Spá 1,3 milljón ferðamanna á næsta ári Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. desember 2021 11:11 Ferðamenn við komuna til landsins á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Erlendir ferðamenn voru ríflega 75 þúsund í nóvember sem er svipaður fjöldi og fyrir sex árum en tuttuguföldun miðað við síðasta ár. Sem fyrr eru Bandaríkjamenn fjölmennastir en Bretar og fólk frá vesturhluta meginlands Evrópu sækir í sig veðrið. Ferðafólk hingað til lands verður líklega nærri 700 þúsundum í ár en sá fjöldi gæti tvöfaldast á næsta ári. Þetta kemur fram í Korni sem Greining Íslandsbanka gaf út í dag. Þar er vísað til talna Ferðamálastofu og Isavia um brottfarir erlendra farþega í nóvember. Þær hafa ekki verið færri síðan í júní en þó tuttugu sinnum fleiri en á sama tíma í fyrra þegar erlendir ferðamenn voru sjaldséðir hvítir hrafnar vegna faraldursins. Fækkun hefur verið á milli mánaða í nóvember undanfarin ár. Sé síðasta ár undanskilið hafa farþegar í nóvember ekki verið færri síðan árið 2015 og raunar er það ár líka nærtækast til samanburðar fyrir undanfarna mánuði. Á fyrstu 11 mánuðum ársins sóttu 623 þúsund ferðamenn landið heim um Keflavíkurflugvöll. Þeir eru því þegar orðnir heldur fleiri í ár en þau 600 þúsund sem Greining Íslandsbanka spáði í september. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur bankans, spáir því að fjöldi ferðafólks á næsta ári geti orðið í kringum 1,3 milljónir 2022 og 1,5 milljónir 2023. „Þótt vissulega sé ekki á vísan að róa varðandi þróun faraldursins og áhrif hans á ferðavilja og -getu á heimsvísu hefur reynsla síðustu missera sýnt okkur að Ísland er ferðafúsu fólki víða um heim ofarlega í huga um leið og færi gefast og engin ástæða til annars en vera bjartsýnn á bata ferðaþjónustunnar á komandi misserum,“ segir á vef Íslandsbanka. Þá er snert á þróun þjónustujafnaðar þar sem vantar tölur í desember til að loka síðasta fjórðungi ársins. „Líklegt má telja að fjöldi ferðamanna á tímabilinu verði á bilinu 50 – 70 þúsund í þeim mánuði og þar með eitthvað á þriðja hundrað þúsund á 4F í heild. Gangi það eftir gætu útflutningstekjur tengdar ferðamönnum orðið í námunda við 60 ma.kr. á lokafjórðungi ársins,“ segir í greiningunni. „Að okkar mati má túlka það sem ákveðinn varnarsigur að þrátt fyrir að gengið hafi á ýmsu í framgangi faraldursins og hægar hafi gengið að ráða niðurlögum hans en vonir stóðu til hefur ferðaþjónustan samt komið á ný til skjalanna sem býsna öflugur þáttur í öflun gjaldeyristekna.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Viðskipti innlent Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Fleiri fréttir Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Sjá meira
Þetta kemur fram í Korni sem Greining Íslandsbanka gaf út í dag. Þar er vísað til talna Ferðamálastofu og Isavia um brottfarir erlendra farþega í nóvember. Þær hafa ekki verið færri síðan í júní en þó tuttugu sinnum fleiri en á sama tíma í fyrra þegar erlendir ferðamenn voru sjaldséðir hvítir hrafnar vegna faraldursins. Fækkun hefur verið á milli mánaða í nóvember undanfarin ár. Sé síðasta ár undanskilið hafa farþegar í nóvember ekki verið færri síðan árið 2015 og raunar er það ár líka nærtækast til samanburðar fyrir undanfarna mánuði. Á fyrstu 11 mánuðum ársins sóttu 623 þúsund ferðamenn landið heim um Keflavíkurflugvöll. Þeir eru því þegar orðnir heldur fleiri í ár en þau 600 þúsund sem Greining Íslandsbanka spáði í september. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur bankans, spáir því að fjöldi ferðafólks á næsta ári geti orðið í kringum 1,3 milljónir 2022 og 1,5 milljónir 2023. „Þótt vissulega sé ekki á vísan að róa varðandi þróun faraldursins og áhrif hans á ferðavilja og -getu á heimsvísu hefur reynsla síðustu missera sýnt okkur að Ísland er ferðafúsu fólki víða um heim ofarlega í huga um leið og færi gefast og engin ástæða til annars en vera bjartsýnn á bata ferðaþjónustunnar á komandi misserum,“ segir á vef Íslandsbanka. Þá er snert á þróun þjónustujafnaðar þar sem vantar tölur í desember til að loka síðasta fjórðungi ársins. „Líklegt má telja að fjöldi ferðamanna á tímabilinu verði á bilinu 50 – 70 þúsund í þeim mánuði og þar með eitthvað á þriðja hundrað þúsund á 4F í heild. Gangi það eftir gætu útflutningstekjur tengdar ferðamönnum orðið í námunda við 60 ma.kr. á lokafjórðungi ársins,“ segir í greiningunni. „Að okkar mati má túlka það sem ákveðinn varnarsigur að þrátt fyrir að gengið hafi á ýmsu í framgangi faraldursins og hægar hafi gengið að ráða niðurlögum hans en vonir stóðu til hefur ferðaþjónustan samt komið á ný til skjalanna sem býsna öflugur þáttur í öflun gjaldeyristekna.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Viðskipti innlent Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Fleiri fréttir Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Sjá meira