Tiger Woods ræður æskuvin sinn sem kylfusvein til bráðabirgða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. ágúst 2011 23:30 Félagararnir Bryon Bell og Tiger Woods. Nordic Photos/AFP Tiger Woods mætir til leiks á WGC-Bridgestone mótið í golfi á fimmtudaginn eftir tæplega þriggja mánaða fjarveru frá golfvellinum. Woods, sem nýverið rak kylfusvein sinn Steve Williams, hefur fengið æskuvin sinn til þess að bera golfpokann á mótinu. Æskuvinurinn heitir Bryon Bell og hefur áður aðstoðað Woods á golfvellinum. Woods hefur glímt við meiðsli á hásin og hné en segist tilbúinn í slaginn í Ohio. Þessi fyrrum fremsti golfari heims hefur ekki unnið sigur á golfmóti síðan í nóvember 2009. Brottvikning nýsjálenska kylfusveinsins Williams vekur þó ekki síður athygli en endurkoma Woods á golfvöllinn. „Mér fannst kominn tími á breytingu. Hann er frábær náungi og hjálpaði mér mikið á ferli mínum. En ég held að ég hafi líka hjálpað honum," sagði Woods um Williams. Williams, sem hefur um árabil verið tekjuhæsti „íþróttamaður" Nýja-Sjálands, var allt annað en sáttur við brottvikninguna. Hann sagðist meðal annars hafa sóað tveimur árum hjá Woods meðan sá síðarnefndi tók sér hlé frá golfíþróttinni vegna vandamála utan vallar. „Honum finnst það og þannig líður honum. Mér fannst kominn tími á breytingu. Við Stevie áttum frábæra tíma. Stevie er stórkostlegur kylfusveinn," sagði Woods. Um nýja kylfusveininn sagði Woods að þeir Bell hefðu þekkst lengi og liði vel saman á vellinum. Ráðning hans væri þó aðeins tímabundin. Golf Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods mætir til leiks á WGC-Bridgestone mótið í golfi á fimmtudaginn eftir tæplega þriggja mánaða fjarveru frá golfvellinum. Woods, sem nýverið rak kylfusvein sinn Steve Williams, hefur fengið æskuvin sinn til þess að bera golfpokann á mótinu. Æskuvinurinn heitir Bryon Bell og hefur áður aðstoðað Woods á golfvellinum. Woods hefur glímt við meiðsli á hásin og hné en segist tilbúinn í slaginn í Ohio. Þessi fyrrum fremsti golfari heims hefur ekki unnið sigur á golfmóti síðan í nóvember 2009. Brottvikning nýsjálenska kylfusveinsins Williams vekur þó ekki síður athygli en endurkoma Woods á golfvöllinn. „Mér fannst kominn tími á breytingu. Hann er frábær náungi og hjálpaði mér mikið á ferli mínum. En ég held að ég hafi líka hjálpað honum," sagði Woods um Williams. Williams, sem hefur um árabil verið tekjuhæsti „íþróttamaður" Nýja-Sjálands, var allt annað en sáttur við brottvikninguna. Hann sagðist meðal annars hafa sóað tveimur árum hjá Woods meðan sá síðarnefndi tók sér hlé frá golfíþróttinni vegna vandamála utan vallar. „Honum finnst það og þannig líður honum. Mér fannst kominn tími á breytingu. Við Stevie áttum frábæra tíma. Stevie er stórkostlegur kylfusveinn," sagði Woods. Um nýja kylfusveininn sagði Woods að þeir Bell hefðu þekkst lengi og liði vel saman á vellinum. Ráðning hans væri þó aðeins tímabundin.
Golf Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira