Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Farþegarnir tóku misvel í það hversu hratt flugvélinni var lent

Það tók aðeins um tíu mínútur frá því að farþegum um borð í vél Icelandair á leið frá Orlando var tilkynnt að lenda þyrfti vélinni á flugvelli í Kanada þangað til vélin var lent. Farþegi um borð segir að viðbrögð farþega við atburðarrásinni hafi verið mjög mismunandi.

Innlent
Fréttamynd

Skúli: Mesti vöxturinn verður í flugi frá Indlandi og Asíu

Wow Air hefur ákveðið að hætta að fljúga til þriggja áfangastaða í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Skúli Mogensen segir að Wow Air sé að leita að áfangastöðum með betri sætanýtingu allan ársins hring. Hann segist reikna með að mesti vöxturinn hjá félaginu á næstu árum verði í flugi frá Indlandi og Asíu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Farþegaþota rakst utan í vegg í flugtaki

Vélin komst þó á loft með 130 farþega innanborðs og var henni síðan nauðlent í Mumbai, en vélin var að fara frá Trichy áleiðis til Dubai þegar óhappið átti sér stað.

Erlent
Fréttamynd

Líkur á að Icelandair semji

Icelandair gæti þurft að sækja sér fjármagn takist ekki að semja við skuldabréfaeigendur um undanþágur frá lánaskilmálum. Líklegra er þó að samkomulag náist að mati hagfræðings hjá Landsbankanum.

Viðskipti innlent