Bein útsending: Ferðaþjónustudaginn 2021 Samtök ferðaþjónustunnar standa fyrir Ferðaþjónustudeginum 2021 í Silfurbergi í Hörpu klukkan 14 í dag. Yfirskrift Ferðaþjónustudagsins er Viðspyrna í ferðaþjónustu – samtal við stjórnmálin. Innlent 16. september 2021 13:16
Hver ferðamaður eyðir þrisvar sinnum meira en áður Tekjur af erlendum ferðamönnum voru þrefalt hærri á öðrum ársfjórðungi samanborið við sama tíma í fyrra. Formaður SAF segir afar ánægjulegt að sjá að ferðamenn séu að dvelja lengur hér á landi og eyða meiru en áður. Viðskipti innlent 15. september 2021 13:01
Oft komnir á fremsta hlunn með að hætta við Aðstandendur útsýnispallsins á Bolafjalli voru oft komnir á fremsta hlunn með að hætta við byggingu pallsins, að sögn bæjarstjóra Bolungarvíkur. En ástríðan fyrir verkefninu trompaði öll bakslög og nú er pallurinn nánast tilbúinn. Innlent 13. september 2021 20:30
Slasaðist við að brjótast inn í Fimmvörðuskála í snælduvitlausu veðri Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út vegna tveggja ferðamanna sem höfðu lent í hrakningum í snælduvitlausu veðri þegar þeir voru á göngu yfir Fimmvörðuháls síðdegis í gær. Innlent 13. september 2021 09:41
„Ég fékk oft að heyra að þetta væri nú frekar bjartsýnt hjá mér“ „Ég hafði stofnað fyrirtækið Icelandic Coupons, sem er afsláttarapp fyrir ferðamenn og Íslendinga árið 2015. Í þeirri vegferð var ég mikið að funda á veitingahúsum landsins. Mér fannst ótrúlegt að sjá hvað voru margar aðferðir notaðar við að halda utan um borðabókanir. Sumir voru með stílabækur, aðrir voru að notast við Word í tölvum og enn aðrir við erlend bókunarforrit og svo framvegis,“ segir Inga Tinna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Dineout um aðdragandann að því að Dineout var stofnað. Atvinnulíf 13. september 2021 07:01
Ýmsum ráðum beitt til að tryggja viðskiptavinum bílaleigubíla Forstjóri Bílaleigu Akureyrar segir sumarið hafa verið framar vonum í útleigu bíla. Eftirspurnin hefur verið svo svo mikil að grípa hefur þurft til ýmissa ráða til að redda bílum fyrir viðskiptavini. Innlent 12. september 2021 20:30
Fókus á ferðaþjónustu! á síðasta áratug hefur ferðaþjónusta á Íslandi blómstrað. Fjöldi erlendra ferðamanna fjórfaldaðist frá 2010 til ársins 2019. Þessum vexti hafa fylgt margvísleg tækifæri fyrir byggðir landsins og víða má sjá uppbyggingu, tækifæri, mikinn kraft og lífleg samfélög um land allt. Skoðun 11. september 2021 07:00
Siglfirðingar með fótinn á gjöfinni þegar kemur að ferðaþjónustunni Siglufjörður hefur komist rækilega á kortið sem áfangastaður ferðamanna undanfarin ár. Þar á bæ er stefnt á enn frekari uppbyggingu fyrir ferðamenn. Innlent 10. september 2021 22:15
Hótel, verslanir og líkamsrækt gætu litið dagsins ljós á Langasandi Útivistarperlan Langisandur mun taka á sig breytta mynd á næstu misserum, þegar hugmyndir íbúa um nýtt skipulag líta dagsins ljós í lok mánaðar. Hótel, verslanir og margs konar þjónusta er því mögulega það sem koma skal á svæðinu. Innlent 10. september 2021 12:54
