Þingheimur þurfi „svör við mörgum spurningum“ varðandi ríkisábyrgð Icelandair Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. ágúst 2020 19:23 Oddný Harðardóttir er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Stöð 2 Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur að þingheimur þurfi að fá „svör við mörgum spurningum“ áður en hægt verði að samþykkja það að íslenska ríkið ábyrgist lánalínu til Icelandair. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna, nefndarmenn fjárlaganefndar þingsins og fjármálaráðherra héldu síðdegis á fund til að ræða um efni frumvarps til fjáraukalaga, sem er heimild til handa ráðherra til að veita Icelandair Group sjálfskuldarábyrgð frá ríkissjóði á lánalínum vegna þess mikla tekjufalls sem fyrirtækið hefur orðið fyrir vegna heimsfaraldursins. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, hitti meðal annars fjárlaganefnd á fundinum, þar sem hann fór yfir stöðina frá sjónarhóli flugfélagsins. Alþingi þarf að samþykkja ríkisábyrgðina en það kemur saman á morgun á svokölluðum þingsstubbi, þar sem meðal annars þarf að taka afstöðu til ríkisábyrgðar á lánalínu ti Icelandair. Oddný sat fundinn í dag og ræddi stöðina í Reykjavík síðdegis í dag, en þar sagði hún að skynsamlegt væri af hálfu stjórnvalda að skoða stöðu Icelandair, þó að mörgum spurningum væri ósvarað af hálfu ríkistjórnarinnar vegna málsins. „Félagið er umfangsmikið í hagkerfinu. Það eru verðmæti í orðsporinu, í leiðakerfinu, í þekkingu og reynslu starfsmannanna. En við þurfum líka að meta það frá öllum hliðum hver áhættan er að koma með ríkisaðstoð inn í flugfélag sem er í miklum þrengingum. Það er heilmargt sem við þurfum að fara yfir. Við þurfum að rýna ársreikninga félagsins, skoða hverjir eru raunverulegir eigendur þess og meta þessa stöðu alla hvernig gæti með þessari ríkisaðstoð samkeppnishæfni flugfélagsins verið til framtíðar,“ sagði Oddný. Aðspurð hvort að sú leið sem ríkisstjórnin hafi valið að fara sé besta leiðin sagðist Oddný ekki vera með forsendur til þess að svara spurningunni, enda hafi stjórnarandstaðan aðeins fyrst nú í dag fengið kynningu á því hvernig málin standa. Skýra þurfi meðal annars hvaða skilyrði fylgi lánalínunni, svo dæmi séu tekin. „Við þurfum að fá skýr svör við þessu. Það er svo margt sem við þurfum að spyrja um inn í fjárlaganefnd og inn í þingsal,“ sagði Oddný, sem er þó á því að vert sé að að skoða hvernig ríkið geti aðstoðað Icelandair. „Þess vegna segi ég að það er sannarlega þess virði að skoða með hvaða hætti ríkið getur komið félaginu til aðstoðar. Þetta er lending og hugmynd sem að ríkisstjórnin og félagið hafa sæst á fara. Nú þurfum við að skoða hana,“ sagði Oddný. Ekki eru margir dagar til stefnu en engu að síður segir Oddný að Alþingi þurfi að vanda vel til verka í málinu, þar sem háar fjárhæðir eru undir, um fimmtán milljarðar að mati ríkisstjórnarinnar. „Þetta fer ekkert smurt í gegn. Við þurfum að fá svör við mörgum spurningum. Það er sannarlega ábyrgðarhluti þegar við löggjafinn erum að ákveða að taka svona háa upphæð til að ábyrgjast fyrir félag á markaði. Það verður ekki hrist út úr erminu. Við þurfum öll, ekki bara stjórnarliðar, heldur líka stjórnarandstaðan að vera sannfærð um að þessi leið sé góð og ef að það þarf að gera á henni einhverjar bætur þá vinnum við þær saman í þinginu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Funda um ríkisábyrgð og Icelandair í Hörpu Frumvarp til fjáraukalaga verður rætt á Alþingi á föstudag en Alþingi kemur saman á ný á morgun vegna hins svokallaða „þingstubbs“ sem samið var um í vor. 26. ágúst 2020 14:53 Ríkið fær veð í vörumerki og lendingarheimildum Icelandair gangi félagið á ríkisábyrgðina Fari svo að Icelandair þurfi að ganga á lánalínuna sem íslenska ríkið hyggst ábyrgjast fyrir félagið er miðað við að ríkið fái veð í vörumerki Icelandair Group og Icelandair, vefslóð sömu félaga, bókunarkerfi Icelandair sem og lendingarheimildum í London og New York, ef unnt reynist að taka veð í lendingarheimildum. 25. ágúst 2020 19:14 Ríflega 28 þúsund beiðnir um endurgreiðslu enn á borði Icelandair Icelandair hefur þegar endurgreitt hátt í 107 þúsund bókanir frá öllum markaðssvæðum félagsins frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Að baki hverri bókun og þar af leiðandi endurgreiðslubeiðnum getur verið fjöldi farþega. 25. ágúst 2020 16:45 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur að þingheimur þurfi að fá „svör við mörgum spurningum“ áður en hægt verði að samþykkja það að íslenska ríkið ábyrgist lánalínu til Icelandair. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna, nefndarmenn fjárlaganefndar þingsins og fjármálaráðherra héldu síðdegis á fund til að ræða um efni frumvarps til fjáraukalaga, sem er heimild til handa ráðherra til að veita Icelandair Group sjálfskuldarábyrgð frá ríkissjóði á lánalínum vegna þess mikla tekjufalls sem fyrirtækið hefur orðið fyrir vegna heimsfaraldursins. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, hitti meðal annars fjárlaganefnd á fundinum, þar sem hann fór yfir stöðina frá sjónarhóli flugfélagsins. Alþingi þarf að samþykkja ríkisábyrgðina en það kemur saman á morgun á svokölluðum þingsstubbi, þar sem meðal annars þarf að taka afstöðu til ríkisábyrgðar á lánalínu ti Icelandair. Oddný sat fundinn í dag og ræddi stöðina í Reykjavík síðdegis í dag, en þar sagði hún að skynsamlegt væri af hálfu stjórnvalda að skoða stöðu Icelandair, þó að mörgum spurningum væri ósvarað af hálfu ríkistjórnarinnar vegna málsins. „Félagið er umfangsmikið í hagkerfinu. Það eru verðmæti í orðsporinu, í leiðakerfinu, í þekkingu og reynslu starfsmannanna. En við þurfum líka að meta það frá öllum hliðum hver áhættan er að koma með ríkisaðstoð inn í flugfélag sem er í miklum þrengingum. Það er heilmargt sem við þurfum að fara yfir. Við þurfum að rýna ársreikninga félagsins, skoða hverjir eru raunverulegir eigendur þess og meta þessa stöðu alla hvernig gæti með þessari ríkisaðstoð samkeppnishæfni flugfélagsins verið til framtíðar,“ sagði Oddný. Aðspurð hvort að sú leið sem ríkisstjórnin hafi valið að fara sé besta leiðin sagðist Oddný ekki vera með forsendur til þess að svara spurningunni, enda hafi stjórnarandstaðan aðeins fyrst nú í dag fengið kynningu á því hvernig málin standa. Skýra þurfi meðal annars hvaða skilyrði fylgi lánalínunni, svo dæmi séu tekin. „Við þurfum að fá skýr svör við þessu. Það er svo margt sem við þurfum að spyrja um inn í fjárlaganefnd og inn í þingsal,“ sagði Oddný, sem er þó á því að vert sé að að skoða hvernig ríkið geti aðstoðað Icelandair. „Þess vegna segi ég að það er sannarlega þess virði að skoða með hvaða hætti ríkið getur komið félaginu til aðstoðar. Þetta er lending og hugmynd sem að ríkisstjórnin og félagið hafa sæst á fara. Nú þurfum við að skoða hana,“ sagði Oddný. Ekki eru margir dagar til stefnu en engu að síður segir Oddný að Alþingi þurfi að vanda vel til verka í málinu, þar sem háar fjárhæðir eru undir, um fimmtán milljarðar að mati ríkisstjórnarinnar. „Þetta fer ekkert smurt í gegn. Við þurfum að fá svör við mörgum spurningum. Það er sannarlega ábyrgðarhluti þegar við löggjafinn erum að ákveða að taka svona háa upphæð til að ábyrgjast fyrir félag á markaði. Það verður ekki hrist út úr erminu. Við þurfum öll, ekki bara stjórnarliðar, heldur líka stjórnarandstaðan að vera sannfærð um að þessi leið sé góð og ef að það þarf að gera á henni einhverjar bætur þá vinnum við þær saman í þinginu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Funda um ríkisábyrgð og Icelandair í Hörpu Frumvarp til fjáraukalaga verður rætt á Alþingi á föstudag en Alþingi kemur saman á ný á morgun vegna hins svokallaða „þingstubbs“ sem samið var um í vor. 26. ágúst 2020 14:53 Ríkið fær veð í vörumerki og lendingarheimildum Icelandair gangi félagið á ríkisábyrgðina Fari svo að Icelandair þurfi að ganga á lánalínuna sem íslenska ríkið hyggst ábyrgjast fyrir félagið er miðað við að ríkið fái veð í vörumerki Icelandair Group og Icelandair, vefslóð sömu félaga, bókunarkerfi Icelandair sem og lendingarheimildum í London og New York, ef unnt reynist að taka veð í lendingarheimildum. 25. ágúst 2020 19:14 Ríflega 28 þúsund beiðnir um endurgreiðslu enn á borði Icelandair Icelandair hefur þegar endurgreitt hátt í 107 þúsund bókanir frá öllum markaðssvæðum félagsins frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Að baki hverri bókun og þar af leiðandi endurgreiðslubeiðnum getur verið fjöldi farþega. 25. ágúst 2020 16:45 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Funda um ríkisábyrgð og Icelandair í Hörpu Frumvarp til fjáraukalaga verður rætt á Alþingi á föstudag en Alþingi kemur saman á ný á morgun vegna hins svokallaða „þingstubbs“ sem samið var um í vor. 26. ágúst 2020 14:53
Ríkið fær veð í vörumerki og lendingarheimildum Icelandair gangi félagið á ríkisábyrgðina Fari svo að Icelandair þurfi að ganga á lánalínuna sem íslenska ríkið hyggst ábyrgjast fyrir félagið er miðað við að ríkið fái veð í vörumerki Icelandair Group og Icelandair, vefslóð sömu félaga, bókunarkerfi Icelandair sem og lendingarheimildum í London og New York, ef unnt reynist að taka veð í lendingarheimildum. 25. ágúst 2020 19:14
Ríflega 28 þúsund beiðnir um endurgreiðslu enn á borði Icelandair Icelandair hefur þegar endurgreitt hátt í 107 þúsund bókanir frá öllum markaðssvæðum félagsins frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Að baki hverri bókun og þar af leiðandi endurgreiðslubeiðnum getur verið fjöldi farþega. 25. ágúst 2020 16:45