McIlroy flytur til Bandaríkjanna - þreyttur á ágengum aðdáendum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. ágúst 2011 09:00 Landar McIlroy vilja eflaust að hann greiði skatt í heimalandinu enda líklegur til þess að þéna vel á næstu árum. Nordic Photos/AFP Norður-Írinn Rory McIlroy sér sig knúinn til þess að flytja til Bandaríkjanna. Hann segir ágenga norður-írska aðdáendur ástæðuna fyrir því að hann geti ekki lengur búið í heimalandinu. McIlroy, sem sigraði á bandaríska meistaramótinu í golfi í júní, segir líf sitt hafa breyst í kjölfarið á sigrinum. „Ég hef þurft að hafa öryggisverði umhverfis húsið mitt allar nætur síðan ég vann opna bandaríska," sagði McIlroy í viðtali við bandaríska sjónvarpsstöð. „Þetta er eitthvað sem ég hef neyðst til þess að gera. Fólk hefur ekið upp innkeyrsluna að húsinu sem er ekki fallega gert. Þetta er erfitt en því miður er heimurinn sem við búum í svona. Ef þú ert í þeirri aðstöðu sem við erum í ertu almenningseign," segir McIlroy. McIlroy hefur verið mikið í fréttum í sumar. Hann hætti með æskuástinni sinni Holly Sweeney nýverið og hefur verið orðaður við dönsku tennisstjörnuna Caroline Wozniacki. Þá hefur hann verið afar virkur á samskiptasíðunni Twitter. „Lífið er erfiðara en það var fyrir þremur mánuðum. Stundum spyrðu sjálfan þig; hvað er að gerast, hvað gengur á? En þetta er það sem ég vildi gera. Þegar þú ert ungur og þig dreymir um að verða atvinnumaður í golfi og vinna stórmót þá hugsarðu bara um að spila fyrir framan fullt af fólki, á stórkostlegum völlum og vinna titla. Þú pælir aldrei í hinni hliðinni og það er sá hluti af þessu sem tekur tíma að venjast. Það er eitthvað sem þú reiknar ekki með," segir McIlRoy. Allt útlit er fyrir að Norður-Írinn bætist í hóp þekktra golfara í West Palm í Flórída-ríki í Bandaríkjunum. Ian Pouler, Ernie Els og Graeme McDowell eiga allir eignir á svæðinu. „Það er fallegt þar (West Palm) og ég æfi töluvert í Bear's klúbbnum þegar ég er vestanhafs þannig að það væri gott að hafa þá aðsöðu. Það væri gott að hafa samastað fyrir dótið sitt þessa þrjá til fjóra mánuði sem maður dvelur þarna. Ég er ekki að leita að neinu öðru en íbúð," segir McIlroy. Golf Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Norður-Írinn Rory McIlroy sér sig knúinn til þess að flytja til Bandaríkjanna. Hann segir ágenga norður-írska aðdáendur ástæðuna fyrir því að hann geti ekki lengur búið í heimalandinu. McIlroy, sem sigraði á bandaríska meistaramótinu í golfi í júní, segir líf sitt hafa breyst í kjölfarið á sigrinum. „Ég hef þurft að hafa öryggisverði umhverfis húsið mitt allar nætur síðan ég vann opna bandaríska," sagði McIlroy í viðtali við bandaríska sjónvarpsstöð. „Þetta er eitthvað sem ég hef neyðst til þess að gera. Fólk hefur ekið upp innkeyrsluna að húsinu sem er ekki fallega gert. Þetta er erfitt en því miður er heimurinn sem við búum í svona. Ef þú ert í þeirri aðstöðu sem við erum í ertu almenningseign," segir McIlroy. McIlroy hefur verið mikið í fréttum í sumar. Hann hætti með æskuástinni sinni Holly Sweeney nýverið og hefur verið orðaður við dönsku tennisstjörnuna Caroline Wozniacki. Þá hefur hann verið afar virkur á samskiptasíðunni Twitter. „Lífið er erfiðara en það var fyrir þremur mánuðum. Stundum spyrðu sjálfan þig; hvað er að gerast, hvað gengur á? En þetta er það sem ég vildi gera. Þegar þú ert ungur og þig dreymir um að verða atvinnumaður í golfi og vinna stórmót þá hugsarðu bara um að spila fyrir framan fullt af fólki, á stórkostlegum völlum og vinna titla. Þú pælir aldrei í hinni hliðinni og það er sá hluti af þessu sem tekur tíma að venjast. Það er eitthvað sem þú reiknar ekki með," segir McIlRoy. Allt útlit er fyrir að Norður-Írinn bætist í hóp þekktra golfara í West Palm í Flórída-ríki í Bandaríkjunum. Ian Pouler, Ernie Els og Graeme McDowell eiga allir eignir á svæðinu. „Það er fallegt þar (West Palm) og ég æfi töluvert í Bear's klúbbnum þegar ég er vestanhafs þannig að það væri gott að hafa þá aðsöðu. Það væri gott að hafa samastað fyrir dótið sitt þessa þrjá til fjóra mánuði sem maður dvelur þarna. Ég er ekki að leita að neinu öðru en íbúð," segir McIlroy.
Golf Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira