Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Fljúga í fyrsta sinn til Pittsburgh

Icelandair eykur framboð og bætir við áfangastöðum í flugáætlun fyrir árið 2024, sem er sú umfangsmesta í sögu félagsins. Halifax og Pittsburgh verða nýir áfangastaðir en félagið hefur aldrei áður boðið upp á flug til síðarnefndu borgarinnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Al­menn á­nægja með nýju búningana

Flugfélagið Icelandair tók nýjan einkennisfatnað í notkun í gær. Breytingin er í takt við samfélagslegar breytingar og liðkaðar reglur félagsins sem voru kynntar árið 2019.

Lífið
Fréttamynd

Burðar­dýr dæmt fyrir kókaín­inn­flutning

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt erlenda konu í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa flutt um 900 grömm af kókaíni til landsins með flugi. Konan var ekki eigandi efnanna og hafði samþykkt að flytja þau til landsins gegn greiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Icelandair frum­sýnir nýjan einkennisfatnað

Flugfélagið Icelandair tók nýjan einkennisfatnað í notkun í dag. Breytingin er í takt við samfélagslegar breytingar og liðkaðar reglur félagsins sem voru kynntar árið 2019. Fólk getur valið hvernig það klæðist óháð kyni.

Lífið
Fréttamynd

Fær tíu miða klippi­kort hjá Niceair endur­greitt

Þrotabúi Niceair hefur verið dæmt að endurgreiða viðskiptavini 240 þúsund krónur vegna klippikorts sem viðskiptavinurinn hafði ekki fullnýtt áður en Niceair lýsti yfir gjaldþroti. Niceair hætti skyndilega rekstri í apríl á þessu ári og lýsti yfir gjaldþroti mánuði síðar. 

Neytendur
Fréttamynd

Ekkert skutl upp að dyrum í Kefla­vík í næstu viku

Ekki verður hægt að keyra flugfarþega á leið úr landi um svokallaða brottfararrennu fyrir utan Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli í næstu viku. Framkvæmdir munu þar hefjast á mánudag, 6. nóvember, og er reiknað með að þær standi fram á sunnudaginn 12. nóvember.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta flug ea­syJet til Akur­eyrar

Breska flugfélagið easyJet hóf í morgun beint áætlunarflug milli Akureyrarflugvallar og Gatwick-flugvallar í London. Fyrsta vél félagsins lenti á Akureyrarflugvelli klukkan 10:40 í dag við hátíðlega athöfn þar sem fulltrúar úr ferðaþjónustu, sveitarfélögum og ríki komu saman og fögnuðu þessum mikilvæga áfanga.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bjart fram undan í ferða­þjónustu á Norður- og Austur­landi

Í dag lenti fyrsta flugvél EasyJet á Akureyrarflugvelli og hóf þar með vikulegt áætlunarflug í vetur. Þetta er stórmerkur áfangi og vart hægt að hugsa sér betri leið til að fagna vetrarkomunni. EasyJet er eitt öflugasta flugfélag Evrópu sem getur, ef vel gengur, gjörbreytt öllum forsendum fyrir heilsársferðaþjónustu á Norður- og Austurlandi.

Skoðun
Fréttamynd

Fatlaður maður þurfti að skríða út úr flug­vélinni

Maður sem notar hjólastól þurfti að toga sig áfram á höndunum út úr flugvél Air Canada þar sem flugfélagið útvegaði honum ekki hjólastól. Hann var á leið til Las Vegas ásamt konu sinni til að fagna brúðkaupsafmæli. Hjónin héldu að flugþjónar væru að grínast.

Erlent
Fréttamynd

Verð­m­at Icel­­and­­a­­ir næst­­um tvö­f­alt hærr­­a en mark­aðs­verð eft­­ir geng­is­lækk­un

Markaðsvirði Icelandair hefur fallið um 35 prósent frá síðasta verðmati Jakobsson Capital og þar til nýtt var birt fyrir helgi. Nú verðmetur greinandi flugfélagið 89 prósent hærra en markaðurinn. Verð á þotueldsneyti hefur lækkað um tíu prósent frá því að Icelandair gaf út afkomuviðvörun sína um miðjan september vegna hærra verðs á olíu, segir í hlutabréfagreiningu.

Innherji
Fréttamynd

Neyðarsendir fór í gang við flutninga

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar, björgunarsveitarmenn og lögregluþjónar voru með mikinn viðbúnað í dag þegar neyðarboð barst frá eins hreyfils flugvél í Fljótavík. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út og Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð virkjuð.

Innlent
Fréttamynd

Play skilar hagnaði eftir skatt í fyrsta sinn

Flug­fé­lagið Play skilaði hagnaði upp á 5,2 milljónir banda­ríkja­dala, eða því sem nemur 724 milljónum ís­lenskra króna á þar­iðja árs­fjórðungi 2023. Í saman­burði tapaði fé­lagið 2,9 milljónum banda­ríkja­dala, 404 milljónum króna á sama tíma­bili í fyrra. For­stjóri fé­lagsins segist stoltur af árangrinum en um sé að ræða fyrsta skiptið sem fé­lagið skili hagnaði eftir skatt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Telja líklegt að nasistar hafi haft eitthvað stærra í bígerð

Gamlir svifflugmenn telja líkur á því að nasistar hafi nýtt þýskan svifflugleiðangur til Íslands skömmu fyrir stríð til að undirbúa mögulega innrás. Breski herinn taldi hættuna það mikla að hann gerði Sandskeið ónothæft sem flugvallarstæði með því að þekja það sprengigígum.

Innlent
Fréttamynd

Rúmenskri konu vísað úr landi í annað sinn á rúmum mánuði

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að rúmensk kona sem verið hefur í haldi lögreglu á Keflavíkurflugvelli frá því síðdegis í gær verði vísað úr landi. Þetta er í annað skiptið á rúmum mánuði sem konan fær ekki að koma til landsins. Lögmaður konunnar er ósátt að hafa ekki fengið afrit af ákvörðun lögreglustjórans.

Innlent