Að gegnsýra pólitíkina 9. maí 2006 00:01 Það er of djúpt í árinni tekið að skólapólitík hafi ekki verið til á Íslandi. Framhjá hinu verður hins vegar ekki litið að skólapólitísk markmið hafa löngum verið í skugga þrefs um kennslukaup, byggingar og formúlur til þess að deila út skattpeningum til skóla. Pólitísk umræða á Íslandi snýst um efnahagsmál og atvinnumál. Skipulag stjórnarráðsins byggir á atvinnuháttum liðins tíma. Menn geta verið heilan mannsaldur á Alþingi án þess að tala um skólamál. Landbúnaðarráðherrann rekur háskóla. Hvaða vit er í því annað en að réttlæta að ráðherrann hafi nóg að gera? Öll atvinnuvegaráðuneytin reka rannsóknarstofnanir sem í raun réttri eru háskólastofnanir. Allar ríkisstjórnir hafa verið undir sömu sök seldar í þessum efnum. Nú er að sönnu verið að stíga ný skref varðandi nokkrar rannsóknarstofnanir er tengst hafa atvinnuvegunum. Það getur hugsanlega leitt til betri og nánari tengsla við háskólaumhverfið. Ýmislegt er þó óljóst þar um. En í þessu efni þarf að stíga stærri skref til að mynda varðandi hafrannsóknir. Aðalatriðið er að hér þarf að móta markvissa stefnu.Kaupskapur milli úreltra atvinnuvegaráðuneyta á einfaldlega ekki að ráða menntastefnunni. Nýtt frumvarp til laga um háskóla er einnig framfaraskref. Þar er gerður úr garði rammi fyrir allt háskólastarf í landinu, bæði kennslu og rannsóknir, og lagalegt umhverfi þess mótað. En þar með er sagan ekki öll sögð. Það þarf sál í múrverkið. Menntastefnan er atvinnupólitík eða lífskjarapólitík framtíðarinnar. Fyrir þá sök þarf að gefa henni meira stjórnmálalegt vægi.Engum blöðum er um það að fletta að lífskjör þjóðarinnar í framtíðinni munu ráðast af því hversu vel mun takast til um að efla almenna menntun, verkmenntun, háskólamenntun og rannsóknir. Háskóli Íslands hefur um margt verið staðnaður. Nú hefur nýr rektor sett skólanum skýr og háleit markmið. Skólinn sjálfur þarf að gera upp ýmis innri málefni. En menntapólitíkin þarf með skýrum hætti að sýna á hvern veg hún styður við þetta markmið. Aðrir háskólar eru einnig að vinna merkilegt starf. Þar er margur mikilvægur vaxtabroddur. Umfram allt hefur þar komið fram eftirtektarvert frumkvæði. Þar eru líka tækifæri til þess að rækta það í menntun og rannsóknum sem stenst samjöfnuð á við það besta. Hitt dylst engum að kröftunum er dreift um of. Veruleg hætta er á því að skýr og nauðsynleg markmið um að lyfta háskóla- og rannsóknastarfinu í landinu náist ekki þróist mál áfram á þann veg. Það var skynsamleg ráðstöfun þegar Tækniháskólinn sameinaðist Háskólanum í Reykjavík. Það er gott til þess að vita að áhugi er á að sameina Kennaraháskólann og Háskóla Íslands. En hér þarf meira að koma til. Háskólamenntun á Íslandi þarf að komast á það stig að hingað sæki erlendir námsmenn og vísindamenn. En á sama hátt er brýnt að íslenskir námsmenn haldi áfram að sækja menntun til útlanda í einhverjum mæli. Það eykur á fjölbreytni þekkingarinnar. Í því samhengi þurfum við að huga að því að afstaða okkar til alþjóðlegrar samvinnu eins og innan Evrópu taki mið af því hvernig við treysum sem best möguleika okkar til menntunar og rannsókna. Markmið í menntun og rannsóknum þurfa í raun réttri að gegnsýra alla pólitík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Það er of djúpt í árinni tekið að skólapólitík hafi ekki verið til á Íslandi. Framhjá hinu verður hins vegar ekki litið að skólapólitísk markmið hafa löngum verið í skugga þrefs um kennslukaup, byggingar og formúlur til þess að deila út skattpeningum til skóla. Pólitísk umræða á Íslandi snýst um efnahagsmál og atvinnumál. Skipulag stjórnarráðsins byggir á atvinnuháttum liðins tíma. Menn geta verið heilan mannsaldur á Alþingi án þess að tala um skólamál. Landbúnaðarráðherrann rekur háskóla. Hvaða vit er í því annað en að réttlæta að ráðherrann hafi nóg að gera? Öll atvinnuvegaráðuneytin reka rannsóknarstofnanir sem í raun réttri eru háskólastofnanir. Allar ríkisstjórnir hafa verið undir sömu sök seldar í þessum efnum. Nú er að sönnu verið að stíga ný skref varðandi nokkrar rannsóknarstofnanir er tengst hafa atvinnuvegunum. Það getur hugsanlega leitt til betri og nánari tengsla við háskólaumhverfið. Ýmislegt er þó óljóst þar um. En í þessu efni þarf að stíga stærri skref til að mynda varðandi hafrannsóknir. Aðalatriðið er að hér þarf að móta markvissa stefnu.Kaupskapur milli úreltra atvinnuvegaráðuneyta á einfaldlega ekki að ráða menntastefnunni. Nýtt frumvarp til laga um háskóla er einnig framfaraskref. Þar er gerður úr garði rammi fyrir allt háskólastarf í landinu, bæði kennslu og rannsóknir, og lagalegt umhverfi þess mótað. En þar með er sagan ekki öll sögð. Það þarf sál í múrverkið. Menntastefnan er atvinnupólitík eða lífskjarapólitík framtíðarinnar. Fyrir þá sök þarf að gefa henni meira stjórnmálalegt vægi.Engum blöðum er um það að fletta að lífskjör þjóðarinnar í framtíðinni munu ráðast af því hversu vel mun takast til um að efla almenna menntun, verkmenntun, háskólamenntun og rannsóknir. Háskóli Íslands hefur um margt verið staðnaður. Nú hefur nýr rektor sett skólanum skýr og háleit markmið. Skólinn sjálfur þarf að gera upp ýmis innri málefni. En menntapólitíkin þarf með skýrum hætti að sýna á hvern veg hún styður við þetta markmið. Aðrir háskólar eru einnig að vinna merkilegt starf. Þar er margur mikilvægur vaxtabroddur. Umfram allt hefur þar komið fram eftirtektarvert frumkvæði. Þar eru líka tækifæri til þess að rækta það í menntun og rannsóknum sem stenst samjöfnuð á við það besta. Hitt dylst engum að kröftunum er dreift um of. Veruleg hætta er á því að skýr og nauðsynleg markmið um að lyfta háskóla- og rannsóknastarfinu í landinu náist ekki þróist mál áfram á þann veg. Það var skynsamleg ráðstöfun þegar Tækniháskólinn sameinaðist Háskólanum í Reykjavík. Það er gott til þess að vita að áhugi er á að sameina Kennaraháskólann og Háskóla Íslands. En hér þarf meira að koma til. Háskólamenntun á Íslandi þarf að komast á það stig að hingað sæki erlendir námsmenn og vísindamenn. En á sama hátt er brýnt að íslenskir námsmenn haldi áfram að sækja menntun til útlanda í einhverjum mæli. Það eykur á fjölbreytni þekkingarinnar. Í því samhengi þurfum við að huga að því að afstaða okkar til alþjóðlegrar samvinnu eins og innan Evrópu taki mið af því hvernig við treysum sem best möguleika okkar til menntunar og rannsókna. Markmið í menntun og rannsóknum þurfa í raun réttri að gegnsýra alla pólitík.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun