplýsingum frá Matvælastofnun um framkvæmd eftirlits þeirra og verkferla vegna velferðar dýra þegar grunur vaknar um að umráðamenn uppfylli ekki ákvæði laga þess efnis. Innlent 25. október 2022 14:46
Helsta valdasetur fyrri alda er orðið höfuðból hestamennsku „Ég hef stundum sagt að mér finnist Norðlendingar svolítið kaþólskari í hugsun en Sunnlendingar,“ segir Solveig Lára Guðmundsdóttur, fráfarandi vígslubiskup á Hólum, þegar hún fræðir okkur um biskupssetrið og sögu biskupanna. Þannig haldi Norðlendingar mikið upp á Jón Arason og hafi reist turn Hóladómkirkju til minningar um síðasta kaþólska biskupinn fyrir siðaskipti. Innlent 24. október 2022 09:31
Karl selur fjórtán af hestum drottningarinnar Karl III Bretakonungur hefur ákveðið að selja nokkra þeirra hesta sem hann erfði frá móður sinni, Elísabetu II drottningar, sem lést í byrjun síðasta mánaðar. Erlent 24. október 2022 07:37
Hin hrossin send aftur til eigenda Þrettán hross í Borgarfirði voru aflífuð af Matvælastofnun (MAST) í gær vegna alvarlegs ástands. Önnur hross reyndust vera í ásættanlegum holdum og var skilað til umráðamanns. Tíu þeirra eru þó sögð vera í viðkvæmu ástandi. Innlent 19. október 2022 09:43
Segja hrossin hafa verið færð í sláturhús og folald fellt á staðnum Tólf af hrossunum í Borgarfirði sem Vísir hefur fjallað um síðan í sumar eru sögð hafa verið felld. Matvælastofnun hafi mætt á vettvang. Innlent 18. október 2022 23:45
Vön hestakona látin bera hluta tjóns vegna eigin sakar Landsréttur hefur fallist á kröfu hestakonu þess efnis að bótaskylda VÍS vegna slyss sem hún varð fyrir þegar hún datt af hestbaki árið 2016 yrði samþykkt. Konan var þó dæmd til að bera fjórðung tjóns síns vegna eigin sakar. Innlent 14. október 2022 19:44
Efast um hæfi MAST Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) segja viðbrögð Matvælastofnunar (MAST) við vanrækslu hrossa í Borgarfirði ekki vera í samræmi við alvarleika málsins. Samtökin skora á MAST að tryggja viðunandi aðbúnað dýranna á meðan málið er enn í skoðun. Innlent 14. október 2022 09:33
„Þetta er svo mikill hryllingur“ Búið er að hleypa hestunum í Borgarfirði sem Vísir hefur fjallað um í sumar út. Þeir voru lokaðir inni um langt skeið og efast hestafólk í nærsveitum um að þeir lifi veturinn af, svo illa eru þeir farnir. Innlent 13. október 2022 15:33
Til Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra Sæl Svandís, ég er að setja mig í samband við þig vegna dýraníðs í Borgarfirði. Þú hefur örugglega heyrt af þessu máli í fjölmiðlum. Steinunn Árnadóttir benti á þetta og hefur fylgt málinu eftir. MAST gerir ekkert. Lögreglan og dýraeftirlitsmaður á svæðinu gerir ekkert. Skoðun 13. október 2022 10:31
Handtekinn fyrir framan fimmtán ára son sinn: „Þetta var ekki rétt“ Leigusali karlmanns sem var handtekinn fyrir að skjóta hest með boga var handtekinn fyrir framan fimmtán ára son sinn í aðgerðum sérsveitarinnar á aðfararnótt laugardags. Feðgarnir gagnrýna vinnubrögð lögreglu en þeir þurftu báðir að dvelja á lögreglustöðinni á Selfossi langt fram á nótt. Innlent 9. október 2022 20:55
Sérsveit handtók bogmann í nótt Sérsveit ríkislögreglustjóra handtók í nótt mann sem grunaður er um að hafa skotið hest með boga. Við húsleit fannst bogi, örvar og nokkur fjöldi eggvopna. Innlent 8. október 2022 18:58
„Gjörningur einhvers níðings og mannleysu“ Ör var skotið um 15 sentimetra inn í læri hests frá Tjarnabyggð skammt frá Selfossi. Eigendum er verulega brugðið og segja þetta vekja óöryggi á heimilinu. Búið er að kæra atvikið til lögreglu. Innlent 8. október 2022 15:17
Hestafólk uggandi yfir breytingum á umferðarlögum Landssamband hestamannafélaga gerir alvarlegar athugasemdir fyrir hugaðar breytingar á umferðarlögum. Verði breytingarnar að veruleika verður heimil umferð gangandi fólks á reiðstígum. Innlent 7. október 2022 11:11
Þurfa að kunna íslensku til að komast í hestafræði á Hólum Um fjörutíu prósent nemenda sem komast að í hestafræði við Háskólann á Hólum eru útlendingar, og það þrátt fyrir að það sé inntökuskilyrði að geta talað íslensku. Rektor segir skólann útskrifa að minnsta kosti tíu sendiherra á hverju vori. Innlent 1. október 2022 22:11
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti