Portúgal skoraði fjögur Portúgal lagði Finnland 4-2 í vináttuleik þjóðanna en sigurliðið er í óðaönn að undirbúa sig fyrir EM í fótbolta sem fram fer í Þýskalandi. Þá gerðu Ítalía og Tyrkland markalaust jafntefli. Fótbolti 4. júní 2024 21:05
Orri Steinn ekki með gegn Englandi og Hollandi Framherjinn Orri Steinn Óskarsson hefur þurft að draga sig út úr hópi íslenska A-landsliðsins í fótbolta sem spilar á næstu dögum vináttulandsleiki gegn Englandi og Hollandi. Í hans stað kemur Sævar Atli Magnússon inn í hópinn. Fótbolti 4. júní 2024 20:30
Besta sætið um KR: „Aumingja Gregg Ryder virðist því miður ekki eiga nein svör“ „Það var meðbyr í byrjun, nýr þjálfari og tveir sigrar í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins en nánast allt loft er farið úr blöðrunni,“ sagði Ingvi Þór Sæmundsson, þáttastjórnandi Besta sætisins, um lið KR í Bestu deild karla í fótbolta. Íslenski boltinn 4. júní 2024 20:01
Byrjunarliðið gegn Austurríki: Tvær breytingar og allar á skýrslu Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu, gerir engar breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik. Í þetta sinn eru líka allir leikmenn skráðir á skýrslu. Fótbolti 4. júní 2024 18:20
Þýskar komu til baka í Póllandi Þýska landsliðið er áfram með fullt hús stiga í A-deild undankeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta sem fram fer í Sviss á næsta ári. Þýskaland lagði Pólland 3-1 ytra í dag en um er að ræða þjóðirnar sem eru með Íslandi og Austurríki í riðli. Fótbolti 4. júní 2024 18:05
Segir enska knattspyrnusambandið vilja dæma Paquetá í lífstíðarbann Brasilíski miðjumaðurinn Lucas Paquetá, leikmaður West Ham United í ensku úrvalsdeildinni, er enn á ný í vandræðum vegna fjölda veðmála tengdum spilamennsku hann. Blaðamaður enska götublaðsins The Sun telur að enska knattspyrnusambandið vilji dæma leikmanninn í lífstíðarbann. Enski boltinn 4. júní 2024 17:46
Haraldur tekur við Grindavík Haraldur Árni Hróðmarsson hefur verið ráðinn þjálfari Grindavíkur í Lengjudeild karla í fótbolta. Íslenski boltinn 4. júní 2024 16:55
Lyngby lætur þjálfarann fara þrátt fyrir að hafa haldið liðinu uppi Lyngby hefur ákveðið að framlengja ekki samning þjálfarans David Nielsen þrátt fyrir að honum hafi tekist að halda Íslendingaliðinu uppi í efstu deild. Fótbolti 4. júní 2024 16:31
Steve Bruce orðinn þreyttur á atvinnuleysinu: „Leicester, þið vitið hvar þið finnið mig“ Steve Bruce, fyrrum leikmaður og þjálfari fjölmargra liða á Englandi, er orðinn þreyttur á atvinnuleysinu og vill finna sér eitthvað að gera. Hann lítur á opnun í stjórastarfi Leicester City sem mikið tækifæri. Enski boltinn 4. júní 2024 16:00
Tröllvaxinn tólf ára leikmaður nýjasta undrabarn Barcelona Mohamed Dabone er nýjasta undur körfuboltaheimsins, aðeins 12 ára gamall er hann þegar rúmir tveir metrar á hæð og farinn að spila langt upp fyrir eigin aldur í EuroLeague með Barcelona. Körfubolti 4. júní 2024 15:31
Leitaði ráða hjá Rio Ferdinand áður en hann tók flugið til Ísafjarðar Það vakti gífurlega athygli þegar að Rio Ferdinand, fyrrverandi leikmaður Manchester United og enska landsliðsins setti inn athugasemd við myndband sem að Besta deildin setti inn á Instagram af marki Toby King, leikmanns Vestra gegn Stjörnunni á dögunum. Ferdinand er náinn fjölskylduvinur Toby og hefur hann geta leitað ráða hjá honum í gegnum sinn feril í fótboltanum. Íslenski boltinn 4. júní 2024 15:13
Heimir Hallgrímsson: Usain er frábær manneskja og mikill aðdáandi landsliðsins Heimir Hallgrímsson unir sér vel í hitanum í Jamaíka. Hann er spenntur fyrir Ameríkukeppninni síðar í mánuðinum og telur góðar líkur á að landsliðið komist á næsta heimsmeistaramót. Það muni þeir gera með góðum stuðningi landsmanna, þeirra á meðal fyrrum spretthlauparans Usain Bolt. Fótbolti 4. júní 2024 15:00
United og Liverpool berjast um miðvörð Sporting Portúgalski miðvörðurinn Goncalo Inácio er eftirsóttur, meðal annars af ensku stórliðunum Manchester United og Liverpool. Enski boltinn 4. júní 2024 14:30
Segir að stærstu mistök í sögu Bayern hafi verið að selja Kroos Þýska fótboltagoðsögnin Lothar Matthäus segir að það hafi verið stærstu mistök í sögu Bayern München að selja Toni Kroos til Real Madrid. Fótbolti 4. júní 2024 14:01
Stúkan um varnarvandræði KR: „Það er ekkert sjálfstraust, menn eru farnir að efast um eigin getu“ KR hefur átt í miklum varnarvandræðum að undanförnu og fengið á sig töluvert fleiri mörk en óskað var eftir. Fimm sinnum þurftu Vesturbæingar að tína boltann úr eigin neti í gær og Stúkan hefur áhyggjur af stöðu mála. Íslenski boltinn 4. júní 2024 13:01
FH spilar í gulum búningi til styrktar Píeta samtakanna FH frumsýndi nýjan búning í leiknum gegn Fram í Bestu deild karla á föstudaginn. Búningurinn er styrktarbúningur fyrir Píeta samtökin. Íslenski boltinn 4. júní 2024 12:31
Rio Ferdinand klappar fyrir leikmanni Vestra Nýliðar Vestra unnu frábæran sigur á Stjörnunni 4-2 á sunnudaginn. Liðið er með tíu stig í níunda sæti Bestudeildarinnar eftir sigurinn. Sport 4. júní 2024 11:00
Vonar að landsliðsdyrnar séu enn opnar: „Ég hef ekki heyrt múkk“ Atvinnumaðurinn í knattspyrnu, Jón Daði Böðvarsson hefur ekkert heyrt frá núverandi landsliðsþjálfara Íslands síðan að sá tók við þjálfun liðsins. Hann vonar að landsliðsdyrnar séu enn opnar. Fótbolti 4. júní 2024 10:31
Stúkan ræðir ólöglegt mark Breiðabliks: „Ívar Orri er ekkert að horfa á þetta“ HK og Breiðablik mættust í Kórnum á sunnudag. Breiðablik fór þar með tveggja marka sigur en mikið hefur verið rætt um hvort fyrra mark þeirra hefði átt að standa þar sem boltinn var á ferð þegar aukaspyrna var tekin. Íslenski boltinn 4. júní 2024 10:01
Þrír ákærðir fyrir vallarinnrás á úrslitaleik Meistaradeildarinnar Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir sinn þátt í vallarinnrás á úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fór fram á Wembley síðasta laugardag Fótbolti 4. júní 2024 09:30
Sjáðu öll átta mörkin og rauða spjaldið í Reykjavíkurslagnum Valur lagði KR að velli í Vesturbæ í miklum markaleik þar sem rautt spjald fór á loft. Íslenski boltinn 4. júní 2024 08:31
Markmaður Austurríkis ekki með gegn Íslandi í kvöld Manuela Zinsberger, markvörður austurríska kvennalandsliðsins í fótbolta, verður ekki með gegn Íslandi í kvöld. Fótbolti 4. júní 2024 07:47
Dæmdur í sex mánaða bann eftir að hafa verið ólöglegur allan sinn landsliðsferil Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur staðfesti að Emilio Nsue, fyrirliði Miðbaugs-Gíneu, hafi aldrei verið löglegur með liðinu á 11 ára landsliðsferli sínum. Nsue vann til að mynda markahæsti leikmaður Afríkukeppninnar sem fram fór fyrr á þessu ári. Fótbolti 4. júní 2024 07:02
Orri Steinn á lista með verðandi framherja Real Madríd Svissneska tölfræðifyrirtækið CIES hefur birt lista yfir verðmætustu framherja heims sem eru yngri en 21 árs og spila ekki í neinum af sjö bestu deildum Evrópu. Endrick, verðandi leikmaður Real Madríd, trónir á toppi listans en Orri Steinn Óskarsson er í 5. sæti. Fótbolti 3. júní 2024 23:15
„Róm var ekki byggð á einum degi“ Gregg Ryder þjálfari KR segist ekki vera stoltur af því hvernig lið hans er að spila. KR tapaði 5-3 á heimavelli gegn Val í kvöld. Fótbolti 3. júní 2024 21:51
Tryggvi Hrafn eftir sigur Vals í Frostaskjóli: „Þetta var hálfpartinn furðulegt“ „Ég segi bara allt gott, þetta var hálfpartinn furðulegt. Það var 2-0 fyrir þeim eftir 5 mínútur en einhvern veginn endum við á að vera svekktir að vera ekki með meira en tveggja marka forystu í hálfleik,“ sagði Tryggvi Hrafn Haraldsson eftir ótrúlegan sigur Vals á KR í Bestu deild karla í fótbolta. Íslenski boltinn 3. júní 2024 21:30
Uppgjör og myndir: KR-Valur 3-5 | Vesturbæingar niðurlægðir í Frostaskjóli Valsmenn fóru illa með nágranna sína úr KR þegar liðin mættust í Bestu deildinni í Vesturbænum í kvöld. Hlíðarendapiltar unnu 5-3 sigur og vandræði KR-inga verða augljósari með hverjum leiknum. Íslenski boltinn 3. júní 2024 21:06
England gekk frá Bosníu-Hersegóvínu í lok leiks England lagði Bosníu-Hersegóvínu 3-0 í vináttulandsleik á St. James' Park í Newcastle. Mörkin komu öll í síðari hálfleik. Fótbolti 3. júní 2024 20:47
Mbappé um skiptin til Real: Draumur að rætast Franski framherjinn Kylian Mbappé er genginn í raðir Spánar- og Evrópumeistara Real Madríd. Í færslu á samfélagsmiðlum segir Mbappé draum vera að rætast sem og hann birti mynd sér með Cristiano Ronaldo þegar hann var yngri. Fótbolti 3. júní 2024 20:01
Hareide yngri orðinn yfirmaður íþróttamála hjá ensku C-deildarliði Bendik Hareide, sonur Åge Hareide – landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er orðinn yfirmaður íþróttamála hjá enska C-deildarliðinu Burton Albion. Enski boltinn 3. júní 2024 19:15