Eiginleikum og ímynd íslenska hestins ógnað fyrir hagsmuni Ísteka Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. nóvember 2022 21:12 „Með þessu er verið að þjóna einhliða viðskiptahagsmunum Ísteka og tefla í tvísýnu ímynd og einstökum erfðaeiginleikum íslenska hestsins.“ Vísir/MHH Dýraverndarsamtökin AWF/TSB, sem stóðu að gerð margumtalaðrar heimildarmyndar um blóðmerahald á Íslandi, segja hneyksli að fyrirtækið sem kaupir merablóð af bændum og hagnast á framleiðslunni sé nú í fyrsta sinn að greina frá frávikum við blóðtökuna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fréttastofu barst í dag. Samtökin segja hið 391 tilvik sem fjallað er um í ársyfirliti Ísteka yfir blóðtökur í ár í mótsögn við fullyrðingar um eftirlit dýralækna með starfseminni. „Enn fremur ber að spyrja gagnrýnna spurninga um það hvernig slíkir hlutir geta átt sér stað þegar dýralæknar á vegum Ísteka framkvæma blóðtökuranr og fylgjast með þeim,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er vísað til heimildarmyndarinnar, þar sem dýralæknar hafi litið framhjá illri meðferð meranna án þess að aðhafast. Vísir fjallaði um ársyfirlit Ísteka fyrr í mánuðinum. Þar kom meðal annars fram að blóð hefði verið tekið úr 4.141 hryssu í ár, í samtals um 24 þúsund skipti, á 90 starfsstöðvum. AWF/TSB gagnrýna fullyrðingu Ísteka um fækkun í stétt blóðmerabænda sökum heimildarmyndar samtakanna og segjast þvert á móti hafa það eftir bændum að fækkunina megi rekja til mikils kostnaðar við blóðmerahaldið, meðal annars vegna fóðurs og vinnu. Þá gefa samtökin lítið fyrir fullyrðinga Ísteka um að fulltrúar þeirra sem hingað komu í ár hafi komið fram af ókurteisi við bændur og ögrað þeim. „AWF og TSB komu aftur til Íslands í ágúst 2022 til að kynna sér aðstæður og ræða við fulltrúa atvinnulífs og stofnana,“ segir í yfirlýsingunni. „Við tókum viðtöl við fjölda fulltrúa félaga, atvinnulífs, stjórnmála og stjórnsýslu. Meðal annars gaf Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Mast, kost á ítarlegu viðtali. Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka, vildi ekki veita viðtal á sama hátt og hann hafði áður hafnað viðtalsbeiðnum við íslenska fjölmiðla.“ AWF/TSB hafa beitt sér fyrir því að framleiðslu PMSG, sem unnið er úr merablóði, verði hætt. Samtökin segja Ísteka hafa staðfest það í ársyfirlitinu að markmið hrossaræktunar blóðmerabænda sé að auka hlutfall PMSG í blóði fylfullra hryssa, sem sé ábyrgt gagnvart ræktendum íslenska hestsins sem þurfi að huga að fjölmörgum tegundarbundnum eiginleikum. „Þannig verður ímynd íslenska hestsins smátt og smátt eyðilögð með hverju viðbótarprósenti „blóðmeraeiginleika“. Með þessu er verið að þjóna einhliða viðskiptahagsmunum Ísteka og tefla í tvísýnu ímynd og einstökum erfðaeiginleikum íslenska hestsins.“ Blóðmerahald Dýr Dýraheilbrigði Hestar Tengdar fréttir Rannsaka slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku Matvælastofnun hefur til rannsóknar myndband sem sýnir slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku. Dýralæknir hrossasjúkdóma segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum, en að meðferðin sé ekki lýsandi fyrir blóðmerarhald á Íslandi. 22. nóvember 2021 12:06 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fréttastofu barst í dag. Samtökin segja hið 391 tilvik sem fjallað er um í ársyfirliti Ísteka yfir blóðtökur í ár í mótsögn við fullyrðingar um eftirlit dýralækna með starfseminni. „Enn fremur ber að spyrja gagnrýnna spurninga um það hvernig slíkir hlutir geta átt sér stað þegar dýralæknar á vegum Ísteka framkvæma blóðtökuranr og fylgjast með þeim,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er vísað til heimildarmyndarinnar, þar sem dýralæknar hafi litið framhjá illri meðferð meranna án þess að aðhafast. Vísir fjallaði um ársyfirlit Ísteka fyrr í mánuðinum. Þar kom meðal annars fram að blóð hefði verið tekið úr 4.141 hryssu í ár, í samtals um 24 þúsund skipti, á 90 starfsstöðvum. AWF/TSB gagnrýna fullyrðingu Ísteka um fækkun í stétt blóðmerabænda sökum heimildarmyndar samtakanna og segjast þvert á móti hafa það eftir bændum að fækkunina megi rekja til mikils kostnaðar við blóðmerahaldið, meðal annars vegna fóðurs og vinnu. Þá gefa samtökin lítið fyrir fullyrðinga Ísteka um að fulltrúar þeirra sem hingað komu í ár hafi komið fram af ókurteisi við bændur og ögrað þeim. „AWF og TSB komu aftur til Íslands í ágúst 2022 til að kynna sér aðstæður og ræða við fulltrúa atvinnulífs og stofnana,“ segir í yfirlýsingunni. „Við tókum viðtöl við fjölda fulltrúa félaga, atvinnulífs, stjórnmála og stjórnsýslu. Meðal annars gaf Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Mast, kost á ítarlegu viðtali. Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka, vildi ekki veita viðtal á sama hátt og hann hafði áður hafnað viðtalsbeiðnum við íslenska fjölmiðla.“ AWF/TSB hafa beitt sér fyrir því að framleiðslu PMSG, sem unnið er úr merablóði, verði hætt. Samtökin segja Ísteka hafa staðfest það í ársyfirlitinu að markmið hrossaræktunar blóðmerabænda sé að auka hlutfall PMSG í blóði fylfullra hryssa, sem sé ábyrgt gagnvart ræktendum íslenska hestsins sem þurfi að huga að fjölmörgum tegundarbundnum eiginleikum. „Þannig verður ímynd íslenska hestsins smátt og smátt eyðilögð með hverju viðbótarprósenti „blóðmeraeiginleika“. Með þessu er verið að þjóna einhliða viðskiptahagsmunum Ísteka og tefla í tvísýnu ímynd og einstökum erfðaeiginleikum íslenska hestsins.“
Blóðmerahald Dýr Dýraheilbrigði Hestar Tengdar fréttir Rannsaka slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku Matvælastofnun hefur til rannsóknar myndband sem sýnir slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku. Dýralæknir hrossasjúkdóma segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum, en að meðferðin sé ekki lýsandi fyrir blóðmerarhald á Íslandi. 22. nóvember 2021 12:06 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Rannsaka slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku Matvælastofnun hefur til rannsóknar myndband sem sýnir slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku. Dýralæknir hrossasjúkdóma segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum, en að meðferðin sé ekki lýsandi fyrir blóðmerarhald á Íslandi. 22. nóvember 2021 12:06