Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Telma mætt til skosks stór­veldis

Landsliðsmarkvörðurinn Telma Ívarsdóttir er orðin leikmaður Rangers í Skotlandi en hún kemur til félagsins eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Breiðabliki í haust.

Fótbolti
Fréttamynd

Ó­sáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni

Sölvi Geir Otte­sen er nýr þjálfari karla­liðs Víkings Reykja­víkur í fót­bolta og fær hann það verðuga verk­efni að taka við stjórn liðsins af hinum sigursæla Arnari Gunn­laugs­syni sem er tekinn við íslenska landsliðinu. Arnar rak Sölva, í góðu, úr landsliðsteyminu en ekki kveiktu allir á því að allt var þetta gert í góðu og sátt allra hlutaðeigandi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Solskjær: Lét mig vinna launa­laust

Ole Gunnar Solskjær hitti tyrkneska blaðamenn í fyrsta sinn um helgina eftir að hann tók að sér að verða nýr knattspyrnustjóri hjá Besiktas. Hann leyfði sér líka að skjóta létt á forseta tyrkneska félagsins en það lá vel á Norðmanninum á fjölmiðlafundinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Þróttur fær aðra úr Ár­bænum

Þróttur Reykjavík hefur verið duglegt á leikmannamarkaðnum síðan tímabilinu í Bestu deild kvenna í knattspyrnu lauk. Klara Mist Karlsdóttir er gengin í raðir félagsins en hún lék síðast með Fylki.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Varnar­mennirnir björguðu Chelsea

Chelsea vann loks leik í ensku úrvalsdeildinni en liðið hafði farið fimm deildarleiki án sigurs þegar Úlfarnir mættu á Brúnna í kvöld. Voru það varnarmenn liðsins sem tryggðu liðinu sigur.

Enski boltinn
Fréttamynd

Mbappé með slæmar fréttir fyrir mót­herja Real Madrid

Franski framherjinn Kylian Mbappé segist vera aftur kominn í sitt besta form og hann sýndi það með því að skora tvívegis í 4-1 sigri Real Madrid á Las Palmas í spænsku deildinni í gær. Slæmu fréttirnar fyrir mótherja spænska stórliðsins er að sá franski telur sig nú vera búinn að aðlagast nýja félaginu sínu.

Fótbolti
Fréttamynd

Elísa­bet tekin við Belgum

Elísabet Gunnarsdóttir hefur verið ráðin þjálfari kvennalandsliðs Belgíu í fótbolta. Samningur hennar við belgíska sambandið gildir fram í júlí 2027.

Fótbolti
Fréttamynd

Neymar á heim­leið?

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar Jr. virðist mögulega vera á leið aftur til uppeldisfélags síns, Santos í Brasilíu, en félagið hefur lagt fram formlega beiðni til Al Hilal um að fá leikmanninn að láni.

Fótbolti
Fréttamynd

Yfir­lýsing frá City með stór­sigri

Englandsmeistarar Manchester City áttu ekki í neinum vandræðum með nýliða Ipswich í ensku úrvalsdeildinni í dag en City-menn léku við hvurn sinn fingur og unnu að lokum öruggan og þægilegan 6-0 sigur.

Enski boltinn