Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Endurmeta stöðuna á tveggja vikna fresti

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnarlæknis sem fjallað var um á fundi ríkisstjórnar í dag um breytingu á reglum við komur ferðamanna til Íslands. Forsætisráðherra segir að staðan verði endurmetin á tveggja vikna fresti.

Innlent
Fréttamynd

Skimun á landamærunum lágmarkar áhættu en eyðir henni ekki

Sóttvarnalæknir mælir með því að stefnt verði að því að hefja skimun ferðamanna fyrir kórónuveiru á Keflavíkurflugvelli sem fyrst til að reynsla fáist af henni á meðan ferðamannastraumur er enn ekki mikill. Í minnisblaði til heilbrigðisráðherra segir sóttvarnalæknir skimunina draga úr áhættu á að smitaðir ferðamenn komi til landsins en komi ekki algerlega í veg fyrir það.

Innlent
Fréttamynd

Sótt­varna­læknir mun bera megin­á­byrgð á skimunum

Nú er ljóst að komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Annars þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví.

Innlent
Fréttamynd

Samningsstaða Icelandair gagnvart Boeing styrkist

Kyrrsetning Boeing Max flugvélanna setti áætlanir Icelandair úr skorðum en félagið á enn eftir að fá tíu af sextán flugvélum sem það pantaði afhentar. Forstjórinn segir samningsstöðu Icelandair gagnvar Boeing styrkjast eftir því sem það dragist að koma flugvélunum í umferð.

Innlent