Norwegian aflar sér ríflega 40 milljarða Kristinn Ingi Jónsson skrifar 30. janúar 2019 07:00 Rekstrartap Norwegian var 53 milljarðar króna í fyrra. Vísir/Getty Forsvarsmenn Norwegian Air Shuttle tilkynntu í gær að til stæði að auka hlutafé flugfélagsins um þrjá milljarða norskra króna, jafnvirði um 42 milljarða íslenskra króna, til þess að skjóta styrkari stoðum undir fjárhag félagsins. Um leið greindu þeir frá því að rekstrartap norska flugfélagsins hefði numið ríflega 3,8 milljörðum norskra króna, um 53 milljörðum króna, á síðasta ári. Í tilkynningu frá stjórn Norwegian var tekið fram að hún ætti ekki í viðræðum við neina mögulega kaupendur eftir að IAG, móðurfélag British Airways, sagðist í liðinni viku ekki ætla að gera yfirtökutilboð í félagið. Stjórnin væri hins vegar reiðubúin til þess að ræða við áhugasama fjárfesta. Hlutabréf í norska flugfélaginu hríðféllu um þriðjung í verði þegar hlutabréfamarkaðurinn í Ósló var opnaður í gærmorgun en lækkunin gekk að hluta til baka eftir því sem leið á daginn og nam um 12 prósentum um miðjan dag. Hlutabréfin lækkuðu sem kunnugt er um liðlega fimmtung í verði í síðustu viku í kjölfar þess að IAG sagðist hafa fallið frá yfirtökuáformum sínum og selt hlut sinn í Norwegian. Milljarðamæringurinn John Frederiksen, Björn Kjos, forstjóri Norwegian, og Björn Kise, stjórnarformaður flugfélagsins, hafa skuldbundið sig til þess að taka þátt í fyrirhuguðu forkaupsréttarútboði, að því er fram kemur í frétt Financial Times. Björn Kjos sagði í samtali við norska fjölmiðla í gær að félagið ætlaði nú að leggja áherslu á arðsemi í stað vaxtar með því að selja frá sér flugvélar, fresta móttöku nýrra flugvéla og ná að öðru leyti fram sparnaði upp á allt að tveimur milljörðum norskra króna. – kij Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Noregur Tengdar fréttir Vogunarsjóður Soros skortseldi fyrir 550 milljónir í Norwegian Vogunarsjóður heimsþekkta auðjöfursins George Soros hefur skortselt 183 þúsund hlutabréf í norska flugfélaginu Norwegian fyrir alls 42 milljónir norskra króna sem jafngildir um 547 milljónum króna. 1. febrúar 2018 07:00 Fjórtán milljarða þota Norwegian föst í Íran Glæný 14 milljarða króna Boeing-þota Norwegian situr enn föst á flugvelli í Íran eftir að hafa nauðlent þar vegna bilunar fyrir fjörutíu dögum. 23. janúar 2019 06:45 Vonbrigði með Norwegian Sætanýting norska flugfélagsins hefur ekki verið lakari í meira en fjögur ár. 8. desember 2018 07:45 Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Forsvarsmenn Norwegian Air Shuttle tilkynntu í gær að til stæði að auka hlutafé flugfélagsins um þrjá milljarða norskra króna, jafnvirði um 42 milljarða íslenskra króna, til þess að skjóta styrkari stoðum undir fjárhag félagsins. Um leið greindu þeir frá því að rekstrartap norska flugfélagsins hefði numið ríflega 3,8 milljörðum norskra króna, um 53 milljörðum króna, á síðasta ári. Í tilkynningu frá stjórn Norwegian var tekið fram að hún ætti ekki í viðræðum við neina mögulega kaupendur eftir að IAG, móðurfélag British Airways, sagðist í liðinni viku ekki ætla að gera yfirtökutilboð í félagið. Stjórnin væri hins vegar reiðubúin til þess að ræða við áhugasama fjárfesta. Hlutabréf í norska flugfélaginu hríðféllu um þriðjung í verði þegar hlutabréfamarkaðurinn í Ósló var opnaður í gærmorgun en lækkunin gekk að hluta til baka eftir því sem leið á daginn og nam um 12 prósentum um miðjan dag. Hlutabréfin lækkuðu sem kunnugt er um liðlega fimmtung í verði í síðustu viku í kjölfar þess að IAG sagðist hafa fallið frá yfirtökuáformum sínum og selt hlut sinn í Norwegian. Milljarðamæringurinn John Frederiksen, Björn Kjos, forstjóri Norwegian, og Björn Kise, stjórnarformaður flugfélagsins, hafa skuldbundið sig til þess að taka þátt í fyrirhuguðu forkaupsréttarútboði, að því er fram kemur í frétt Financial Times. Björn Kjos sagði í samtali við norska fjölmiðla í gær að félagið ætlaði nú að leggja áherslu á arðsemi í stað vaxtar með því að selja frá sér flugvélar, fresta móttöku nýrra flugvéla og ná að öðru leyti fram sparnaði upp á allt að tveimur milljörðum norskra króna. – kij
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Noregur Tengdar fréttir Vogunarsjóður Soros skortseldi fyrir 550 milljónir í Norwegian Vogunarsjóður heimsþekkta auðjöfursins George Soros hefur skortselt 183 þúsund hlutabréf í norska flugfélaginu Norwegian fyrir alls 42 milljónir norskra króna sem jafngildir um 547 milljónum króna. 1. febrúar 2018 07:00 Fjórtán milljarða þota Norwegian föst í Íran Glæný 14 milljarða króna Boeing-þota Norwegian situr enn föst á flugvelli í Íran eftir að hafa nauðlent þar vegna bilunar fyrir fjörutíu dögum. 23. janúar 2019 06:45 Vonbrigði með Norwegian Sætanýting norska flugfélagsins hefur ekki verið lakari í meira en fjögur ár. 8. desember 2018 07:45 Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Vogunarsjóður Soros skortseldi fyrir 550 milljónir í Norwegian Vogunarsjóður heimsþekkta auðjöfursins George Soros hefur skortselt 183 þúsund hlutabréf í norska flugfélaginu Norwegian fyrir alls 42 milljónir norskra króna sem jafngildir um 547 milljónum króna. 1. febrúar 2018 07:00
Fjórtán milljarða þota Norwegian föst í Íran Glæný 14 milljarða króna Boeing-þota Norwegian situr enn föst á flugvelli í Íran eftir að hafa nauðlent þar vegna bilunar fyrir fjörutíu dögum. 23. janúar 2019 06:45
Vonbrigði með Norwegian Sætanýting norska flugfélagsins hefur ekki verið lakari í meira en fjögur ár. 8. desember 2018 07:45