Evrópumeistararnir úr leik á EM og Sviss í átta liða úrslit Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. júní 2024 18:00 Sársvekktir Ítalar. Scamacca (t.v.) klúðraði dauðafæri sem Zaccagni (t.h.) lagði upp fyrir hann. Claudio Villa/Getty Images for FIGC Ríkjandi Evrópumeistarar Ítalíu eru úr leik á Evrópumótinu eftir 2-0 tap gegn Sviss í sextán liða úrslitum. Sviss mætir annað hvort Englandi eða Slóvakíu í 8-liða úrslitum. Ítalir höfðu ekki heillað marga á mótinu hingað til og voru á löngum köflum slakir í dag. Sviss mun hættulegri aðilinn og fyrsta dauðafæri leiksins fékk framherjinn Breel Embolo á 24. mínútu þegar hann slapp einn inn fyrir vörn Ítala en tókst ekki að krulla skotið framhjá markverðinum. Breel Embolo fékk stórhættulegt færi í upphafi leiks.Lars Baron/Getty Images Svisslendingar tóku forystuna á 37. mínútu þegar Ruben Vargas fann Remo Freuler í plássi inni í vítateig Ítala. Vargas gaf fasta sendingu sem skoppaði af löpp Freuler og upp í loft, hann skaut svo skoppandi boltanum í nærhornið og skoraði. Remo Freuler skoraði fyrsta mark leiksins. Lars Baron/Getty Images Stoðsendingagjafinn Ruben Vargas skoraði svo seinna mark Sviss á upphafsmínútu seinni hálfleiks. Ítalir andlega ómættir út úr búningsherbergjunum og gáfu Vargas mikið pláss og tíma til að athafna sig. Ekkert verður tekið af Vargas engu að síðar, glæsilegt skot sem hann smurði í fjærhornið. Við það vöknuðu Ítalir aðeins og áttu skot í stöng fimm mínútum síðar, aftur skoppaði boltinn svo af svissnesku stönginni á 74. mínútu eftir skot frá Scamacca. Nær komust Ítalir ekki, 2-0 lokaniðurstaða leiks og Sviss heldur áfram í 8-liða úrslit þar sem þeir mæta annað hvort Englandi eða Slóvakíu. EM 2024 í Þýskalandi
Ríkjandi Evrópumeistarar Ítalíu eru úr leik á Evrópumótinu eftir 2-0 tap gegn Sviss í sextán liða úrslitum. Sviss mætir annað hvort Englandi eða Slóvakíu í 8-liða úrslitum. Ítalir höfðu ekki heillað marga á mótinu hingað til og voru á löngum köflum slakir í dag. Sviss mun hættulegri aðilinn og fyrsta dauðafæri leiksins fékk framherjinn Breel Embolo á 24. mínútu þegar hann slapp einn inn fyrir vörn Ítala en tókst ekki að krulla skotið framhjá markverðinum. Breel Embolo fékk stórhættulegt færi í upphafi leiks.Lars Baron/Getty Images Svisslendingar tóku forystuna á 37. mínútu þegar Ruben Vargas fann Remo Freuler í plássi inni í vítateig Ítala. Vargas gaf fasta sendingu sem skoppaði af löpp Freuler og upp í loft, hann skaut svo skoppandi boltanum í nærhornið og skoraði. Remo Freuler skoraði fyrsta mark leiksins. Lars Baron/Getty Images Stoðsendingagjafinn Ruben Vargas skoraði svo seinna mark Sviss á upphafsmínútu seinni hálfleiks. Ítalir andlega ómættir út úr búningsherbergjunum og gáfu Vargas mikið pláss og tíma til að athafna sig. Ekkert verður tekið af Vargas engu að síðar, glæsilegt skot sem hann smurði í fjærhornið. Við það vöknuðu Ítalir aðeins og áttu skot í stöng fimm mínútum síðar, aftur skoppaði boltinn svo af svissnesku stönginni á 74. mínútu eftir skot frá Scamacca. Nær komust Ítalir ekki, 2-0 lokaniðurstaða leiks og Sviss heldur áfram í 8-liða úrslit þar sem þeir mæta annað hvort Englandi eða Slóvakíu.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti