Um kosningar 9. maí 2006 00:01 Nú eru um tvær og hálf vika til sveitarstjórnarkosninga. Stjórnmálamennirnir á þönum út um allt að tala við kjósendur, segjandi hvað þeir hyggist gera komist þeir til valda eða haldi þeir völdum, allt eftir því hver í hlut á. Það er eins og kosningabaráttan fari eitthvað í taugarnar á sumu fólki. Mér finnst rétt að staldra aðeins við þessa óþolinmæði og þreytu, og spyr sjálfa mig, hvenær eiga stjórnmálamenn að láta í sér heyra ef ekki fyrir kosningar? Ætli við mundum muna sérlega vel hvað þau segðust ætla að gera eða beita sér fyrir ef allir frambjóðendur hefðu þagað síðan síðasta sumar? Hugmynd sem er náttúrlega bara bull, vegna þess að síðasta sumar vissum við ekki hverjir yrðu í framboði, nema að óskastaða sumra þeirra sem helga starfskrafta sína stjórnmálavafstri væri uppi, sem sagt að aldrei sé skipt um frambjóðendur. Sú skoðun að þeir sömu eigi alltaf að vera í framboði er næsta stig við að þeir sömu eigi alltaf að vera við völd, sem ég held að sé það sama og að afnema lýðræðið. Einmitt vegna þess að kosningar eru aðferð í lýðræðisþjóðfélagi til að veita fólki, almenningi, völd, er ég svolítið eða öllu heldur mjög óhress með þá sem býsnast og þreytast á því sem kallað er kosningabrölt. Á kosningadag hafa kjósendur, við, möguleika á að skipta um fólkið sem stjórnar sameiginlegum málum okkar og þar með skipta um þær áherslur sem eru í sveitar- eða landsstjórninni. Fræg eru ummæli Churchill um að lýðræðið væri vont stjórnarfyrirkomulag en öll önnur sem reynd hefðu verið væru verri. Vilmundur Jónsson fyrrum landlæknir sagði: Kosturinn við lýðræðið er að losna má við valdhafana án þess að þurfa að skjóta þá. Einmitt vegna þess að við þekkjum ekkert annað betra stjórnarfyrirkomulag þá verðum við að virða lýðræðið og bera virðingu fyrir stofnunum þess. Hornsteinn stofnana lýðræðisins er kosningar. Hvaða boðskap eru flokkarnir að flytja okkur núna, um hvað erum við að kjósa? Fljótt á litið virðist mér þetta geta litið einhvern veginn þannig út. Frjálslyndi flokkurinn segir að málið snúist um að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni. Bé-lístinn sem kýs að vera í gegnsæjum dularklæðum og kalla sig ekki Framsóknarflokk vill fara með flugvöllinn út á Löngusker. Sjálfstæðisflokkurinn vill komast til valda og Samfylkingin vill ekki að hann komist til valda og ég hef ekki alveg náð hvað Vinstri-grænum liggur helst á hjarta. Það er góðs viti að þeir, sem létu Vegagerðina valta yfir sig þegar hryllingurinn sem Hringbrautin er í Vatnsmýrinni var lögð, hafa lært af mistökunum og ætla nú að vinna öðru vísi að lagningu næsta stórmannvirkis sem er Sundabrautin. Ég er því ánægð með yfirlýsingu Dags um að skoða eða athuga möguleika á að leggja þá götu í göng. Gott væri ef samgönguráðherrann hlutstaði líka á fólk og áttaði sig á því að þjóðin vill miklu fremur eyða peningum í Sundabrautargöng en Héðinsfjarðargöng, enda mun fleiri sem mundu njóta góðs af þeim fyrrnefndu. Öldrunarmál, sem kölluð eru, hafa verið mikið til umræðu. Þau snúast um hvernig búið er að gamla fólkinu. Ég er ekki viss um að það leysi neinn vanda að flytja ábyrgð á þessum málum frá ríki til sveitarfélaga, um það verður heldur ekki kosið í þessum kosningum. Vandinn í málefnum aldraðra verður ekki leystur nema með því að veita meiri peningum til þeirra mála. Það er svolítið fyndið að heyra Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn býsnast yfir ástandinu. Flokkarnir sem þeir eru í hafa á annan áratug ráðið yfir ríkiskassanum og stefnunni í heilbrigðis- og félagsmálum. Er líklegt að eitthvað breytist við að Sjálfstæðisflokkurinn nái meirihluta í Reykjavík, eða maðurinn í dularframboðinu nái svokallaðri oddaaðstöðu? - það get ég ekki séð. Til að eitthvað breytist til batnaðar í málefnum aldraðra þarf að fella ríkisstjórnina í alþingiskosningum sem verða eftir ár. Góð byrjun á því verkefni væri að kjósendur sýndu hug sinn til afreka þessara flokka í stjórn ríkisins og við launasetningu ráðherra, með því að kjósa þá heldur ekki núna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Nú eru um tvær og hálf vika til sveitarstjórnarkosninga. Stjórnmálamennirnir á þönum út um allt að tala við kjósendur, segjandi hvað þeir hyggist gera komist þeir til valda eða haldi þeir völdum, allt eftir því hver í hlut á. Það er eins og kosningabaráttan fari eitthvað í taugarnar á sumu fólki. Mér finnst rétt að staldra aðeins við þessa óþolinmæði og þreytu, og spyr sjálfa mig, hvenær eiga stjórnmálamenn að láta í sér heyra ef ekki fyrir kosningar? Ætli við mundum muna sérlega vel hvað þau segðust ætla að gera eða beita sér fyrir ef allir frambjóðendur hefðu þagað síðan síðasta sumar? Hugmynd sem er náttúrlega bara bull, vegna þess að síðasta sumar vissum við ekki hverjir yrðu í framboði, nema að óskastaða sumra þeirra sem helga starfskrafta sína stjórnmálavafstri væri uppi, sem sagt að aldrei sé skipt um frambjóðendur. Sú skoðun að þeir sömu eigi alltaf að vera í framboði er næsta stig við að þeir sömu eigi alltaf að vera við völd, sem ég held að sé það sama og að afnema lýðræðið. Einmitt vegna þess að kosningar eru aðferð í lýðræðisþjóðfélagi til að veita fólki, almenningi, völd, er ég svolítið eða öllu heldur mjög óhress með þá sem býsnast og þreytast á því sem kallað er kosningabrölt. Á kosningadag hafa kjósendur, við, möguleika á að skipta um fólkið sem stjórnar sameiginlegum málum okkar og þar með skipta um þær áherslur sem eru í sveitar- eða landsstjórninni. Fræg eru ummæli Churchill um að lýðræðið væri vont stjórnarfyrirkomulag en öll önnur sem reynd hefðu verið væru verri. Vilmundur Jónsson fyrrum landlæknir sagði: Kosturinn við lýðræðið er að losna má við valdhafana án þess að þurfa að skjóta þá. Einmitt vegna þess að við þekkjum ekkert annað betra stjórnarfyrirkomulag þá verðum við að virða lýðræðið og bera virðingu fyrir stofnunum þess. Hornsteinn stofnana lýðræðisins er kosningar. Hvaða boðskap eru flokkarnir að flytja okkur núna, um hvað erum við að kjósa? Fljótt á litið virðist mér þetta geta litið einhvern veginn þannig út. Frjálslyndi flokkurinn segir að málið snúist um að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni. Bé-lístinn sem kýs að vera í gegnsæjum dularklæðum og kalla sig ekki Framsóknarflokk vill fara með flugvöllinn út á Löngusker. Sjálfstæðisflokkurinn vill komast til valda og Samfylkingin vill ekki að hann komist til valda og ég hef ekki alveg náð hvað Vinstri-grænum liggur helst á hjarta. Það er góðs viti að þeir, sem létu Vegagerðina valta yfir sig þegar hryllingurinn sem Hringbrautin er í Vatnsmýrinni var lögð, hafa lært af mistökunum og ætla nú að vinna öðru vísi að lagningu næsta stórmannvirkis sem er Sundabrautin. Ég er því ánægð með yfirlýsingu Dags um að skoða eða athuga möguleika á að leggja þá götu í göng. Gott væri ef samgönguráðherrann hlutstaði líka á fólk og áttaði sig á því að þjóðin vill miklu fremur eyða peningum í Sundabrautargöng en Héðinsfjarðargöng, enda mun fleiri sem mundu njóta góðs af þeim fyrrnefndu. Öldrunarmál, sem kölluð eru, hafa verið mikið til umræðu. Þau snúast um hvernig búið er að gamla fólkinu. Ég er ekki viss um að það leysi neinn vanda að flytja ábyrgð á þessum málum frá ríki til sveitarfélaga, um það verður heldur ekki kosið í þessum kosningum. Vandinn í málefnum aldraðra verður ekki leystur nema með því að veita meiri peningum til þeirra mála. Það er svolítið fyndið að heyra Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn býsnast yfir ástandinu. Flokkarnir sem þeir eru í hafa á annan áratug ráðið yfir ríkiskassanum og stefnunni í heilbrigðis- og félagsmálum. Er líklegt að eitthvað breytist við að Sjálfstæðisflokkurinn nái meirihluta í Reykjavík, eða maðurinn í dularframboðinu nái svokallaðri oddaaðstöðu? - það get ég ekki séð. Til að eitthvað breytist til batnaðar í málefnum aldraðra þarf að fella ríkisstjórnina í alþingiskosningum sem verða eftir ár. Góð byrjun á því verkefni væri að kjósendur sýndu hug sinn til afreka þessara flokka í stjórn ríkisins og við launasetningu ráðherra, með því að kjósa þá heldur ekki núna.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun