Liverpool upp fyrir Man. Utd með sigrinum á Wembley Liverpool er nú aftur eitt á toppnum sem sigursælasta félag enskrar knattspyrnu þegar allir titlar eru teknir saman. Enski boltinn 26. febrúar 2024 10:01
Glódís Perla gefur treyjur sínar og skó Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir kemur heldur betur sterk inn fyrir „Einstök börn“ sem er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Fótbolti 26. febrúar 2024 09:30
Bannar Playstation tölvur í landsliðinu Ítalski landsliðsþjálfarinn Luciano Spalletti er búinn að ákveða það að tölvuleikir trufli leikmenn landsliðsins í verkefnum þess. Fótbolti 26. febrúar 2024 09:01
Valinn maður leiksins í þriðja úrslitaleiknum Virgil van Dijk tryggði Liverpool enska deildabikarinn á Wembley í gær þegar hann skoraði sigurmarkið á móti Chelsea í framlengingu. Enski boltinn 26. febrúar 2024 08:46
Ronaldo brást við Messi köllunum með klúru látbragði Cristiano Ronaldo skoraði og fagnaði sigri með Al Nassr í gær en kom sér einnig í vandræði með ósmekklegu látbragði eftir leikinn. Fótbolti 26. febrúar 2024 08:00
Neville fann nýtt viðurnefni á Chelsea: „Ég hef enga samúð með þeim“ Gary Neville hrósaði Liverpool og gagnrýndi Chelsea eftir 1-0 sigur Liverpool á Chelsea í enska deildabikarnum á Wembley í gær. Enski boltinn 26. febrúar 2024 07:31
Sat eftir alblóðug í leik Athletic og Betis Leikur Real Betis og Athetic Bilbao var athyglisverður fyrir margar sakir. Betis vann góðan 3-1 sigur en ótrúlegt atvik skildi Guadalupe Porras, annan af aðstoðardómurum leiksins, eftir alblóðuga. Fótbolti 25. febrúar 2024 23:31
Segist aldrei hafa unnið jafn einstakan titil Jürgen Klopp hefur staðið uppi sem Englands-, Þýskalands- og Evrópumeistari á ferli sínum sem knattspyrnuþjálfari en sigur Liverpool á Chelsea í úrslitum enska deildarbikarsins ber höfuð og herðar yfir hina samkvæmt viðtali Þjóðverjans að leik loknum. Enski boltinn 25. febrúar 2024 23:00
Modrić hetja Real Madríd Gamla brýnið Luka Modrić reyndist hetja toppliðs Real Madríd þegar hann skoraði eina markið í sigri á Sevilla í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í kvöld. Sigurinn þýðir að Real er nú með 8 stiga forskot á toppi deildarinnar. Fótbolti 25. febrúar 2024 22:05
Ekkert fær Inter stöðvað Inter, topplið Serie A – ítölsku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, stefnir hraðbyr á meistaratitilinn þar í landi. Liðið vann 4-0 sigur á Lecce í dag á meðan nágrannar þess í AC Milan gerðu 1-1 jafntefli við Atalanta. Fótbolti 25. febrúar 2024 22:01
„Þurfa að finna sársaukann“ „Við sköpuðum fjögur til sex frábær færi en tókst ekki að skora,“ sagði heldur súr Mauricio Pochettino eftir 0-1 tap sinna manna í Chelsea gegn Liverpool í úrslitum enska deildarbikarsins í dag. Chelsea kom boltanum vissulega einu sinni í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Enski boltinn 25. febrúar 2024 21:30
Markaskorarinn Van Dijk hrósaði ungu strákunum eftir sigurinn Virgil van Dijk tryggði Liverpool sigur í enska deildabikarnum en hann skoraði tvívegis í úrslitaleiknum gegn Chelsea. Fyrra markið var dæmt af en það síðara, undir lok framlengingar, stóð og tryggði Liverpool sigurinn. Hann hrósaði ungum leikmönnum liðsins að leik loknum. Enski boltinn 25. febrúar 2024 20:45
Fékk á sig tvö víti og lét reka sig af velli í ótrúlegum sigri Miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason átti eftirminnilegt kvöld þegar lið hans Midtjylland vann ótrúlegan 3-2 sigur á AGF í dönsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í kvöld. Fótbolti 25. febrúar 2024 20:16
Dæmdur til árs í fangelsi degi áður en hann lagði upp sigurmarkið Ilias Chair, leikmaður QPR, var á föstudag dæmdur til 12 mánaða fangelsisvistar fyrir líkamsáras. Hann spilaði allan leikinn og lagði upp sigurmarkið fyrir Queens Park Rangers í 2-1 sigri í gær, laugardag, gegn Rotherham United. Enski boltinn 25. febrúar 2024 19:16
Fyrirliðinn tryggði Liverpool titilinn Liverpool vann Chelsea 1-0 í framlengdum úrslitaleik um enska deildarbikarinn á Wembley. Fyrirliðinn Virgil Van Dijk skoraði sigurmark Liverpool á 118. mínútu. Enski boltinn 25. febrúar 2024 18:00
Vlahović skoraði tvö og lagði upp í uppbótartímasigri Juventus Juventus vann 3-2 gegn Frosinone í 26. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Fjögur mörk voru skoruð í fyrri hálfleik, Dusan Vlahović skoraði tvö fyrir Juventus og varnarmaðurinn Daniele Rugani tryggði svo sigurinn í uppbótartíma. Fótbolti 25. febrúar 2024 13:40
„Tækifæri fyrir liðið að læra að vinna titla og fagna velgengni“ Eiður Smári Guðjohnsen hitaði upp með Sky Sports fyrir úrslitaleik Chelsea og Liverpool í enska deildarbikarnum síðar í dag. Enski boltinn 25. febrúar 2024 12:25
Klopp er „drullusama“ um fagnaðarlátalöggurnar Jurgen Klopp undirbýr lið sitt Liverpool fyrir úrslitaleik enska deildarbikarsins gegn Chelsea síðar í dag. Þjálfarinn hlaut gagnrýni fyrir látbragð sitt í sigurfögnuði gegn Luton Town í vikunni, en sjálfum er honum „drullusama“. Enski boltinn 25. febrúar 2024 11:30
Davíð Kristján genginn til liðs við Cracovia í Póllandi Davíð Kristján Ólafsson er genginn til liðs við pólska félagið Cracovia. Hann skrifaði undir samning til ársins 2026, með möguleika á framlengingu. Fótbolti 25. febrúar 2024 11:01
Svæfður í dá eftir alvarlegt höfuðhögg Alberth Elis, leikmaður Bordeaux í næstefstu deild Frakklands, var settur í dá eftir harkalegt höfuðhögg í leik gegn Guingamp í gær. Fótbolti 25. febrúar 2024 10:01
„Klikkuðum á grunnatriðinum“ „Við vorum ekki líkir sjálfum okkur í fyrri hálfleik. Við vorum mikið betri í seinni hálfleik þangað til þriðja markið sló okkur niður,“ sagði Eddie Howe eftir 4-1 tap sinna manna í Newcastle United gegn Arsenal á Emirates-vellinum í Lundúnum í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 25. febrúar 2024 08:00
Vel undirbúinn Þorvaldur horfir fram veginn Þorvaldur Örlygsson var í dag kjörinn formaður Knattspyrnusambands Íslands á ársþingi sambandsins sem haldið var í Framheimilinu. Tvær umferðir þurfti til að skera úr um sigurvegara kosninganna. Íslenski boltinn 25. febrúar 2024 07:00
„Leikmenn mínir eru ofurmenni“ Pep Guardiola gat ekki annað en hrósað leikmönnum sínum eftir nauman 1-0 útisigur á Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Enski boltinn 24. febrúar 2024 23:01
Stelpurnar úr leik Íslenska stúlknalandsliðið skipað leikmönnum 17 ára og yngra mátti þola 2-1 tap gegn Finnlandi í seinni umferð undankeppni EM sem fram fer síðar á þessu ári. Tapið þýðir að Ísland er úr leik. Fótbolti 24. febrúar 2024 22:30
Albert lagði upp í sigri Albert Guðmundsson lagði upp í 2-0 sigri á Udinese í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Fótbolti 24. febrúar 2024 22:05
Skytturnar halda í við toppliðin tvö Arsenal lagði Newcastle United 4-1 í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 24. febrúar 2024 22:00
Víkingur og KA skildu jöfn, ÍA skoraði sex og Þór lagði HK Fjöldinn allur af leikjum fór fram í Lengjubikar karla í knattspyrnu í dag. Íslands- og bikarmeistarar Víkinga gerðu 1-1 jafntefli við KA á meðan ÍA vann Dalvík/Reyni 6-0. Fótbolti 24. febrúar 2024 20:35
Kane hetjan í dramatískum sigri Þýskalandsmeistarar Bayern München unnu nauman 2-1 sigur á RB Leipzig í síðasta leik þýsku úrvalsdeildar karla í dag. Harry Kane reyndist hetja Bæjara en hann skoraði bæði mörkin, það síðara í uppbótartíma. Fótbolti 24. febrúar 2024 19:55
Meistararnir minnkuðu forskot Liverpool niður í aðeins eitt stig Englandsmeistarar Manchester City unnu 1-0 útisigur á Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sigurinn þýðir að forskot Liverpool á toppi deildarinnar er nú aðeins eitt stig. Enski boltinn 24. febrúar 2024 19:35
Ten Hag sagði ein mistök hafa kostað Man Utd leikinn Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, sagði ein mistök hafa kostað sína menn leikinn gegn Fulham í dag er liðin mættust á Old Trafford. Gestirnir skoruðu sigurmarkið þegar lítið var eftir af annars löngum uppbótartíma en fyrir leik dagsins hafði Man Utd verið á fínu skriði í deildinni. Enski boltinn 24. febrúar 2024 19:05