Fótbolti

Messi hvíldur en Martínez sá um Perú

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lautaro Martínez hefur skorað í öllum leikjum Argentínu í Suður-Ameríkukeppninni í ár.
Lautaro Martínez hefur skorað í öllum leikjum Argentínu í Suður-Ameríkukeppninni í ár. getty/Hector Vivas

Argentína vann 2-0 sigur á Perú í lokaleik sínum í A-riðli Suður-Ameríkukeppninnar í nótt.

Heimsmeistararnir voru komnir áfram fyrir leikinn og það gaf Lionel Scaloni, þjálfara þeirra, tækifæri til að hvíla nokkra leikmenn. Meðal þeirra var Lionel Messi sem meiddist í sigrinum á Síle, 1-0.

Lautaro Martínez var í byrjunarliði Argentínu í fyrsta sinn í keppninni og nýtti tækifærið vel. Hann skoraði bæði mörk argentínska liðsins og hefur því skorað sjö mörk í síðustu sex landsleikjum sínum.

Sigur Argentínu hefði getað verið stærri því Leandro Parades skaut í stöng úr vítaspyrnu í seinni hálfleik.

Kanada fylgir Argentínu upp úr B-riðlinum. Kanadamenn gerðu markalaust jafntefli við Sílemenn sem var nóg til að tryggja þeim sæti í átta liða úrslitum.

Kanada fékk fjögur stig í B-riðlinum en Síle tvö. Sílemönnum mistókst að skora í leikjunum þremur í riðlakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×