Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

„Sáttur við hug­rekkið og kraftinn“

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var ánægður með leik liðsins gegn Noregi í Þjóðadeildinni í kvöld, þrátt fyrir að íslensku stelpunum hafi ekki tekist að sækja sigurinn.

Fótbolti
Fréttamynd

„Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“

Hildur Antonsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að það hafi verið hálfgerð vonbrigði að taka bara eitt stig gegn sterku norsku liði á Avis-vellinum í Laugardalnum í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Það er ein­falt að segja það, en við þurfum bara að skora“

„Við viljum vinna alla leiki á heimavelli og mér fannst við eiga mjög góð færi, nóg til að skora allavega eitt“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir eftir markalaust jafntefli Íslands gegn Noregi, þar sem Ísland fékk fjölda færa til að klára leikinn. Hins vegar er hægara sagt en gert að koma tuðrunni yfir línuna. 

Fótbolti
Fréttamynd

Bruno bestur í mars

Fyrirliði Manchester United, Bruno Fernandes, var valinn leikmaður mars-mánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Þetta er í fimmta sinn sem hann fær þessi verðlaun og í fyrsta skipti síðan 2020.

Enski boltinn
Fréttamynd

Á góðar minningar frá Þróttara­vellinum

Ís­lenska lands­liðs­konan Hildur Antons­dóttir er klár í að byrja gegn Noregi í Þjóða­deildinni í fót­bolta seinna í dag eftir að hafa glímt við meiðsli upp á síðkastið. Hún er sér­stak­lega spennt fyrir því að spila á heima­velli Þróttar Reykja­víkur, frá þeim velli á hún góðar minningar.

Fótbolti
Fréttamynd

Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit

Sölvi Geir Ottesen hefur skilning á ákvörðun Jóns Guðna Fjólusonar að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Jón Guðni er annar miðvörður Víkinga sem hættir iðkun knattspyrnu á skömmum tíma en þrátt fyrir það eru Víkingar vel mannaðir í öftustu línu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Haaland flúði Manchester borg

Norski framherjinn Erling Braut Haaland er meiddur og verður ekki með liði sínu Manchester City næstu vikurnar. Hann ætlar hins vegar ekki að eyða tíma sínum með liðsfélögum sínum í City því norska stórstjarnan hefur nú flúið Manchester.

Enski boltinn