Innlent

Flugumferðarstjórar búnir að semja

Árni Sæberg skrifar
Arnar Hjálmsson er formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra.
Arnar Hjálmsson er formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Vísir/Vilhelm

Flugumferðarstjórar og Isavia leiddu kjaradeilu sína til lykta í gærkvöldi, þegar skammtímakjarasamningur var undirritaður.

Þetta staðfestir Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, í samtali við Vísi. Hann segir að samningurinn hafi verið undirritaður upp úr klukkan 22 í gærkvöldi eftir fundahöld í Karphúsinu.

Hann segir að samningurinn sé afturvirkur til 1. janúar þessa árs og gildi til eins árs. Hann sé í takt við aðra skammtímasamninga sem gerðir hafa verið á almennum vinnumarkaði undanfarið. Vinnuáætlun hafi verið samþykkt fyrir nýjar samningaviðræður, sem áætlað er að hefjist strax í febrúar.

Þá segir hann að flugumferðarstjórar gangi sáttir frá samningaborðinu en samningar séu þó þess eðlis að hvorugur samningsaðila fái sínu framgengt að fullu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×