Strákarnir okkar þurfa að fella frændur sína eða treysta á mikla heppni Sindri Sverrisson skrifar 17. janúar 2023 10:32 Ólafur Guðmundsson, Janus Daði Smárason og Bjarki Már Elísson glaðbeittir eftir sigurinn örugga gegn Suður-Kóreu. Þeir þurfa væntanlega einnig að vinna næstu þrjá leiki til að komast í 8-liða úrslit. VÍSIR/VILHELM Á Ísland enn möguleika á að vinna til verðlauna á HM? Getur liðið komist í undanúrslit án þess að vinna Svía? Hvað þarf að gerast og hvað má alls ekki gerast? Það er kominn tími til að rýna í stöðuna fyrir leiki Íslands í milliriðli. Leikur Íslands við Evrópumeistara Svíþjóðar, á þeirra eigin heimavelli, næsta föstudagskvöld virðist fyrir fram vera leikurinn sem ræður því hvort að Ísland komist í 8-liða úrslit á HM í handbolta. Fleiri möguleikar eru þó vissulega í stöðunni. Strákarnir okkar færa sig nú frá Kristianstad yfir til Gautaborgar og spila þar við Grænhöfðaeyjar á morgun, Svíþjóð á föstudag og loks Brasilíu á sunnudag. Þessir þrír mótherjar voru saman í C-riðli og mæta Íslandi, Ungverjalandi og Portúgal úr D-riðli. Liðin taka með sér úrslit úr riðlakeppninni og eru frændur vorir Svíar einir með fullt hús stiga eftir að hafa unnið Brasilíu og Grænhöfðaeyjar með þægilegum hætti. Svona er staðan í milliriðli Íslands eftir að öll liðin hafa spilað tvo leiki. Portúgal er fyrir ofan Ísland vegna þess að innbyrðis úrslitin úr leikjum liðanna við Ungverjaland eru einnig talin með. Ef að Ísland og Portúgal væru tvö ein jöfn að stigum væri Ísland ofar, vegna sigursins í innbyrðis leik liðanna.Wikipedia Tvö af þessum sex liðum komast áfram í 8-liða úrslitin. Fyrir fram virðist Ísland í baráttu við Ungverjaland og Portúgal um að fylgja Svíþjóð upp úr riðlinum, en á móti kemur að Svíar þurfa að spila þrjá afar krefjandi leiki. Strákarnir okkar eru með örlögin í eigin höndum. Ef að þeir vinna leikina sína þrjá þá komast þeir í 8-liða úrslit. Svo einfalt er það. Ísland yrði þá með 8 stig og ekki gætu tvær þjóðir til viðbótar verið með þann stigafjölda nema með því að Portúgal og Ungverjaland ynnu sína þrjá leiki einnig, og þá færu Portúgal og Ísland upp úr riðlinum vegna innbyrðis úrslita liðanna þriggja. Hlutirnir verða fyrst flóknir þegar við veltum fyrir okkur hvort Ísland gæti mögulega haft efni á því að tapa einum af leikjunum þremur. Það er ólíklegt en ekki alveg útilokað. Sú staðreynd að Portúgal skyldi ná að vinna sjö marka sigur gegn Ungverjalandi í gær en ekki 1-6 marka sigur gerir þetta umtalsvert ólíklegra og Ísland þarf mikla lukku ef liðið vinnur ekki alla þrjá leikina. Ef að Ísland myndi til dæmis tapa fyrir Svíþjóð þyrfti liðið að sjálfsögðu að vinna hina tvo leikina sína, en líka treysta á fleiri hagstæð úrslit. Það gæti gengið upp ef að Svíar myndu einnig vinna Ungverjaland og Portúgal, og að Ungverjaland myndi misstíga sig gegn Brasilíu eða Grænhöfðaeyjum. Ísland gæti þá endað í 2.-3. sæti með 6 stig líkt og Portúgal, en færi áfram í undanúrslit vegna innbyrðis úrslita. Fleiri möguleikar eru í stöðunni en eitt er víst að ef að Ísland vinnur sína þrjá leiki þá kemst liðið í 8-liða úrslit, og þó að Evrópumeistarar Svía á heimavelli séu stór fyrirstaða þá er það svo sannarlega raunhæfur möguleiki. Komist Ísland í 8-liða úrslit mun liðið spila í Stokkhólmi 25. janúar, gegn liði úr milliriðli fjögur þar sem Danmörk, Egyptaland og Króatía eru líklegust til afreka. Sæti í 8-liða úrslitum gefur bæði möguleika á að komast enn lengra, eða í undanúrslit og spila þá um verðlaun, en einnig komast liðin í 2.-7. sæti í keppni um sæti á Ólympíuleikunum í París 2024, svo að til enn meira er að vinna. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira
Leikur Íslands við Evrópumeistara Svíþjóðar, á þeirra eigin heimavelli, næsta föstudagskvöld virðist fyrir fram vera leikurinn sem ræður því hvort að Ísland komist í 8-liða úrslit á HM í handbolta. Fleiri möguleikar eru þó vissulega í stöðunni. Strákarnir okkar færa sig nú frá Kristianstad yfir til Gautaborgar og spila þar við Grænhöfðaeyjar á morgun, Svíþjóð á föstudag og loks Brasilíu á sunnudag. Þessir þrír mótherjar voru saman í C-riðli og mæta Íslandi, Ungverjalandi og Portúgal úr D-riðli. Liðin taka með sér úrslit úr riðlakeppninni og eru frændur vorir Svíar einir með fullt hús stiga eftir að hafa unnið Brasilíu og Grænhöfðaeyjar með þægilegum hætti. Svona er staðan í milliriðli Íslands eftir að öll liðin hafa spilað tvo leiki. Portúgal er fyrir ofan Ísland vegna þess að innbyrðis úrslitin úr leikjum liðanna við Ungverjaland eru einnig talin með. Ef að Ísland og Portúgal væru tvö ein jöfn að stigum væri Ísland ofar, vegna sigursins í innbyrðis leik liðanna.Wikipedia Tvö af þessum sex liðum komast áfram í 8-liða úrslitin. Fyrir fram virðist Ísland í baráttu við Ungverjaland og Portúgal um að fylgja Svíþjóð upp úr riðlinum, en á móti kemur að Svíar þurfa að spila þrjá afar krefjandi leiki. Strákarnir okkar eru með örlögin í eigin höndum. Ef að þeir vinna leikina sína þrjá þá komast þeir í 8-liða úrslit. Svo einfalt er það. Ísland yrði þá með 8 stig og ekki gætu tvær þjóðir til viðbótar verið með þann stigafjölda nema með því að Portúgal og Ungverjaland ynnu sína þrjá leiki einnig, og þá færu Portúgal og Ísland upp úr riðlinum vegna innbyrðis úrslita liðanna þriggja. Hlutirnir verða fyrst flóknir þegar við veltum fyrir okkur hvort Ísland gæti mögulega haft efni á því að tapa einum af leikjunum þremur. Það er ólíklegt en ekki alveg útilokað. Sú staðreynd að Portúgal skyldi ná að vinna sjö marka sigur gegn Ungverjalandi í gær en ekki 1-6 marka sigur gerir þetta umtalsvert ólíklegra og Ísland þarf mikla lukku ef liðið vinnur ekki alla þrjá leikina. Ef að Ísland myndi til dæmis tapa fyrir Svíþjóð þyrfti liðið að sjálfsögðu að vinna hina tvo leikina sína, en líka treysta á fleiri hagstæð úrslit. Það gæti gengið upp ef að Svíar myndu einnig vinna Ungverjaland og Portúgal, og að Ungverjaland myndi misstíga sig gegn Brasilíu eða Grænhöfðaeyjum. Ísland gæti þá endað í 2.-3. sæti með 6 stig líkt og Portúgal, en færi áfram í undanúrslit vegna innbyrðis úrslita. Fleiri möguleikar eru í stöðunni en eitt er víst að ef að Ísland vinnur sína þrjá leiki þá kemst liðið í 8-liða úrslit, og þó að Evrópumeistarar Svía á heimavelli séu stór fyrirstaða þá er það svo sannarlega raunhæfur möguleiki. Komist Ísland í 8-liða úrslit mun liðið spila í Stokkhólmi 25. janúar, gegn liði úr milliriðli fjögur þar sem Danmörk, Egyptaland og Króatía eru líklegust til afreka. Sæti í 8-liða úrslitum gefur bæði möguleika á að komast enn lengra, eða í undanúrslit og spila þá um verðlaun, en einnig komast liðin í 2.-7. sæti í keppni um sæti á Ólympíuleikunum í París 2024, svo að til enn meira er að vinna.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira