Dómarinn fyrrverandi segir Bruno hafa átt að fá gult Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. september 2024 19:01 Bruno Fernandes fékk rautt spjald fyrir þetta spark í James Maddison. Getty/Catherine Ivill Dermot Gallagher, fyrrverandi dómari í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu og núverandi sérfræðingur Sky Sports, segir að fyrirliðinn Bruno Fernandes hefði ekki átt að fá beint rautt spjald gegn Tottenham Hotspur um helgina. Fernandes fékk að líta rauða spjaldið þegar Tottenham leiddi 1-0 á Old Trafford í leik liðanna um liðna helgi. Portúgalinn rann er hann nálgaðist James Maddison og rakst á endanum utan í Maddison sem féll til jarðar. Brotið leit verr út en það í raun og veru var þar sem í raun virtist sem Fernandes hefði runnið og rekið takkana í fótlegg Maddison. Þrátt fyrir að það væri ekki raunin ákvað dómarateymi leiksins ekki að breyta ákvörðun sinni og Fernandes var sendur í sturtu. Hvort Man United hefði gengið betur 11 gegn 11 er alls óvíst miðað við yfirburði Tottenham fram að rauða spjaldinu en gestirnir úr Lundúnum unnu á endanum 3-0 sigur. Hinn 67 ára gamli Gallagher dæmdi í ensku úrvalsdeildinni frá 1992 til 2007. Í dag starfar hann að hluta til fyrir Sky Sports þar sem hann fer yfir stærstu dómaraákvarðanir deildarinnar. Dæmdi lengi vel í ensku úrvalsdeildinni.Phil Noble/Getty Images „Ég held að dómarinn sjái ekki atvikið nægilega vel. Hann sér ekki hvernig tæklingin fer. Hann rétt rekst utan í fótlegginn. Þetta er hálfgerð sjónhverfing, fýsilegri ákvörðun hefði verið gult spjald,“ sagði Dermot um rauða spjaldið. Sparkspekingurinn Sue Smith tók undir með dómaranum fyrrverandi. „Þetta er aldrei rautt. Hann rennur og snertir hann með hælnum. Það er enginn illska í þessu og hann er ekki að setja mótherjann í hættu. Þetta er án alls efa ekki rautt spjald, í mesta lagi gult.“ Talið er öruggt að Man United muni áfrýja rauða spjaldi Bruno en sem stendur er fyrirliðinn á leið í þriggja leikja bann. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira
Fernandes fékk að líta rauða spjaldið þegar Tottenham leiddi 1-0 á Old Trafford í leik liðanna um liðna helgi. Portúgalinn rann er hann nálgaðist James Maddison og rakst á endanum utan í Maddison sem féll til jarðar. Brotið leit verr út en það í raun og veru var þar sem í raun virtist sem Fernandes hefði runnið og rekið takkana í fótlegg Maddison. Þrátt fyrir að það væri ekki raunin ákvað dómarateymi leiksins ekki að breyta ákvörðun sinni og Fernandes var sendur í sturtu. Hvort Man United hefði gengið betur 11 gegn 11 er alls óvíst miðað við yfirburði Tottenham fram að rauða spjaldinu en gestirnir úr Lundúnum unnu á endanum 3-0 sigur. Hinn 67 ára gamli Gallagher dæmdi í ensku úrvalsdeildinni frá 1992 til 2007. Í dag starfar hann að hluta til fyrir Sky Sports þar sem hann fer yfir stærstu dómaraákvarðanir deildarinnar. Dæmdi lengi vel í ensku úrvalsdeildinni.Phil Noble/Getty Images „Ég held að dómarinn sjái ekki atvikið nægilega vel. Hann sér ekki hvernig tæklingin fer. Hann rétt rekst utan í fótlegginn. Þetta er hálfgerð sjónhverfing, fýsilegri ákvörðun hefði verið gult spjald,“ sagði Dermot um rauða spjaldið. Sparkspekingurinn Sue Smith tók undir með dómaranum fyrrverandi. „Þetta er aldrei rautt. Hann rennur og snertir hann með hælnum. Það er enginn illska í þessu og hann er ekki að setja mótherjann í hættu. Þetta er án alls efa ekki rautt spjald, í mesta lagi gult.“ Talið er öruggt að Man United muni áfrýja rauða spjaldi Bruno en sem stendur er fyrirliðinn á leið í þriggja leikja bann.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira