Ætla ekki að bjóða upp á útsýnisflug yfir gosið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2024 22:02 „Við vorum búnir að ræða þetta innanhúss hjá okkur fyrir svolitlu síðan að ef til þess kæmi að færi að gjósa þarna, eignir og hús fólks færu að brenna, þá færum við ekkert að selja inn á það,“ segir Reynir, flugrekstrarstjóri hjá HeliAir Iceland. RAX Forsvarsmenn þyrlufyrirtækisins HeliAir Iceland hafa ákveðið að bjóða ekki upp á útsýnisflug á meðan óvissan er mikil varðandi hús og eignir fólks í Grindavík eftir að eldgos hófst í morgun. Hugur fyrirtækisins er hjá Grindvíkingum. Eldgos hófst norðan nýrra varnargarða nærri Grindavík rétt fyrir klukkan átta í morgun. Önnur sprunga opnaðist sunnan varnargarðanna upp úr hádegi og náði hraunið byggð síðdegis. Hraunflægðið hefur náð til húsa yst í byggðinni og óvíst hvernig fer. Forsætisráðherra boðar aukinn stuðning fyrir Grindvíkinga, fjárhagslegan og sálrænan. Forseti Íslands segir Íslendinga ekki gefast upp. Síminn byrjaði að hringja Þyrlufyrirtækið HeliAir Iceland byrjaði í morgun að fá símtöl frá áhugasömu fólki um þyrluflug yfir eldgosið. Svar þyrlufyrirtækisins við þeirri beiðni var nei. „Við vorum búnir að ræða þetta innanhúss hjá okkur fyrir svolitlu síðan að ef til þess kæmi að færi að gjósa þarna, eignir og hús fólks færu að brenna, þá færum við ekkert að selja inn á það,“ segir Reynir Freyr Pétursson þyrluflugmaður og flugrekstrarstjóri hjá HeliAir Iceland. Fyrirtækið er eitt tveggja íslenskra á markaðnum en auk þeirra eru fleiri erlend fyrirtæki með flugrekstarleyfi hér á landi. Þau hafi sum hver byrjað að auglýsa í morgun að sögn Reynis. Hann segir að á einhverjum tímapunkti muni fyrirtækið endurskoða ákvörðun sína en ekki á meðan óvissan sé svona. Einróma samþykkt í stjórn „Á meðan ekkert er vitað hvað er að fara að gerast þarna þá erum við bara rólegir,“ segir Reynir. Ákvörðunin um þetta hafi verið tekin þegar fór að gjósa fyrir jól. Stjórn hafi einróma samþykkt þetta. Áhuginn sé mikill á flugi nú og önnur fyrirtæki hamist og fleyti rjómann af gosfluginu. „Okkur finnst þetta snúast um meira en bara það. Þetta snýst ekki bara um stundargróðasjónarmið í núinu. Þetta er aðeins meira en það.“ Fyrirtækið hafi þó flogið með fréttafólk Ríkisútvarpsins yfir svæðið í dag. „Ef við fljúgum eitthvað þá er það í fréttaöflun, ekki útsýnisflug.“ Töluverður munur sé á því að aðstoða við upplýsingaöflun en að fara í skemmtiferðir yfir svæði þar sem heimili fólks verði eldri að bráð. Mikil samkeppni í þyrlubransanum Auk íslensku fyrirtækjanna HeliAir Iceland og Norðurflugs eru Reykjavik Helicopters og Glacier Heli rekin á flugrekstrarleyfi HeliTrans frá Noregi, Atlantsflug á þýsku leyfi og loks Volcano Heli á austurrísku leyfi. Fréttastofu er ekki kunnugt um fyrirætlanir allra þessara fyrirtækja. Flugbann er í tveggja mílna radíus við eldgosið. Reynir segir þó vel hægt að sjá hamfarirnar vel úr slíkri fjarlægð. „Það er alveg nóg til að sjá bæinn brenna.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Eldgos hófst norðan nýrra varnargarða nærri Grindavík rétt fyrir klukkan átta í morgun. Önnur sprunga opnaðist sunnan varnargarðanna upp úr hádegi og náði hraunið byggð síðdegis. Hraunflægðið hefur náð til húsa yst í byggðinni og óvíst hvernig fer. Forsætisráðherra boðar aukinn stuðning fyrir Grindvíkinga, fjárhagslegan og sálrænan. Forseti Íslands segir Íslendinga ekki gefast upp. Síminn byrjaði að hringja Þyrlufyrirtækið HeliAir Iceland byrjaði í morgun að fá símtöl frá áhugasömu fólki um þyrluflug yfir eldgosið. Svar þyrlufyrirtækisins við þeirri beiðni var nei. „Við vorum búnir að ræða þetta innanhúss hjá okkur fyrir svolitlu síðan að ef til þess kæmi að færi að gjósa þarna, eignir og hús fólks færu að brenna, þá færum við ekkert að selja inn á það,“ segir Reynir Freyr Pétursson þyrluflugmaður og flugrekstrarstjóri hjá HeliAir Iceland. Fyrirtækið er eitt tveggja íslenskra á markaðnum en auk þeirra eru fleiri erlend fyrirtæki með flugrekstarleyfi hér á landi. Þau hafi sum hver byrjað að auglýsa í morgun að sögn Reynis. Hann segir að á einhverjum tímapunkti muni fyrirtækið endurskoða ákvörðun sína en ekki á meðan óvissan sé svona. Einróma samþykkt í stjórn „Á meðan ekkert er vitað hvað er að fara að gerast þarna þá erum við bara rólegir,“ segir Reynir. Ákvörðunin um þetta hafi verið tekin þegar fór að gjósa fyrir jól. Stjórn hafi einróma samþykkt þetta. Áhuginn sé mikill á flugi nú og önnur fyrirtæki hamist og fleyti rjómann af gosfluginu. „Okkur finnst þetta snúast um meira en bara það. Þetta snýst ekki bara um stundargróðasjónarmið í núinu. Þetta er aðeins meira en það.“ Fyrirtækið hafi þó flogið með fréttafólk Ríkisútvarpsins yfir svæðið í dag. „Ef við fljúgum eitthvað þá er það í fréttaöflun, ekki útsýnisflug.“ Töluverður munur sé á því að aðstoða við upplýsingaöflun en að fara í skemmtiferðir yfir svæði þar sem heimili fólks verði eldri að bráð. Mikil samkeppni í þyrlubransanum Auk íslensku fyrirtækjanna HeliAir Iceland og Norðurflugs eru Reykjavik Helicopters og Glacier Heli rekin á flugrekstrarleyfi HeliTrans frá Noregi, Atlantsflug á þýsku leyfi og loks Volcano Heli á austurrísku leyfi. Fréttastofu er ekki kunnugt um fyrirætlanir allra þessara fyrirtækja. Flugbann er í tveggja mílna radíus við eldgosið. Reynir segir þó vel hægt að sjá hamfarirnar vel úr slíkri fjarlægð. „Það er alveg nóg til að sjá bæinn brenna.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira