„Þessi ofboðslegi stuðningur er á heimsmælikvarða“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. janúar 2023 19:00 Guðmundur gat leyft sér að brosa í kvöld. Vísir/Vilhelm „Hún var frábær, rosaleg fagmennska sem einkenndi liðið,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, eftir 13 marka sigur Íslands á Suður-Kóreu í lokaleik liðanna í D-riðli á HM í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland er komið áfram í milliriðil. Guðmundur var eðlilega sáttur með sigur kvöldsins og þá sérstaklega hvernig menn brugðust við eftir tapið gegn Ungverjalandi í síðasta leik. Einnig hrósaði hann stuðningsfólki Íslands sem hefur heldur betur sett svip sinn á leiki liðsins. „Þegar við töpuðum fyrir Ungverjum, það voru þung spor hér út af vellinum og eftir leik. Okkur er búið að líða mjög illa. En við erum búnir að taka marga fundi og fara yfir málin, ég verða að segja að þessi fagmennska sem liðið sýnir hér í kvöld var alveg stórkostleg.“ „Þetta lítur mjög einfalt út en það er það ekki. Í fyrsta lagi þarf að koma inn í leikinn og byrja hann á fullu, það var planið og það gerðum við. Síðan komumst við í ákveðið forskot sem var mikilvægt. Mikilvægt að fá inn nýja leikmenn og rúlla á liðinu, gerðum það mjög mikið. Það var alltaf planið í þessum leik.“ „Markvarslan var frábær og varnarleikurinn á köflum mjög góður. Sóknarlega var líka mjög gott, margt mjög jákvætt í þessum leik. Segi aftur að svona verkefni líti út fyrir að vera einfalt eftir leikinn en við erum búnir að virkilega fara vel yfir mótherja okkar og tókum þetta eins og sannir Íslendingar, við gerðum þetta mjög vel.“ Það fór ekkert á milli mála hvort liðið þessir ungu herramenn studdu í kvöld.Vísir/Vilhelm „Ég verð að segja eitt. Ég er búinn að vera lengi í þessu og þetta hjarta og þessi sál sem við upplifum í stúkunni, þessi ofboðslegi stuðningur er á heimsmælikvarða. Hann snertir við manni og snertir við leikmönnunum. Það er þessi þjóðarsál sem sameinast um þetta landslið sem gerir þetta svo ofboðslega dýrmætt fyrir okkur. Við erum svo þakklátir fyrir þetta, þakklátir fyrir allt þetta fólk sem hefur komið frá Íslandi til að styðja ótrúlega vel við bakið á okkur. Erfitt að lýsa þessu með orðum, söngurinn eftir leikinn og allt þetta. Þetta er svo ofboðslega einlægur stuðningur sem við erum mjög þakklátir fyrir.“ „Við vitum það [að liðið fer nú til Gautaborgar]. Erum kannski að vissu leyti að sjá hvernig úrslitin verða. Síðan tekur við mjög spennandi verkefni og allt er mögulegt. Sjáum bara í hvaða röð það kemur, leikirnir þar,“ sagði Guðmundur að lokum aðspurður um framhaldið sem erfitt er að lesa í þar sem Portúgal og Ungverjaland eiga eftir að spila síðasta leik D-riðils. Klippa: Guðmundur Guðmundsson eftir sigurinn á S-Kóreu: Þessi ofboðslegi stuðningur er á heimsmælikvarða Handbolti HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á móti Kóreu: Viktor Gísli bestur en margir góðir Íslenska handboltalandsliðið vann frábæran þrettán marka sigur á Suður-Kóreu, 38-25, í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppninni á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og Póllandi. 16. janúar 2023 19:26 Tveir menn stálu senunni á Twitter: Viktor Gísli er eins og Vegagerðin í desember, lokar öllu Ísland vann einkar öruggan 13 marka sigur á Suður-Kóreu í lokaleik liðanna í D-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta. Segja má að þeir Óðinn Þór Ríkharðsson og Viktor Gísli Hallgrímsson hafi stolið senunni, bæði innan vallar sem utan. 16. janúar 2023 19:21 Topparnir í tölfræðinni á móti Kóreu: Óðinn greip gæsina og Viktor lokaði markinu Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sannfærandi þrettán marka sigur á Suður-Kóreu, 38-25, í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppninni á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 16. janúar 2023 18:51 „Viðurkenni að þetta var rosa gaman“ „Það var bara skemmtileg upplifun. Frábær stemning, góður leikur og bara mjög gaman,“ sagði Ólafur Andrés Guðmundsson eftir þrettán marka sigur Íslands á Suður-Kóreu en Ólafur lék lengi vel með Kristianstad í Svíþjóð þar sem Ísland hefur leikið alla sína þrjá leiki til þessa. 16. janúar 2023 18:45 „Maður fær bara gæsahúð“ „Ég var bara mjög ánægður með leikinn og það var gaman að fá að spila,“ segir Óðinn Þór Ríkharðsson eftir frábæran þrettán marka sigur Íslands og Suður-Kóreu á HM í Kristianstad í kvöld. Liðið vann 38-25. 16. janúar 2023 18:55 „Þessi ofboðslegi stuðningur er á heimsmælikvarða“ „Hún var frábær, rosaleg fagmennska sem einkenndi liðið,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, eftir 13 marka sigur Íslands á Suður-Kóreu í lokaleik liðanna í D-riðli á HM í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland er komið áfram í milliriðil. 16. janúar 2023 19:00 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Guðmundur var eðlilega sáttur með sigur kvöldsins og þá sérstaklega hvernig menn brugðust við eftir tapið gegn Ungverjalandi í síðasta leik. Einnig hrósaði hann stuðningsfólki Íslands sem hefur heldur betur sett svip sinn á leiki liðsins. „Þegar við töpuðum fyrir Ungverjum, það voru þung spor hér út af vellinum og eftir leik. Okkur er búið að líða mjög illa. En við erum búnir að taka marga fundi og fara yfir málin, ég verða að segja að þessi fagmennska sem liðið sýnir hér í kvöld var alveg stórkostleg.“ „Þetta lítur mjög einfalt út en það er það ekki. Í fyrsta lagi þarf að koma inn í leikinn og byrja hann á fullu, það var planið og það gerðum við. Síðan komumst við í ákveðið forskot sem var mikilvægt. Mikilvægt að fá inn nýja leikmenn og rúlla á liðinu, gerðum það mjög mikið. Það var alltaf planið í þessum leik.“ „Markvarslan var frábær og varnarleikurinn á köflum mjög góður. Sóknarlega var líka mjög gott, margt mjög jákvætt í þessum leik. Segi aftur að svona verkefni líti út fyrir að vera einfalt eftir leikinn en við erum búnir að virkilega fara vel yfir mótherja okkar og tókum þetta eins og sannir Íslendingar, við gerðum þetta mjög vel.“ Það fór ekkert á milli mála hvort liðið þessir ungu herramenn studdu í kvöld.Vísir/Vilhelm „Ég verð að segja eitt. Ég er búinn að vera lengi í þessu og þetta hjarta og þessi sál sem við upplifum í stúkunni, þessi ofboðslegi stuðningur er á heimsmælikvarða. Hann snertir við manni og snertir við leikmönnunum. Það er þessi þjóðarsál sem sameinast um þetta landslið sem gerir þetta svo ofboðslega dýrmætt fyrir okkur. Við erum svo þakklátir fyrir þetta, þakklátir fyrir allt þetta fólk sem hefur komið frá Íslandi til að styðja ótrúlega vel við bakið á okkur. Erfitt að lýsa þessu með orðum, söngurinn eftir leikinn og allt þetta. Þetta er svo ofboðslega einlægur stuðningur sem við erum mjög þakklátir fyrir.“ „Við vitum það [að liðið fer nú til Gautaborgar]. Erum kannski að vissu leyti að sjá hvernig úrslitin verða. Síðan tekur við mjög spennandi verkefni og allt er mögulegt. Sjáum bara í hvaða röð það kemur, leikirnir þar,“ sagði Guðmundur að lokum aðspurður um framhaldið sem erfitt er að lesa í þar sem Portúgal og Ungverjaland eiga eftir að spila síðasta leik D-riðils. Klippa: Guðmundur Guðmundsson eftir sigurinn á S-Kóreu: Þessi ofboðslegi stuðningur er á heimsmælikvarða
Handbolti HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á móti Kóreu: Viktor Gísli bestur en margir góðir Íslenska handboltalandsliðið vann frábæran þrettán marka sigur á Suður-Kóreu, 38-25, í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppninni á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og Póllandi. 16. janúar 2023 19:26 Tveir menn stálu senunni á Twitter: Viktor Gísli er eins og Vegagerðin í desember, lokar öllu Ísland vann einkar öruggan 13 marka sigur á Suður-Kóreu í lokaleik liðanna í D-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta. Segja má að þeir Óðinn Þór Ríkharðsson og Viktor Gísli Hallgrímsson hafi stolið senunni, bæði innan vallar sem utan. 16. janúar 2023 19:21 Topparnir í tölfræðinni á móti Kóreu: Óðinn greip gæsina og Viktor lokaði markinu Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sannfærandi þrettán marka sigur á Suður-Kóreu, 38-25, í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppninni á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 16. janúar 2023 18:51 „Viðurkenni að þetta var rosa gaman“ „Það var bara skemmtileg upplifun. Frábær stemning, góður leikur og bara mjög gaman,“ sagði Ólafur Andrés Guðmundsson eftir þrettán marka sigur Íslands á Suður-Kóreu en Ólafur lék lengi vel með Kristianstad í Svíþjóð þar sem Ísland hefur leikið alla sína þrjá leiki til þessa. 16. janúar 2023 18:45 „Maður fær bara gæsahúð“ „Ég var bara mjög ánægður með leikinn og það var gaman að fá að spila,“ segir Óðinn Þór Ríkharðsson eftir frábæran þrettán marka sigur Íslands og Suður-Kóreu á HM í Kristianstad í kvöld. Liðið vann 38-25. 16. janúar 2023 18:55 „Þessi ofboðslegi stuðningur er á heimsmælikvarða“ „Hún var frábær, rosaleg fagmennska sem einkenndi liðið,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, eftir 13 marka sigur Íslands á Suður-Kóreu í lokaleik liðanna í D-riðli á HM í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland er komið áfram í milliriðil. 16. janúar 2023 19:00 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Einkunnir strákanna okkar á móti Kóreu: Viktor Gísli bestur en margir góðir Íslenska handboltalandsliðið vann frábæran þrettán marka sigur á Suður-Kóreu, 38-25, í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppninni á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og Póllandi. 16. janúar 2023 19:26
Tveir menn stálu senunni á Twitter: Viktor Gísli er eins og Vegagerðin í desember, lokar öllu Ísland vann einkar öruggan 13 marka sigur á Suður-Kóreu í lokaleik liðanna í D-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta. Segja má að þeir Óðinn Þór Ríkharðsson og Viktor Gísli Hallgrímsson hafi stolið senunni, bæði innan vallar sem utan. 16. janúar 2023 19:21
Topparnir í tölfræðinni á móti Kóreu: Óðinn greip gæsina og Viktor lokaði markinu Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sannfærandi þrettán marka sigur á Suður-Kóreu, 38-25, í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppninni á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 16. janúar 2023 18:51
„Viðurkenni að þetta var rosa gaman“ „Það var bara skemmtileg upplifun. Frábær stemning, góður leikur og bara mjög gaman,“ sagði Ólafur Andrés Guðmundsson eftir þrettán marka sigur Íslands á Suður-Kóreu en Ólafur lék lengi vel með Kristianstad í Svíþjóð þar sem Ísland hefur leikið alla sína þrjá leiki til þessa. 16. janúar 2023 18:45
„Maður fær bara gæsahúð“ „Ég var bara mjög ánægður með leikinn og það var gaman að fá að spila,“ segir Óðinn Þór Ríkharðsson eftir frábæran þrettán marka sigur Íslands og Suður-Kóreu á HM í Kristianstad í kvöld. Liðið vann 38-25. 16. janúar 2023 18:55
„Þessi ofboðslegi stuðningur er á heimsmælikvarða“ „Hún var frábær, rosaleg fagmennska sem einkenndi liðið,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, eftir 13 marka sigur Íslands á Suður-Kóreu í lokaleik liðanna í D-riðli á HM í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland er komið áfram í milliriðil. 16. janúar 2023 19:00
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða