Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Víkingur Reykjavík mun leika heimaleik sinn í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu gegn gríska liðinu Panathinaikos í Helsinki, höfuðborg Finnlands. Fótbolti 21. janúar 2025 13:24
Telma mætt til skosks stórveldis Landsliðsmarkvörðurinn Telma Ívarsdóttir er orðin leikmaður Rangers í Skotlandi en hún kemur til félagsins eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Breiðabliki í haust. Fótbolti 21. janúar 2025 13:17
Meistarar City halda áfram að bæta við sig Englandsmeistarar Manchester City halda áfram að bæta við leikmannahóp sinn og hafa nú fest kaup á varnarmanninum unga Vitor Reis fyrir 29,6 milljónir punda. Enski boltinn 21. janúar 2025 11:35
„Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að nú sé ekki rétti tímimm til að halda því fram að liðið hans sé það besta í heimi. Því hélt stjóri síðustu mótherja Liverpool fram eftir leik Bentford og Liverpool um helgina. Enski boltinn 21. janúar 2025 11:30
Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Miðjumaður Úlfanna fær ekki ekki spila aftur með liði sínu í ensku úrvalsdeildinni fyrr en leikmannaglugginn lokar. Þetta segir knattspyrnustjórinn hans Vitor Pereira. Enski boltinn 21. janúar 2025 10:31
Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice Frakkinn Emmanuel Petit gerði stór mistök í beinni sjónvarpsútsendingu í gærkvöldi þegar hann hélt því ranglega fram að önnur Arsenal goðsögn væri dáin. Enski boltinn 21. janúar 2025 10:02
„Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ibrahima Konaté, varnarmaður Liverpool, er að spila í gegnum sársauka þessa dagana en franski miðvörðurinn segist vera meira en tilbúinn að fórna sér fyrir félagið sitt. Enski boltinn 21. janúar 2025 09:31
Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sölvi Geir Ottesen er nýr þjálfari karlaliðs Víkings Reykjavíkur í fótbolta og fær hann það verðuga verkefni að taka við stjórn liðsins af hinum sigursæla Arnari Gunnlaugssyni sem er tekinn við íslenska landsliðinu. Arnar rak Sölva, í góðu, úr landsliðsteyminu en ekki kveiktu allir á því að allt var þetta gert í góðu og sátt allra hlutaðeigandi. Íslenski boltinn 21. janúar 2025 08:31
Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Ives Serneels, forveri Elísabetar Gunnarsdóttur í starfi landsliðsþjálfara Belgíu í fótbolta, hafði verið í fjórtán ár í starfi þegar honum var óvænt sagt upp með myndsímtali á föstudaginn. Fótbolti 21. janúar 2025 08:00
Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Ísland vann frábæran 23-18 sigur á Slóveníu á HM karla í handbolta í gærkvöld en kvöldið gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig hjá öllum Íslendingum í íþróttahöllinni í Zagreb. Handbolti 21. janúar 2025 07:32
Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Donald Trump sór í gær embættiseið sem nýr forseti Bandaríkjanna og meðal áhorfenda voru margir af hans bestu mönnum. Gianni Infantino, forseti FIFA, tilheyrir þeim hópi. Fótbolti 21. janúar 2025 06:31
Solskjær: Lét mig vinna launalaust Ole Gunnar Solskjær hitti tyrkneska blaðamenn í fyrsta sinn um helgina eftir að hann tók að sér að verða nýr knattspyrnustjóri hjá Besiktas. Hann leyfði sér líka að skjóta létt á forseta tyrkneska félagsins en það lá vel á Norðmanninum á fjölmiðlafundinum. Fótbolti 20. janúar 2025 23:31
Þróttur fær aðra úr Árbænum Þróttur Reykjavík hefur verið duglegt á leikmannamarkaðnum síðan tímabilinu í Bestu deild kvenna í knattspyrnu lauk. Klara Mist Karlsdóttir er gengin í raðir félagsins en hún lék síðast með Fylki. Íslenski boltinn 20. janúar 2025 20:32
Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Hinn tvítugi Abdukodir Khusanov er genginn í raðir Englandsmeistara Manchester City. Hann kemur frá Lens í Frakklandi. Enski boltinn 20. janúar 2025 19:46
Varnarmennirnir björguðu Chelsea Chelsea vann loks leik í ensku úrvalsdeildinni en liðið hafði farið fimm deildarleiki án sigurs þegar Úlfarnir mættu á Brúnna í kvöld. Voru það varnarmenn liðsins sem tryggðu liðinu sigur. Enski boltinn 20. janúar 2025 19:32
Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Franski framherjinn Kylian Mbappé segist vera aftur kominn í sitt besta form og hann sýndi það með því að skora tvívegis í 4-1 sigri Real Madrid á Las Palmas í spænsku deildinni í gær. Slæmu fréttirnar fyrir mótherja spænska stórliðsins er að sá franski telur sig nú vera búinn að aðlagast nýja félaginu sínu. Fótbolti 20. janúar 2025 18:02
Arnar fer með Ísland til Skotlands Karlalandslið Íslands í fótbolta mun mæta Skotlandi í vináttulandsleik á Hampden Park í Glasgow þann 6. júní. Fótbolti 20. janúar 2025 14:21
Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Sölvi Geir Ottesen var í dag kynntur sem nýr aðalþjálfari Víkings í fótbolta karla. Beðið hefur verið eftir þessu frá því að ljóst varð að Arnar Gunnlaugsson hætti til að taka við íslenska landsliðinu. Fótbolti 20. janúar 2025 14:03
Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Karlalið Fylkis í fótbolta seldi tvær treyjur frá landsliðsmanninum Orra Óskarssyni fyrir samtals hálfa milljón króna, á uppboði á herrakvöldi félagsins á dögunum. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Fylkismanna. Íslenski boltinn 20. janúar 2025 12:31
Elísabet tekin við Belgum Elísabet Gunnarsdóttir hefur verið ráðin þjálfari kvennalandsliðs Belgíu í fótbolta. Samningur hennar við belgíska sambandið gildir fram í júlí 2027. Fótbolti 20. janúar 2025 10:24
Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Alþjóðaleikmannasamtökin vöktu athygli á því á miðlum sínum hvað knattspyrnukonur heimsins eigi íslensku knattspyrnukonunni Söru Björk Gunnarsdóttur mikið að þakka. Fótbolti 20. janúar 2025 08:33
Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Liverpool goðsögnin Robbie Fowler hefur sína hugmynd um af hverju sé svona lítið sé að frétta af samningamálum þríeykisins Virgil van Dijk, Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold. Enski boltinn 20. janúar 2025 07:32
Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Það er ekki aðeins leikmannahópur og lið Manchester United sem þarf nauðsynlega á endurnýjun að halda. Enski boltinn 20. janúar 2025 06:30
Neymar á heimleið? Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar Jr. virðist mögulega vera á leið aftur til uppeldisfélags síns, Santos í Brasilíu, en félagið hefur lagt fram formlega beiðni til Al Hilal um að fá leikmanninn að láni. Fótbolti 19. janúar 2025 23:31
„Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Ruben Amorim, stjóri Manchester United, var ómyrkur í máli þegar hann ræddi við blaðamenn eftir 1-3 tap á heimavelli gegn Brighton í dag. Hann bauð sjálfur upp á fyrirsögn dagsins með hreinskilni sinni. Fótbolti 19. janúar 2025 19:15
Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Real Madrid tyllti sér aftur á topp spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag eftir þægilegan sigur 4-1 sigur á Las Palmas. Fótbolti 19. janúar 2025 17:26
Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Tveir Íslendingar voru í byrjunarliði Venezia sem gerði 1-1 jafntefli við Parma á útivelli í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Fótbolti 19. janúar 2025 16:28
Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Nottingham Forest lagði botnlið Southampton að velli, 3-2, í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 19. janúar 2025 16:03
Yfirlýsing frá City með stórsigri Englandsmeistarar Manchester City áttu ekki í neinum vandræðum með nýliða Ipswich í ensku úrvalsdeildinni í dag en City-menn léku við hvurn sinn fingur og unnu að lokum öruggan og þægilegan 6-0 sigur. Enski boltinn 19. janúar 2025 16:01
Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Þriðja tímabilið í röð vann Brighton sigur á Manchester United á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 1-3, Mávunum í vil. Enski boltinn 19. janúar 2025 16:00