Tiger rekur kylfusveininn sinn Eftir 12 ára samstarf er komið að leiðarlokum. Tiger Woods er búinn að reka kylfusveininn sinn, Steve Williams. Aftur nýtt upphaf hjá Tiger í þeirri von sinni að komast aftur á skrið. Golf 21. júlí 2011 10:15
Darren Clarke djammaði í alla nótt Norður-Írinn Darren Clarke, sigurvegari á Opna breska meistaramótinu í golfi, var þreytulegur að sjá þegar hann mætti á blaðamannafund í Sandwich í morgun. Ástæðan var ekki sú að Clarke var andvaka eftir sigurinn heldur stóðu fagnaðarlætin fram á morgun. Golf 18. júlí 2011 23:00
Birgir Leifur mætir ekki í titilvörnina á Íslandsmótinu Birgir Leifur Hafþórsson mun ekki mæta í titilvörnina á Íslandsmótinu í höggleik sem hefsta á fimmtudaginn á Hólmsvelli í Leiru. Birgir Leifur fékk boð um að taka þátt á áskorendamóti sem fram fer á Englandi á sama tíma og valdi hann að þiggja það boð og tilkynnti hann mótsstjórn um ákvörðun sína í dag. Golf 18. júlí 2011 22:18
Tiger Woods gaf Darren Clarke góð ráð fyrir lokadaginn Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods og Darren Clarke eru miklir vinir og Woods gaf Norður-Íranum góð ráð fyrir lokahringinn á Opna breska meistaramótinu. Clarke landaði sínum fyrsta sigri á stórmóti í dag en hann vildi ekki tjá sig um hvaða ráð Woods hefði gefið Clarke. Golf 17. júlí 2011 20:12
Darren Clarke sigraði á Opna breska Darren Clarke sigraði á Opna breska meistaramótinu í golfi sem lauk á Royal St. Georges vellinu á Englandi í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 42 ára gamli Norður-Íri sigrar á stórmóti. Clarke lék samtals á 5 höggum undir pari og var hann þremur höggum betri en Bandaríkjamennirnir Dustin Johnson og Phil Mickelson. Clarke lék á pari vallar eða 70 höggum í dag. Golf 17. júlí 2011 17:08
Clarke með eins höggs forystu á Opna breska fyrir lokahringinn Darren Clarke hefur eins höggs forystu á Dustin Johnson fyrir loka hringinn á Opna Breska meistaramótinu í golfi en mótið fer fram á Royal St George's vellinum á Englandi. Golf 16. júlí 2011 22:10
Clarke og Glover efstir á opna breska Norður-Írinn Darren Clarke og Bandaríkjamaðurinn Lucas Glover eru efstir á opna breska eftir annan dag mótsins. Golf 16. júlí 2011 07:00
Tiger að verða blankur? Það er mikil umræða um það í dag hvort fjárhagsstaða Tiger Woods sé slæm og menn velta því jafnvel upp hvort hann sé að verða blankur. Golf 15. júlí 2011 19:45
Tom Watson fór holu í höggi Gamli refurinn Tom Watson fór holu í höggi á Opna breska meistaramótinu í golfi á Royal St. George's vellinum í morgun. Draumahöggið átti Watson á sjöttu holu vallarins sem er 163 metra löng par þrjú hola. Golf 15. júlí 2011 11:30
Tvítugur áhugamaður jafnaði við Bjorn Hinn tvitugi, enski áhugamaður, Tom Lewis, gerði sér lítið fyrir og jafnaði árangur Danans Thomas Bjorn á opna breska meistaramótinu í golfi í dag. Golf 14. júlí 2011 18:25
Björn á slæmar minningar frá Sandwich Daninn Thomas Björn er efstur þegar líður að lokum fyrsta dags á Opna breska meistaramótinu í golfi. Björn spilaði á fimm höggum undir pari í dag. Björn hefur aldrei unnið stórmót en komst næst því á Royal St. George's vellinum fyrir átta árum. Sama velli og mótið fer fram í ár. Golf 14. júlí 2011 16:00
Björn fer á kostum - róleg byrjun hjá McIlroy Daninn Thomas Björn hefur farið á kostum á fyrsta hringnum á Opna breska meistaramótinu í golfi á Royal St. George's vellinum í Sandwich á Englandi. Björn fékk sjö fugla á fyrsta hring mótsins sem hófst í dag. Golf 14. júlí 2011 11:30
Allra augu eru á Rory McIlroy Opna breska meistaramótið hefst í dag á Royal St. George-vellinum. Það er óhætt að segja að allra augu verða á hinum 22 ára gamla Norður-Íra, Rory McIlroy. Hann gerði sér lítið fyrir og vann opna bandaríska mótið á dögunum og er undir mikilli pressu fyrir mótið. Golf 14. júlí 2011 07:00
Tólf ára strákur fór hölu í höggi í Eyjum Daníel Ingi Sigurjónsson fór holu í höggi á golfvellinum í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Daníel sem er aðeins tólf ára gamall náði draumahögginu á 12. braut vallarins, par 3 holu. Á fréttasíðunni Eyjafrettir.is kemur fram að Daníel Ingi sé líklega yngsti kylfingurinn til þess að fara holu í höggi í Eyjum. Golf 12. júlí 2011 17:45
Rory McIlroy verður með Els og Fowler í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana Opna breska meistaramótið í golfi hefst á fimmtudaginn á Royal St. George‘s vellinum og er þetta í 140. sinn sem mótið fer fram. Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku hefur titil að verja en hann sigraði með nokkrum yfirburðum í fyrra á St. Andrews. Að venju verða margir spennandi ráshópar fyrstu tvo keppnisdagana og Norður-Írinn Rory McIlroy vekur mesta athygli allra keppenda. Golf 12. júlí 2011 10:00
Golfskóli Birgis Leifs: Einföld æfing til að bæta miðið Í þessum kennsluþætti úr Golfskóla Birgis Leifs fer atvinnukylfingurinn yfir einfalda æfingu til þess að bæta miðið hjá kylfingum. Birgir Leifur bendir á nokkrar algengar villur sem eru ríkjandi hjá mörgum kylfingum og lausnin er frekar einföld eins og sjá má í myndbrotinu. Kennsluefnið er úr þáttunum Golfskóli Birgis Leifs sem sýndir eru á Stöð 2 sport. Golf 11. júlí 2011 14:30
Golfskóli Birgis Leifs: Hvernig á að miða í pútti? Það er mikið um að vera á golfvöllum landsins þar sem að meistaramótin eru í þann mund að hefjast hjá mörgum kylfingum. Góð ráð frá margföldum Íslandsmeistara í golfi gætu komið sér vel fyrir flesta kylfinga og í þessum kennsluþætti fer Birgir Leifur Hafþórsson yfir það hvernig best er að miða í púttum á flöt. Atriðið er úr þáttunum Golfskóli Birgis Leifs, sem sýndir eru á Stöð 2 sport. Golf 11. júlí 2011 12:30
Stricker tryggði sér sigur með mögnuðu pútti Bandaríski kylfingurinn Steve Stricker sýndi snilldartakta á lokaholunnu á John Deere meistaramótinu á PGA mótaröðinni í gær þar sem hann tryggði sér sigur með mögnuðu pútti fyrir fugli. Þetta er þriðja árið í röð sem Stricker vinnur þetta mót en hann lék samtals á 22 höggum undir pari og er þetta 11. sigur hans á PGA mótaröðinni. Stricker fékk fugl á 17., og 18. braut og var hann einu höggi betri en Kyle Stanley sem var ansi nálægt því að fá fugl á lokaholunni. Golf 11. júlí 2011 10:00
Fyrsta par 6 hola landsins í bígerð Svo gæti farið að fyrsta par 6 hola á landinu verði á Víkurvelli sem staðsettur er í Vík í Mýrdal. Í dag er völlurinn níu holur, en gert er ráð fyrir 18 holu golfvelli í nýju aðalskipulagi Mýrdalshrepps samkvæmt heimasíðunni, www.vik.is/golf. Golf 11. júlí 2011 07:30
Donald tryggði sér 100 milljónir kr. með öruggum sigri í Skotlandi Luke Donald sigraði með nokkrum yfirburðum á opna skoska meistaramótinu í golfi á Evrópumótaröðinni sem lauk í dag. Enski kylfingurinn hefur nú sigrað á þremur atvinnumótum á þessu ári en hann er í efsta sæti heimslistans og til alls líklegur á opna breska meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn. Donald lék samtals á -19 en hann lék lokahringinn á 63 höggum, eða -9, og gerði engin mistök. Golf 10. júlí 2011 23:30
Nicklaus: McIlroy á langt í land í að verða sá besti Sigursælasti kylfingur allra tíma, Jack Nicklaus, telur að Rory McIlroy þurfi að halda vel á spöðunum til þess að eiga möguleika á því að sigra Opna Breska Meistaramótið í golfi sem hefst í næstu viku. Golf 10. júlí 2011 20:30
Golflandsliðin töpuðu bæði gegn Ítalíu Íslensku landsliðin í golfi töpuðu viðureignum sínum á EM áhugamanna í golfi í gær. Íslenska kvennalandsliðið sem spilar í Austurríki beið lægri hlut gegn Ítalíu, 2:3. Signý Arnórsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir unnu sína leiki í tvímenningi. Golf 9. júlí 2011 07:00
EM í golfi: Ísland þarf að vinna Ítalíu Íslenska karlalandsliðið í golfi þarf að vinna Ítalíu í dag til þess að halda keppnisrétti sínum á næsta Evrópumeistaramóti áhugamanna. Ísland tapaði í gær, 4-1, gegn Norðmönnum í B-riðli keppninnar en í þeim riðli leika þjóðirnar sem enduðu í 9.-16. sæti eftir höggleikinn á mótinu sem fram fer í Portúgal. Golf 8. júlí 2011 06:00
Læknir Tiger Woods játar sök í lyfjahneykslismáli Kanadíski læknirnir Anthony Galea hefur játað að hafa smyglað ólöglegum lyfjum til Bandaríkjanna. Galea sem starfar í Toronto í Kanada hefur haft íþróttamenn á borð við Tiger Woods og hafnarboltastjörnuna Alex Rodriguez á sínum snærum. Golf 7. júlí 2011 13:00
Guðmundur og Ólafur í 4. sæti á EM - Ísland mætir Noregi í dag Íslenska karlalandsliðið í golfi mætir Norðmönnum í dag í fyrstu umferð í B-riðli á Evrópumeistaramóti áhugakylfinga sem fram fer í Portúgal. Íslendingar enduðu í 10. sæti eftir höggleikinn sem fram fór fyrstu tvo keppnisdagana. Samtals lék íslenska liðið á 2 höggum undir pari en Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR fór á kostum í gær þegar hann lék á 5 höggum undir pari eða 67 höggum. Guðmundur og Ólafur Björn Loftsson deildu fjórða sætinu í einstaklingskeppninni á samtals -6 höggum undir pari. Golf 7. júlí 2011 09:45
Íslenska kvennaliðið í B-riðil Íslenska kvennalandsliðið í golfi hafnaði í 14. sæti á Evrópumóti landsliða en mótið fer fram í Austurríki. Liðið fer því í B-riðil. Golf 6. júlí 2011 19:47
Golfskóli Birgis Leifs: Sláðu boltann úr torfufari Kylfingar lenda oft í því að fá ekki góða legu á boltann þrátt fyrir að vera á braut. Birgir Leifur Hafþórsson sýnir í þessum kafla m.a. aðferð til þess að slá boltann úr torfufari. Golf 5. júlí 2011 20:30
Ólafur Björn lék frábært golf á EM - Ísland í góðri stöðu Ólafur Björn Loftsson lék frábært golf á fyrsta keppnisdegi Evrópumeistaramóts áhugamanna sem fram fer í Portúgal. Ólafur lék á 66 höggum eða 6 höggum undir pari og er hann í þriðja sæti í einstaklingskeppninni. Íslenska landsliðið er í 9. sæti af alls 20 þjóðum sem taka þátt á 4 höggum undir pari samtals. Golf 5. júlí 2011 18:56
Konurnar byrjuðu illa á EM í Austurríki Íslenska kvennalandsliðið í golf lék ekki vel á fyrsta keppnisdeginum á Evrópumeistaramóti áhugakylfinga sem fram fer í Austurríki. Fimm bestu skorin af alls sex gilda í höggleiknum fyrstu tvo keppnisdagana og er Ísland í 17. sæti af allls 20 liðum. Samtals er Ísland á +17 höggum yfir pari en Danir eru í sérflokki í efsta sæti á -15. Golf 5. júlí 2011 18:30
Tiger Woods verður ekki með á opna breska Tiger Woods hefur ákveðið að taka ekki þátt á opna breska meistaramótinu í golfi sem fram fer á Royal St. George's vellinum í næstu viku. Bandaríski kylfingurinn hefur ekkert keppt að undanförnu vegna meiðsla og í dag gaf hann það út að hann yrði ekki með á stórmótinu. Golf 5. júlí 2011 17:30