Stærsta rafíþróttamót heims haldið á Íslandi í nóvember Stærsta rafíþróttamót heims, heimsmeistaramótið í League of Legends, verður haldið í Reykjavík dagana 5. október til 6. nóvember. Þetta staðfestu Riot Games, framleiðendur vinsæla tölvuleiksins og skipuleggjendur mótsins, fyrr í dag. Viðskipti innlent 9. september 2021 13:11
Framtíð ferðaþjónustu á Íslandi Greinarhöfundar unnu sem lokaverkefni í MBA námi við Háskóla Íslands verkefni sem gekk út á að meta stöðuna í ferðaiðnaði á Íslandi og hvort nota mætti aðferðir nýsköpunar til að styrkja stöðu sjálfbærni og bæta markaðsímynd Íslands. Skoðun 9. september 2021 11:00
Lóðirnar hans Skúla í Hvammsvík flugu út Vel virðist hafa gengið hjá Skúla Mogensen að selja lóðirnar þrjátíu sem hann setti á sölu í Hvammsvík í Hvalfirði, þar sem hann vinnur nú að uppbyggingu ferðaþjónustu. Viðskipti innlent 8. september 2021 22:33
Öruggari með SafeTravel appinu Nýtt app var kynnt á dögunum sem ætlað er að stuðla að auknu öryggi á ferðalögum hér á landi, SafeTravel appið. Það einfaldar ákvarðanatöku við akstur á Íslandi og veitir upplýsingar í rauntíma um ástand og færð á vegum landsins, á ensku og íslensku. Sambærilegt app hefur ekki verið til fram að þessu. Skoðun 8. september 2021 15:30
Höfnuðu eina tilboðinu og bjóða út flugstöðina á ný Isavia hefur hafnað eina tilboðinu sem barst í viðbætur og breytingum á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli. Stefnt er á að bjóða út verkið á ný. Innlent 7. september 2021 20:23
Skaftá að komast í ham til að flæða yfir hringveginn Rennsli í Skaftá fór hratt vaxandi við Sveinstind eftir hádegi og er verið að loka hálendisvegum á svæðinu og rýma fjallaskála. Búist er við að hlaupið nái hámarki í byggð eftir tvo sólarhringa og eru líkur taldar á að hringvegurinn í Eldhrauni geti lokast um tíma. Innlent 6. september 2021 21:00
Lyftu líparíthaugum af veginum heim Grjóhrun hindraði för hópa Ferðamannafélags Íslands en göngugarparnir gerðu sér lítið fyrir og ýttu grjóthnullungum frá og út í á. Innlent 6. september 2021 10:23
Ferðamaður fylgdi Google Maps og lenti í ógöngum Erlendur ferðamaður sem ætlaði á Hótel Ásbrú í Reykjanesbæ þurfti aðstoð lögreglu eftir að hafa lent í ógöngum sem meðal annars má rekja til Google Maps. Maðurinn hafði slegið áfangastað sinn inn í forritið og fengið upp styttri leið að hótelinu. Innlent 4. september 2021 07:42
Fagnar með nokkrum bjórum eftir að hafa hlaupahjólað í kring um landið Tuttugu og sex ára Breti kláraði hringferð um landið á hlaupahjóli í dag. Hann segist alsæll með ferðina og stefnir á að fá sér nokkra íslenska bjóra til að fagna árangrinum. Innlent 3. september 2021 14:00
Silfurbergið frá Helgustöðum sagt hafa breytt heiminum Áhugi á Helgustaðanámunni við Reyðarfjörð hefur aukist og er áætlað að milli fimm og sjöþúsund ferðamenn skoði hana árlega. Nýútkomin bók varpar skýrara ljósi á það hvernig silfurbergið sem unnið var úr námunni í um 250 ára skeið olli straumhvörfum í vísindarannsóknum mannkyns. Innlent 2. september 2021 14:02
N1, Olís, Sky Lagoon og KFC vinsæl meðal handhafa ferðagjafarinnar Alls hafa 128.892 Íslendingar sótt svokallaða ferðagjöf en 85.079 hafa verið notaðar og 70.778 fullnýttar. Samkvæmt mælaborði ferðaþjónustunnar nemur upphæð notaðra gjafa 411 milljónum króna. Viðskipti innlent 2. september 2021 07:01
Einbeita sér að áfangastöðum þar sem eftirspurn er sterk Icelandair mun fljúga til 25 áfangastaða í vetraráætlun flugfélagsins sem nær frá 1. október til 31. mars. Félagið gerir hlé á flugi áfangastaða á borð við Helsinki og Glasgow þar sem eftirspurn hefur ekki náð sér á strik. Viðskipti innlent 1. september 2021 08:55
Síðasta þéttbýli Austurlands tengist brátt bundnu slitlagi Endurbygging fimmtán kílómetra vegarkafla á Fljótsdalshéraði í átt til Borgarfjarðar eystra markar þáttaskil í samgöngumálum Austurlands. Þegar malbikun vegarins lýkur verða allir þéttbýlisstaðir fjórðungsins tengdir bundnu slitlagi. Innlent 31. ágúst 2021 20:40
Fann ég á fjalli... Við stöndum mörg í þeirri meiningu að náttúruperlur Íslands séu ómetanlegur sameiginlegur fjársjóður okkar allra. En það er að breytast og sá veruleiki sem við erum flest alin upp við er að hverfa án allrar umræðu og án þess að þeir sem með völdin fara skýri afstöðu sína eða taki ábyrgð á málinu. Skoðun 31. ágúst 2021 18:31
Flugumferðarstjórar semja og aflýsa verkfalli Félag íslenskra flugumferðarstjóra skrifaði í dag undir nýjan kjarasamning við Isavia og hefur aflýst verkföllum sem voru fyrirhuguð voru í næstu viku. Innlent 28. ágúst 2021 19:40
Björguðu þrjátíu úr rútu sem festist í Krossá Björgunarsveitarmönnum tókst að bjarga um þrjátíu manns úr rútu sem festist í Krossá í Þórsmörk um hádegisbil í dag. Innlent 27. ágúst 2021 13:14
Skiptir máli að fá ferðamenn einnig um Egilsstaðaflugvöll Austfirðingar kalla eftir því að Egilsstaðaflugvöllur verði þróaður sem millilandaflugvöllur og þannig opnaðar fleiri gáttir fyrir ferðamenn inn í landið. Viðskipti innlent 27. ágúst 2021 10:34
Stórum áfanga náð á útsýnispallinum á Bolafjalli Það er að koma lokamynd á útsýnispallinn á hinu 640 metra háa Bolafjalli við Bolungarvík. Pallurinn opnar í haust, aðeins tveimur árum eftir að hugmyndin kom fyrst upp. Lífið 26. ágúst 2021 09:29
Of heitt til að læra inni á Akureyri Veðrið lék við íbúa Norðausturlands í dag. Svo hlýtt var að nemendur Menntaskólans á Akureyri erfitt með að sitja inni í hitanum. Innlent 25. ágúst 2021 21:06
Strangari reglur fyrir ferðamenn hér en á hinum Norðurlöndunum Kröfur á ferðamenn, bæði íslenska og erlenda, sem koma hingað til lands eru mun harðari en á ferðamenn á hinum Norðurlöndunum. Bólusettir farþegar þar þurfa ekki að fara í skimun, hvorki fyrir heimferð eða eftir komuna til landsins. Innlent 24. ágúst 2021 22:22
„Það síðasta sem við þurfum núna“ „Það er auðvitað það síðasta sem við þurfum núna, að sjá mikla röskun á flugstarfseminni, og þess vegna hlýtur maður bara að binda vonir við að aðilar haldi áfram að tala saman,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra á þriðjudag. Innlent 24. ágúst 2021 22:00