Þjóðarhreyfing í þágu aldraðra Þær raddir gerast nú æ háværari að samtök aldraðra hasli sér völl á hinum pólitíska vettvangi í næstu alþingiskosningum, til að berjast fyrir hagsmunamálum sínum. Það er þó ekki víst að það yrði málstað þeirra til meiri framdráttar, en að halda áfram baráttunni á almennum vettvangi eins og þau gera nú. Fastir pennar 18. maí 2006 00:01
Okkar stríð, okkar friður Reynslan frá öldinni sem leið kennir okkur, að stríð og friður í Evrópu eru einnig okkar stríð og friður. Við eigum ekki að sitja uppi á vegg í sameinaðri Evrópu, allra sízt í vanhugsuðu eiginhagsmunaskyni. Við eigum heima í Evrópu. Fastir pennar 18. maí 2006 00:01
Philotimo, Economist, undirheimar Garðabæjar Hér er fjallað um virðinguna sem er mikilvægt atriði í grískri menningu, Sylvíu Nótt, misheppnaðan fund Economist um íslenskt efnahagslíf, undirheimana sem mun vera að finna í Garðabæ og alræmdan plastblómasala sem lögreglan leitar að... Fastir pennar 17. maí 2006 13:19
Yfir til þín: Brüssel! Sveiflur í gengi íslenskrar krónu eru heldur ekki innbyggður eiginleiki, sem við verðum að sætta okkur við vegna smæðar íslenska hagkerfisins. Gengi krónunnar er einfaldlega mælikvarði á íslenska hagstjórn. Það er engin lausn á vanda okkar að taka upp annan mælikvarða, styrkan gjaldmiðil eins og evru eða svissneskan franka. Fastir pennar 17. maí 2006 00:01
Skilaboð frá Hrafnagili Ábyrgð og dyggðir eru ekki fyrirbæri sem stjórnmálamenn geta lofað fólki og leyst með lögum og reglum. Markaðurinn, sem óneitanlega er mesta galdratæki efnahagslegra framfara, skilar heldur ekki einföldum lausnum á siðrænum gildum. Fastir pennar 17. maí 2006 00:01
Ætti að ganga skrefinu lengra Í ljósi trúnaðarbrests milli kjósenda og framboðsins þarf að vera ljóst hvort Eyþór er í kjöri eða ekki. Þegar slíkur brestur verður milli stjórnmálamanns og kjósenda verður er einungis ein leið til að endurnýja sambandið. Það er með kosningum. Eyþór þarf að sækja nýtt umboð til kjósenda sinna. Það gerir hann ekki í þessum kosningum, en gæti hugsanlega gert síðar. Hluti af því að axla ábyrgð er að víkja þar til nýtt umboð er fengið. Fastir pennar 16. maí 2006 00:01
Samræmdu prófin Vissulega má segja að nemendur með umtalsverða lestrarörðugleika hafi ekki mikinn lesskilning. Það er hinsvegar ekki sanngjarnt að nemandi með ágæta íslenskukunnáttu og gott vald á málinu fái mjög lága íslenskueinkunn vegna þess að hann er ófær um að lesa langa texta. Hvernig ætli blindir nemendur þreyti þetta próf? Fastir pennar 16. maí 2006 00:01
Skallapopp Með umfjöllun Time um áhrifamesta fólk í heiminum er hræðileg mynd af Paul Simon með yfirgreiddan skalla, hárígræðsluna gömlu og strekkt andlit. Eins og geimvera eða eitthvað úr Nip/Tuck. Hann er 64 ára, nýbúinn að gefa út plötu... Fastir pennar 15. maí 2006 22:01
Er á meðan er - heimurinn hossar mér Á leiðinni út hugsaði ég hvað stutt er síðan að Íslendingar voru svo fátækir og smáir og hvað virðingin fyrir peningum er í raun mikil í samanburði við önnur auðæfi sem standa af sér tímans straum. Margt hefur breyst á örskotsstundu á gamla Íslandi. Fastir pennar 15. maí 2006 00:01
Að spara símapeningana Ríkisstjórnin þarf að efla trú manna og traust á því að hún sé þess albúin að gera það sem þarf til þess að varðveita stöðugleikann. Of seint er að gera það í haust. Stundin er núna. Ein er sú ráðstöfun sem auðvelt ætti að vera að verja út frá öllum almennum stjórnmálalegum forsendum. Hún er sú að fresta ráðstöfun á þeim afgangi símapeninganna sem áformað er að renni á næstu árum til margra þarfra framkvæmda. Fastir pennar 15. maí 2006 00:01
Samkeppnishæfni, draslmenning, yfirlýsing Dags og Vilhjálms Hér er fjallað um alþjóðlegar kannanir sem ná ekki að mæla ruglið sem er í gangi á Íslandi, drasl sem flæðir yfir okkur í mat, drykk og menningu, léleg svör við efasemdum um byggingu nýja Landspítalans og umræður Dags B. og Vilhjálms Þ. í Silfrinu í dag... Fastir pennar 14. maí 2006 23:23
Listahátíð til fyrirmyndar Listahátíð í Reykjavík var sett á föstudag í tuttugusta sinn. Sú fyrsta var haldin árið 1970, fjórum árum eftir að Ríkisútvarpið hóf sjónvarpsútsendingar. Það er um margt athyglisvert að bera saman þessar tvær menningarstofnanir sem eiga það sammerkt að vera menningarfyrirtæki sem eru fjármögnuð í bland með skattpeningum og sjálfsaflafé. Fastir pennar 14. maí 2006 00:01
Vofur R-listans Gömlu R-lista flokkarnir verða að gefa skýr svör um með hverjum þeir vilja vinna eftir kosningar. Þeir geta ekki gefið hið hefðbundna svar stjórnmálaflokka, sem starfað hafa saman í samsteypustjórnum, að þeir gangi óbundir til kosninga. Fastir pennar 14. maí 2006 00:01
Húrra fyrir Dorrit Hér er fjallað um Dorrit Moussaieff og rétt hennar til að tjá sig, hina sorglegu ríkisstjórn sem á eftir að lafa í Washington í næstum þrjú ár í viðbót, vangaveltur Styrmis um partner fyrir Sjálfstæðisflokkinn og loks er spurt hvort brandarinn um Sylvíu Nótt sé að súrna... Fastir pennar 13. maí 2006 13:02
Þeim var ég verst, er ég unni mest Pólitísk umræða er nauðsynleg og æskileg en getum við ekki hafið okkur yfir þá lágkúru að gera lítið úr einstaklingum eða manneskjum, sem okkur fellur ekki við? Ég vek athygli á því að Morgunblaðið er eini fjölmiðillinn sem temur sér þennan málflutning. Fastir pennar 13. maí 2006 00:01
Metnaðarfullt markmið Háskóli þarf annars vegar að standa undir nafni sem vísindastofnun og hinsvegar að sjá þjóðfélaginu fyrir vel menntuðu fólki til að annast hin margvíslegustu störf, þar sem í síauknum mæli er gerð krafa um háskólamenntun,- ekki síst til að standast alþjóðlega samkeppni. Það er því ekki aðeins varðandi fjölda doktora sem háskólar þurfa að standa sig, heldur ekki síður varðandi gott og vandað hagnýtt nám til þess að hér geti þrifist gott þjóðfélag. Fastir pennar 13. maí 2006 00:01
Gráglettni örlaganna Sú var tíð að helst var aldrei minnst á Ísland í dönskum blöðum, hvað þá öðrum fjölmiðlum. Almenningur í Danmörku vissi lítið sem ekkert um þessa gömlu hjálendu norður í Atlantshafinu. Fæst ungt fólk í Danmörku þekkir aukheldur til gamalla stjórnskipulegra tengsla við Ísland. Fastir pennar 12. maí 2006 00:01
Galbraith látinn Hagfræðingurinn heimskunni John Kenneth Galbraith lést á dögunum, 97 ára að aldri. Snemma á áttunda áratug var ég eitt sinn í hópi nokkurra námsmanna í Oxford, sem snæddu kvöldverð með Galbraith í matstofu málfundafélags háskólans, áður en hann flutti þar ræðu. Fastir pennar 12. maí 2006 00:01
Baugsmál, Mogginn, Sylvía Nótt Hér er fjallað um deilurnar vegna Kastljóssins og Baugs, furðulega fréttamennsku á Mogganum, ljótleika Reykjavíkur, óþjóðhollt kapítal og svo er spurt hvort sé verra að Sylvía Nótt fari með guðlast eða klám... Fastir pennar 11. maí 2006 18:50
Aldrei sama greiðslan? Sá þriðjungur sílesku þjóðarinnar, sem studdi Pínóchet og stjórn hans gegnum þykkt og þunnt, þreyttist aldrei á að mæra Pínóchet fyrir heiðarleika. Hann kann að hafa brotið gegn mannréttindum, sagði þetta fólk (130 þúsund handtökur, 30 þúsund fangelsisdómar með pyndingum og öllu tilheyrandi, þrjú þúsund morð), en hann er strangheiðarlegur. Fastir pennar 11. maí 2006 00:01
Fjölmiðlar á krossgötum Uppspretta frétta er orðin margfalt fjölbreyttari en sú að fólk sæki eingöngu til blaða, ljósvakamiðla eða fréttasíðna á netinu þar sem atvinnumenn í fréttum vega og meta hvað telst fréttnæmt og deila því síðan út til lesenda sinna, hlustenda eða áhorfenda. Fastir pennar 11. maí 2006 00:01
Það sem skiptir máli Maður á ekki að segja að þessar kosningar séu leiðinlegar. Það er verið að tala um hluti sem skipta máli. Og það er frábært að frambjóðendur séu tilbúnir að leggja fram konkret, alvöru hugmyndir – ekki bara moð sem stuðar ekki neinn og miðar að því að hafa miðjuna góða. Fastir pennar 10. maí 2006 20:58
Ekki alveg sú fegursta Höfuðborgarsvæðið okkar minnir líka miklu meira á samvaxna smábæi í Bandaríkjunum en á evrópska borg. Fastir pennar 10. maí 2006 00:01
Flugvallarmál og Sundabraut Framtíð Reykjavíkurflugvallar er svo ekki síður hagsmunamál landsbyggðarfólks og sjónarmið þess verður að virða og taka tillit til varðandi málið. Fastir pennar 10. maí 2006 00:01
Að gegnsýra pólitíkina Háskólamenntun á Íslandi þarf að komast á það stig að hingað sæki erlendir námsmenn og vísindamenn. En á sama hátt er brýnt að íslenskir námsmenn haldi áfram að sækja menntun til útlanda í einhverjum mæli. Það eykur á fjölbreytni þekkingarinnar. Fastir pennar 9. maí 2006 00:01
Um kosningar Mér finnst rétt að staldra aðeins við þessa óþolinmæði og þreytu, og spyr sjálfa mig, hvenær eiga stjórnmálamenn að láta í sér heyra ef ekki fyrir kosningar? Ætli við mundum muna sérlega vel hvað þau segðust ætla að gera eða beita sér fyrir ef allir frambjóðendur hefðu þagað síðan síðasta sumar? Fastir pennar 9. maí 2006 00:01
Allir sammála Við erum að fara um landið með kosningafundi á vegum NFS – sem er ákaflega gaman. En það vekur athygli að víðast hver eru menn sammála um flest mál, þ.e. grundvallaratriðin – hvað sveitarfélagið eigi að gera, hver stefnan skuli vera. Stundum er ekki hægt að toga fram skoðanaágreining með töngum... Fastir pennar 8. maí 2006 23:08
Fjarar undan Blair í Bretlandi Tony Blair virðist hafa verið búinn að gera ráð fyrir hvernig færi í kosningunum nú, því strax á föstudagsmorgun kallaði hann ráðherrana hvern á fætur öðrum á sinn fund og tilkynnti þeim um örlög þeirra. Það mátti lesa á svipbrigðunum í andlitum þeirra þegar þeir komu út af fundi hans í forsætisráðherrabústaðnum, hver þau hefðu verið, að sögn breskra fjölmiðla. Fastir pennar 8. maí 2006 02:29
Vetur án RÚV Fræg er sagan af fyrrum yfirmanni RÚV sem kynnti fjárhagsáætlun stofnunarinnar með þessum lokaorðum: Og restin fer síðan í dagskrárhítina. Fastir pennar 8. maí 2006 00:01
Árbæjarsafn, hrepparígur, kosningabrellur, evran Hér er mælt með því að Árbæjarsafn verði flutt í Hljómskálagarðinn en flugvöllur verði settur niður á Bessastaðanesi, rætt um viðbrögð við hugmyndum um flugvöll á Lönguskerjum, kosningabrellu Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem gefur kjósendum peninga og fyrirtæki sem vilja frekar nota evrur en íslensku krónuna... Fastir pennar 7. maí 2006 23:07
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun