Íslenska verður á undan ensku á Keflavíkurflugvelli Stjórn Isavia hefur tekið ákvörðun um að íslenskan verði á undan öðrum tungumálum á öllum leiðbeiningarskiltum fyrir árslok 2024. Í tilefni af Degi íslensrar tungu hefur verið hleypt af stokkunum átakinu Höldum íslenskunni á lofti. Innlent 16. nóvember 2023 10:12
Hestur losnaði í íslenskri flugvél og kom öllu í uppnám Flugvél Air Atlanta Icelandic þurfti að snúa við í loftinu þegar að hestur, sem verið var að flytja í lest vélarinnar losnaði og olli vandræðum. Innlent 15. nóvember 2023 23:29
Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Icelandair Cargo Einar Már Guðmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Icelandair Cargo en hann hefur sinnt starfinu tímabundið frá 14. september síðastliðinn. Hann tekur við stöðunni af Gunnari Má Sigurfinnssyni sem lét af störfum í september. Viðskipti innlent 15. nóvember 2023 09:49
Gunnar Már ráðinn forstjóri GA Telesis Engine Service OY Gunnar Már Sigurfinnsson hefur verið ráðinn forstjóri GA Telesis Engine Service OY, dótturfyrirtækis GA Telesis, alþjóðlegs þjónustufyrirtækis með varahluti og alhliða viðhaldsþjónustu við flugfélög um allan heim. Viðskipti innlent 14. nóvember 2023 10:17
Stél vélar Icelandair straukst við flugbraut í Indlandi Flugvél Icelandair, sem var í leiguverkefni í Indlandi, lenti í óhappi á á Lal Bahadur Shastri-flugvellinum, sem er í nágrenni við borgina Varanasi. Innlent 11. nóvember 2023 21:30
Þrjár varaaflstöðvar tilbúnar á Keflavíkurflugvelli Þrjár varaaflsstöðvar eru til taks fyrir Keflavíkurflugvöll ef rafmagn fer af svæðinu vegna mögulegs eldgoss. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir neyðarstjórn Isavia fylgjast vel með þróun mála vegna jarðhræringanna á Reykjanesi. Innlent 10. nóvember 2023 23:57
Fjölgun um 68 prósent hjá Play Farþegum hjá Play fjölgaði um 68 prósent í október, samanborið við október í fyrra. Fjölgunin hjá Icelandair á sama tímabili var níu prósent. Viðskipti innlent 7. nóvember 2023 19:46
Alexandersflugvöllur á Sauðárkróki sem varaflugvöllur Kostir þess að byggja upp Alexandersflugvöll á Sauðárkróki sem varaflugvöll verða æ ljósari vegna staðsetningar hans og einstakra flugskilyrða. Fyrir skemmstu mælti ég aftur fyrir tillögu þess efnis á alþingi. Skoðun 6. nóvember 2023 10:31
Gíslatöku á flugvellinum í Hamborg lokið Gíslatöku við flugvöllinn í Hamborg er nú lokið samkvæmt upplýsingum frá þýskum yfirvöldum. Erlent 5. nóvember 2023 13:52
Flugvellinum í Hamborg lokað: Keyrði vopnaður inn á flugvöll og skaut Flugvellinum í Hamborg var lokað í kvöld eftir að maður keyrði inn á völlinn vopnaður byssu og skaut tvívegis upp í loft. Hann er talinn hafa haft í hyggju að ræna eigin börnum. Erlent 4. nóvember 2023 22:59
Fljúga í fyrsta sinn til Pittsburgh Icelandair eykur framboð og bætir við áfangastöðum í flugáætlun fyrir árið 2024, sem er sú umfangsmesta í sögu félagsins. Halifax og Pittsburgh verða nýir áfangastaðir en félagið hefur aldrei áður boðið upp á flug til síðarnefndu borgarinnar. Viðskipti innlent 2. nóvember 2023 15:36
Almenn ánægja með nýju búningana Flugfélagið Icelandair tók nýjan einkennisfatnað í notkun í gær. Breytingin er í takt við samfélagslegar breytingar og liðkaðar reglur félagsins sem voru kynntar árið 2019. Lífið 2. nóvember 2023 10:31
Burðardýr dæmt fyrir kókaíninnflutning Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt erlenda konu í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa flutt um 900 grömm af kókaíni til landsins með flugi. Konan var ekki eigandi efnanna og hafði samþykkt að flytja þau til landsins gegn greiðslu. Innlent 2. nóvember 2023 07:42
Icelandair frumsýnir nýjan einkennisfatnað Flugfélagið Icelandair tók nýjan einkennisfatnað í notkun í dag. Breytingin er í takt við samfélagslegar breytingar og liðkaðar reglur félagsins sem voru kynntar árið 2019. Fólk getur valið hvernig það klæðist óháð kyni. Lífið 1. nóvember 2023 20:50
Fær tíu miða klippikort hjá Niceair endurgreitt Þrotabúi Niceair hefur verið dæmt að endurgreiða viðskiptavini 240 þúsund krónur vegna klippikorts sem viðskiptavinurinn hafði ekki fullnýtt áður en Niceair lýsti yfir gjaldþroti. Niceair hætti skyndilega rekstri í apríl á þessu ári og lýsti yfir gjaldþroti mánuði síðar. Neytendur 1. nóvember 2023 13:27
Ekkert skutl upp að dyrum í Keflavík í næstu viku Ekki verður hægt að keyra flugfarþega á leið úr landi um svokallaða brottfararrennu fyrir utan Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli í næstu viku. Framkvæmdir munu þar hefjast á mánudag, 6. nóvember, og er reiknað með að þær standi fram á sunnudaginn 12. nóvember. Innlent 1. nóvember 2023 12:17
Fyrsta flug easyJet til Akureyrar Breska flugfélagið easyJet hóf í morgun beint áætlunarflug milli Akureyrarflugvallar og Gatwick-flugvallar í London. Fyrsta vél félagsins lenti á Akureyrarflugvelli klukkan 10:40 í dag við hátíðlega athöfn þar sem fulltrúar úr ferðaþjónustu, sveitarfélögum og ríki komu saman og fögnuðu þessum mikilvæga áfanga. Viðskipti innlent 31. október 2023 15:30
Bjart fram undan í ferðaþjónustu á Norður- og Austurlandi Í dag lenti fyrsta flugvél EasyJet á Akureyrarflugvelli og hóf þar með vikulegt áætlunarflug í vetur. Þetta er stórmerkur áfangi og vart hægt að hugsa sér betri leið til að fagna vetrarkomunni. EasyJet er eitt öflugasta flugfélag Evrópu sem getur, ef vel gengur, gjörbreytt öllum forsendum fyrir heilsársferðaþjónustu á Norður- og Austurlandi. Skoðun 31. október 2023 11:00
Fatlaður maður þurfti að skríða út úr flugvélinni Maður sem notar hjólastól þurfti að toga sig áfram á höndunum út úr flugvél Air Canada þar sem flugfélagið útvegaði honum ekki hjólastól. Hann var á leið til Las Vegas ásamt konu sinni til að fagna brúðkaupsafmæli. Hjónin héldu að flugþjónar væru að grínast. Erlent 30. október 2023 21:57
Verðmat Icelandair næstum tvöfalt hærra en markaðsverð eftir gengislækkun Markaðsvirði Icelandair hefur fallið um 35 prósent frá síðasta verðmati Jakobsson Capital og þar til nýtt var birt fyrir helgi. Nú verðmetur greinandi flugfélagið 89 prósent hærra en markaðurinn. Verð á þotueldsneyti hefur lækkað um tíu prósent frá því að Icelandair gaf út afkomuviðvörun sína um miðjan september vegna hærra verðs á olíu, segir í hlutabréfagreiningu. Innherji 30. október 2023 18:48
Þekktur fluggreinandi lofar „kraftaverk“ Play Norski fluggreinandinn Hans Jørgen Elnæs segir flugfélagið Play hafa gert „kraftaverk“ með því að hafa skilað hagnaði upp á 5,2 milljónir bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi. Viðskipti innlent 28. október 2023 21:14
