„Það væri gaman að fylla Laugardalsvöllinn og ég held að það sé alveg möguleiki“ Kári Mímisson skrifar 29. júní 2024 17:40 Pétur Pétursson, þjálfari Vals. Vísir/Anton Brink Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður með lið sitt eftir 3-0 sigur gegn Þrótti en Valskonum tókst þar að tryggja farseðilinn í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna. „Ég er mjög ánægður með sigurinn. Við fórum síðast í úrslitin árið 2022 og gott að fá að mæta þangað aftur. Tilfinning er því mjög góð og gaman að fá að mæta aftur í úrslitaleikinn.“ Spurður hvernig honum hafi þótt frammistaða liðsins í dag hafa verið segist Pétur vera sáttur með hana og tekur fram að Þróttur sé með gott lið sem erfitt sé að leika gegn. Þessi lið mætast í deildinni á miðvikudaginn aftur og það verðu því spennandi að sjá hvað gerist þá. „Mér fannst frammistaðan vera ágæt í dag. Þróttarar eru með gott lið og alls ekki auðvelt að vinna þær. Leikurinn var svolítið fram og til baka hjá báðum liðum í fyrri hálfleik fannst mér. Þær mögulega aðeins sterkari og fengu fleiri færi. En þetta var bara hörkuleikur og ég er sáttur með frammistöðu liðsins og úrslitin.“ Meidd útaf í hálfleik og mikið álag á liðinu Miðjumaðurinn knái, Katie Cousins, fór af velli í hálfleik en hún hefur komið mjög vel inn í lið Vals eftir að hún skipti í vetur til þeirra frá Þrótti. Pétur segir að Katie hafi verið örlítið meidd fyrir leikinn og að hann hafi ekki viljað taka neina sénsa með hana. Hann tekur sömuleiðis fram að álagið sé mikið núna hjá liðunum í deildinni en að hópurinn hans sé í fínu standi eins og er. „Katie var smá tæp fyrir leikinn og við vissum ekki alveg hvort hún myndi byrja leikinn eða ekki. Við ákváðum að taka hana út af í hálfleik svo hún ætti nú alveg að vera í lagi. Það er mikið álag á öllum liðum núna enda mikið af leikjum þessa dagana. Það er ekki fyrr en á sunnudaginn í næstu viku sem þetta fer að róast eitthvað aðeins. Við erum alveg þokkalega góð eins og er. Guðrún Elísabet er meidd, Elísa Viðarsdóttir er alveg að koma til baka og þá er Þórdís Hrönn enn að glíma við smá meiðsli. Þetta lítur samt ágætlega út hjá okkur eins og staðan er í dag.“ Topplið Bestu deildarinnar mætast í úrslitum Í úrslitaleiknum, sem fer fram þann 16. ágúst, mæta Valskonur liði Breiðabliks sem tryggði sig þangað í gær með 2-1 sigri á Þór/KA fyrir norðan eftir framlengdan leik. Flestir eru á því að þetta séu tvö bestu lið landsins og því um virkilega spennandi úrslitaleik að ræða. Þessi lið mættust sömuleiðis í úrslitunum fyrir tveimur árum síðan og þá sigraði Valur 2-1 eftir spennandi leik. „Þetta verður frábær leikur. Það væri gaman að fylla Laugardalsvöllinn og ég held að það sé alveg möguleiki,“ sagði Pétur að lokum. Besta deild karla Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
„Ég er mjög ánægður með sigurinn. Við fórum síðast í úrslitin árið 2022 og gott að fá að mæta þangað aftur. Tilfinning er því mjög góð og gaman að fá að mæta aftur í úrslitaleikinn.“ Spurður hvernig honum hafi þótt frammistaða liðsins í dag hafa verið segist Pétur vera sáttur með hana og tekur fram að Þróttur sé með gott lið sem erfitt sé að leika gegn. Þessi lið mætast í deildinni á miðvikudaginn aftur og það verðu því spennandi að sjá hvað gerist þá. „Mér fannst frammistaðan vera ágæt í dag. Þróttarar eru með gott lið og alls ekki auðvelt að vinna þær. Leikurinn var svolítið fram og til baka hjá báðum liðum í fyrri hálfleik fannst mér. Þær mögulega aðeins sterkari og fengu fleiri færi. En þetta var bara hörkuleikur og ég er sáttur með frammistöðu liðsins og úrslitin.“ Meidd útaf í hálfleik og mikið álag á liðinu Miðjumaðurinn knái, Katie Cousins, fór af velli í hálfleik en hún hefur komið mjög vel inn í lið Vals eftir að hún skipti í vetur til þeirra frá Þrótti. Pétur segir að Katie hafi verið örlítið meidd fyrir leikinn og að hann hafi ekki viljað taka neina sénsa með hana. Hann tekur sömuleiðis fram að álagið sé mikið núna hjá liðunum í deildinni en að hópurinn hans sé í fínu standi eins og er. „Katie var smá tæp fyrir leikinn og við vissum ekki alveg hvort hún myndi byrja leikinn eða ekki. Við ákváðum að taka hana út af í hálfleik svo hún ætti nú alveg að vera í lagi. Það er mikið álag á öllum liðum núna enda mikið af leikjum þessa dagana. Það er ekki fyrr en á sunnudaginn í næstu viku sem þetta fer að róast eitthvað aðeins. Við erum alveg þokkalega góð eins og er. Guðrún Elísabet er meidd, Elísa Viðarsdóttir er alveg að koma til baka og þá er Þórdís Hrönn enn að glíma við smá meiðsli. Þetta lítur samt ágætlega út hjá okkur eins og staðan er í dag.“ Topplið Bestu deildarinnar mætast í úrslitum Í úrslitaleiknum, sem fer fram þann 16. ágúst, mæta Valskonur liði Breiðabliks sem tryggði sig þangað í gær með 2-1 sigri á Þór/KA fyrir norðan eftir framlengdan leik. Flestir eru á því að þetta séu tvö bestu lið landsins og því um virkilega spennandi úrslitaleik að ræða. Þessi lið mættust sömuleiðis í úrslitunum fyrir tveimur árum síðan og þá sigraði Valur 2-1 eftir spennandi leik. „Þetta verður frábær leikur. Það væri gaman að fylla Laugardalsvöllinn og ég held að það sé alveg möguleiki,“ sagði Pétur að lokum.
Besta deild karla Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira