„Það er alltaf gott að vinna, sérstaklega Hauka „Ég er ofboðslega glaður. Það er alltaf gott að vinna, sérstaklega Hauka,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, sáttur eftir eins marks sigur á Haukum 27-26. FH hafði yfir höndina bróðurpart leiksins og eftir æsispennandi lokamínútur náðu þeir að sigla þessu í höfn. Handbolti 20. október 2022 21:45
Lærisveinar Aðalsteins á toppinn í Sviss Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten Schaffhausen unnu öruggan sjö marka sigur er liðið heimsótti Suhr Aarau í svissnesku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 22-29. Handbolti 20. október 2022 19:45
Arnór og félagar tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum Arnór Þór Gunnarsson og félagar hans í Bergischer tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handbolta er liðið vann öruggan sex marka sigur gegn Göppingen í kvöld, 32-26. Handbolti 20. október 2022 18:35
Ómar og Gísli á leið í undanúrslit heimsmeistaramótsins Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar þeirra í þýska meistaraliðinu SC Magdeburg eru á leið í undanúrslit heimsmeistaramóts félagsliða í handbolta eftir góðan sex marka sigur gegn Al Khaleej frá Sádí-Arabíu í dag, 35-29. Handbolti 20. október 2022 17:35
Haukarnir hafa ekki fagnað sigri í Kaplakrika í sjötíu mánuði Hafnarfjarðarslagurinn milli FH og Hauka fer fram í Kaplakrika í kvöld en þessir leikir eru oftast miklir baráttuleikir sama hver staða liðanna er í deildinni. Handbolti 20. október 2022 15:01
Skildi ríginn þegar Hörður liðsstjóri mætti með kaffið Þó að „hatur“ sé sennilega fullsterkt orð þá er grunnt á því góða á milli FH og Hauka sem í kvöld berjast um montréttinn í Olís-deild karla í handbolta í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Handbolti 20. október 2022 13:32
Haukur Þrastar og félagar fyrstir inn í undanúrslitin Haukur Þrastarson og félagar í pólska liðinu KS Vive Handball Kielce urðu í dag fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum á heimsmeistarakeppni félagsliða í Sádí Arabíu. Handbolti 20. október 2022 12:00
Birgir Steinn brotinn og frá í nokkrar vikur Birgir Steinn Jónsson, leikmaður Gróttu, handarbrotnaði á æfingu liðsins á mánudaginn og verður frá keppni næstu vikurnar. Handbolti 20. október 2022 11:22
Seinni bylgjan: Amma Hanna sagði 99,9 prósent líkur á að hún myndi hætta en er enn að spila Engin í Olís-deild kvenna í handbolta kemst með tærnar þar sem Hanna G. Stefánsdóttir er með hælana þegar kemur að reynslu. Hún er nefnilega á sínu 27. tímabili í meistaraflokki. Handbolti 20. október 2022 11:01
23 íslensk mörk í þýsku bikarkeppninni Alls voru sjö íslenskir leikmenn sem léku í fjórum leikjum í 2. umferð þýsku bikarkeppninni í handbolta í kvöld. Handbolti 19. október 2022 21:30
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 26-31 Valur | Valur enn með fullt hús eftir sigur í Eyjum ÍBV tók á móti Val í fjórðu umferð Olís deild kvenna i handbolta í kvöld en leikurinn var færður vegna þátttöku beggja liða í Evrópukeppninni. Valskonur höfðu ekki tapað stigi í deildinni í vetur og áfram hélt sigurgangan með góðum sigri, 26-31. Handbolti 19. október 2022 19:30
Prófa sig áfram með þriggja dómara kerfi á HM félagsliða Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, er að prófa sig áfram með nýjungar í dómgæslu á heimsmeistaramóti félagsliða í Sádí-Arabíu. Handbolti 19. október 2022 14:01
Haukur og félagar í litlum vandræðum í eyðimörkinni Haukur Þrastarson og félagar í pólska liðinu Vive Kielce byrjuðu heimsmeistarakeppni félagsliða á laufléttum 21 marks sigri á Al Kuwait í dag. Handbolti 19. október 2022 11:00
Dæmdur í ellefu leikja bann fyrir brot í sænska handboltanum Einhver bið verður á því að sænski handboltamaðurinn Christoffer Brännberger spili aftur með liði sínu, Önnered. Hann hefur nefnilega verið dæmdur í ellefu leikja bann fyrir ljótt brot í leik gegn Malmö. Handbolti 19. október 2022 07:30
Umfjöllun: Hörður - Selfoss 32-35 | Selfoss hafði betur á Ísafirði Selfoss vann nauðsynlegan útisigur á Herði 32-35. Leikurinn var jafn framan af en undir lok síðari hálfleiks komst Selfoss fjórum mörkum yfir og var í bílstjórasætinu allan leikinn. Þrátt fyrir hetjulega baráttu Harðar vann Selfoss þriggja marka sigur. Handbolti 18. október 2022 21:13
Ísland á sex stórmót í handbolta á næsta ári Evrópska handknattleikssambandið tilkynnti í dag að Ísland yrði meðal þátttakenda í lokakeppni EM U19 og U17 landsliða kvenna næsta sumar. Þar með spila sex landslið Íslands á stórmóti í handbolta á næsta ári. Handbolti 18. október 2022 16:23
Íslensku liðin mæta Elche og Madeira Valskonur drógust gegn spænska liðinu Elche og Eyjakonur gegn portúgalska liðinu Madeira þegar dregið var í 32 liða úrslit Evrópubikarsins í handbolta í dag. Handbolti 18. október 2022 14:46
Einar Rafn bæði markahæstur og stoðsendingahæstur í deildinni KA-maðurinn Einar Rafn Eiðsson hefur farið mikinn það sem af er Olís deild karla í handbolta því hann er bæði markahæstur og stoðsendingahæstur í deildinni eftir fimm umferðir þegar er litið er á meðaltal í leik. Handbolti 18. október 2022 14:31
Öruggur sigur hjá Ómari Inga, Gísla og félögum Íslendingaliðið SC Magdeburg vann auðveldan átján marka sigur á ástralska félaginu Sydney University í fyrsta leik sínum í riðlakeppni heimsmeistarakeppni félagsliða sem hófst í dag í Sádí Arabíu. Sport 18. október 2022 12:38
Handkastið: Getum við ekki lengur treyst á að Aron verði með? Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður og fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, segir að þeir dagar að íslenska landsliðið geti treyst á að Aron Pálmarsson verði með því séu líklega liðnir. Handbolti 18. október 2022 10:00
Guðmundur Friðrik varð bráðkvaddur á Spáni Guðmundur Friðrik Sigurðsson, fyrrverandi formaður handknattleiksdeildar Hauka og fyrrverandi formaður golfklúbbsins Keilis, er látinn 76 ára. Guðmundur Friðrik varð bráðkvaddur í golfferð á Spáni í síðustu viku. Innlent 17. október 2022 16:31
Ómar Ingi er mættur aftur: Allt leit vel út Ómar Ingi Magnússon gat ekki spilað með íslenska landsliðinu í handbolta í leikjunum tveimur í undankeppni EM en hann dró sig út úr hópnum af persónulegum ástæðum. Handbolti 17. október 2022 13:30
Handkastið: „Mjög hissa á að Haukur væri ekki þarna“ Rætt var fjarveru Hauks Þrastarsonar, leikmanns Kielce, þegar farið var yfir síðustu tvo leiki íslenska handboltalandsliðsins í Handkastinu. Handbolti 17. október 2022 13:01
Umfjöllun og viðtal: ÍBV - Ionias 27-22 | ÍBV áfram í sextán liða úrslit í Evrópu ÍBV tók á móti Ionias frá Grikklandi í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópubikars kvenna í handbolta. Fyrri leikurinn endaði með eins marks sigri Ionias en ÍBV vann leik dagsins með fimm mörkum, 27-22, og eru því komnar áfram. Handbolti 16. október 2022 13:16
KA/Þór vann öruggan sigur á Selfossi KA/Þór vann fimm marka sigur á Selfossi í Olís-deild kvenna í handbolta í dag, 27-22. Leikið var á Akureyri en sigur heimakvenna virtist aldrei í hættu. Handbolti 15. október 2022 18:45
Umfjöllun: Eistland - Ísland 25-37 | Öruggur íslenskur sigur í Tallin Ísland vann stórsigur á Eistlandi, 25-37, þegar liðin áttust við í Tallin í undankeppni EM 2024 í dag. Íslendingar hafa unnið báða leiki sína í undankeppninni með samtals 27 mörkum. Handbolti 15. október 2022 18:00
Stefán: Áttræð móðir mín gerði lítið annað en að hrista hausinn Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var ánægður með sigurinn gegn Haukum í Olís-deild kvenna í dag en telur liðið þó geta gert mun betur. Handbolti 15. október 2022 16:50
Stjarnan áfram með fullt hús stiga eftir að rótbursta HK HK sá aldrei til sólar þegar liðið heimsótti Stjörnuna í Olís deild kvenna í handbolta í dag, lokatölur 41-26 Stjörnunni í vil. Handbolti 15. október 2022 16:36
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar 21-17 | Meistararnir stigu upp í lokin Íslandsmeistarar Fram höfðu betur gegn Haukum í Olís-deild kvenna í dag, 21-17, í viðureign þar sem markverðir liðanna fóru á kostum. Handbolti 15. október 2022 15:35
Umfjöllun og viðtöl: Ionias - ÍBV 21-20 | Grikkirnir unnu fyrri leik liðanna ÍBV mætti Ionias frá Grikklandi í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópubikars kvenna í handbolta. Hrun Eyjaliðsins í undir lok síðari hálfleiks varð til þess að Ionias vann eins marks seiglusigur, 21-20. Handbolti 15. október 2022 15:30