Innlent

Kyrrsetningu á flugvél Ernis aflétt

Birgir Olgeirsson skrifar
Skrúfuþota Ernis.
Skrúfuþota Ernis. FBL/Ernir
Isavia og Flugfélagið Ernir hafa náð samkomulagi um uppgjör vegna ógreiddra notenda- og flugleiðsögugjalda félagsins innanlands. Kyrrsetningu á flugvél Flugfélagsins Ernis hefur því verið aflétt.

Isavia og Flugfélagið Ernir fagna því að niðurstaða hafi fengist í málið og binda vonir við áframhaldandi farsælt samstarf félaganna.

Dornier-skrúfuþotan var kyrrsett snemma í janúar síðastliðnum vegna skulda en eigandi Flugfélagsins Ernis, Hörður Guðmundsson, hafði látið hafa eftir sér að skuldin vegna ógreiddra þjónustugjalda næmi 98 milljónum króna.


Tengdar fréttir

Áfram kyrrsett

Dornier-skrúfuþota flugfélagsins Ernis sætti enn kyrrsetningu í gær. Vika er síðan vélin var kyrrsett af Isavia vegna skulda.

Skrúfuþota Ernis kyrrsett

Isavia hefur kyrrsett Dornier skrúfuþotu flugfélagins Ernis á Reykjavíkurflugvelli vegna þjónustugjalda sem félagið skuldar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×