Neyðarsendir fór í gang við flutninga Starfsmenn Landhelgisgæslunnar, björgunarsveitarmenn og lögregluþjónar voru með mikinn viðbúnað í dag þegar neyðarboð barst frá eins hreyfils flugvél í Fljótavík. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út og Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð virkjuð. Innlent 28. október 2023 16:26
Segir hátterni Play svartan blett á sögu kjarasamningsgerðar „Hátterni flugfélagsins Play í tengslum við hina meintu „kjarasamningagerð“ og sniðganga þeirra á eina frjálsa stéttarfélagi flugfreyja á Íslandi er svartur blettur á sögu kjarasamningagerðar á Íslandi,“ segir Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ. Innlent 27. október 2023 10:49
Play skilar hagnaði eftir skatt í fyrsta sinn Flugfélagið Play skilaði hagnaði upp á 5,2 milljónir bandaríkjadala, eða því sem nemur 724 milljónum íslenskra króna á þariðja ársfjórðungi 2023. Í samanburði tapaði félagið 2,9 milljónum bandaríkjadala, 404 milljónum króna á sama tímabili í fyrra. Forstjóri félagsins segist stoltur af árangrinum en um sé að ræða fyrsta skiptið sem félagið skili hagnaði eftir skatt. Viðskipti innlent 26. október 2023 20:51
Flugfreyjur segja Birgi vita vel að fullyrðingar hans hafi verið rangar Stjórn Flugfreyjufélags Íslands segir fullyrðingar Birgis Jónssonar, forstjóra Play, í Silfrinu á RÚV síðastliðinn mánudag um að félagið væri undir hatti Icelandair og semdi aðeins við það rangar. Birgir eigi að sögn félagsins að vita að þessar fullyrðingar hafi verið rangar. Innlent 26. október 2023 14:51
Með alla ferðina í hendi þér - frá hugmynd til heimkomu Einfaldaðu ferðalagið með Icelandair appinu. Samstarf 26. október 2023 10:41
Krefjast svara um eftirlit og viðurlög vegna vildarpunktanotkunar Félag atvinnurekenda hefur óskað eftir svörum frá fjármálaráðherra um það hvernig eftirliti með ráðstöfun vildarkjara vegna greiðslu farmiða fyrir ríkisstarfsmenn er háttað og hver viðurlögin séu ef starfsmaður verður uppvís að því að nota vildarpunkta í eigin þágu. Innlent 26. október 2023 10:20
Telja líklegt að nasistar hafi haft eitthvað stærra í bígerð Gamlir svifflugmenn telja líkur á því að nasistar hafi nýtt þýskan svifflugleiðangur til Íslands skömmu fyrir stríð til að undirbúa mögulega innrás. Breski herinn taldi hættuna það mikla að hann gerði Sandskeið ónothæft sem flugvallarstæði með því að þekja það sprengigígum. Innlent 24. október 2023 22:22
Rúmenskri konu vísað úr landi í annað sinn á rúmum mánuði Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að rúmensk kona sem verið hefur í haldi lögreglu á Keflavíkurflugvelli frá því síðdegis í gær verði vísað úr landi. Þetta er í annað skiptið á rúmum mánuði sem konan fær ekki að koma til landsins. Lögmaður konunnar er ósátt að hafa ekki fengið afrit af ákvörðun lögreglustjórans. Innlent 24. október 2023 12:44
Flugmaður ákærður fyrir að reyna að brotlenda farþegaþotu Bandarískur flugmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa freistað þess að valda vélarbilun farþegaþotu. Ákæran er í 83 liðum, sem endurspeglar fjölda farþega um borð. Erlent 24. október 2023 08:57