Að spara símapeningana 15. maí 2006 00:01 Trúlega er það svo að flestir eru nú sannfærðir um að undirstöður þjóðarbúskaparins séu traustar. Aukheldur eru flestar efasemdarraddir um íslensku bankana þagnaðar. Þetta á að meira eða minna leyti við bæði erlenda markaði og heimamarkaðinn. Eftir óróleika á fjármálamörkuðum síðustu vikur má segja að viðbrögð forystumanna bankanna og Seðlabankans hafi skilað árangri. Flestir gera sér einnig grein fyrir að það var staðan fyrir óróleikann sem var í ójafnvægi og núverandi horf þjóðarbúskaparins rímar betur við raunveruleikann. En björninn er ekki unninn. Enn eru ýmsar efasemdir uppi. Eðlilega velta margir því fyrir sér hvort unnt reynist að tryggja stöðugleika í þjóðarbúskapnum á ný. Í því samhengi sýnist stærsta hættan sem framundan er snúast um það hvort tímabundin verðbólga vegna aðlögunar að raunverulegum aðstæðum í þjóðarbúskapnum verður varanleg. Það þarf ekki að gerast en getur gerst. Víxlhækkanir verðlags og kaupgjalds gætu leitt til slíkrar niðurstöðu. Það yrði mjög alvarlegt fyir afkomu bæði heimilannna í landinu og fyrirtækjanna. Stóra álitamálið er er einfaldlega þetta: Er unnt að koma í veg fyrir að svo fari? Við því er ekkert einfalt svar. Ástæðan er sú að svarið liggur í ákvörðunum margra. Eftir hálft ár standa aðilar vinnumarkaðarins frammi fyrir endurskoðun kjarasamninga. Í síðasta lagi þá verður ljóst hvort hættan á nýju víxlhækkunarferli líður hjá eða verður að raunverulegum varanlegum vanda. Alþýðusambandið sendi frá sér býsna alvarlega aðvörun fyrir síðustu helgi einmitt vegna þessara aðstæðna sem við blasa. Skilaboð heildarsamtaka launafólks í landinu verða ekki misskilin. Þau sýnast ekki hafa nægjanlega trú á raunverulegum vilja stjórnvalda til þess að viðhalda stöðugleikanum. Er það réttmætt umkvörtunarefni? Að ýmsu leyti er það svo. Það eru fleiri sem hafa kallað eftir meira aðhaldi. Formaður bankastjórnar Seðlabankans hefur til að mynda nýlega í viðtali við þetta blað kallað með óbeinum hætti eftir virkari aðhaldsaðgerðum af hálfu stjórnvalda. Ríkisstjórnin þarf að efla trú manna og traust á því að hún sé þess albúin að gera það sem þarf til þess að varðveita stöðugleikann. Of seint er að gera það í haust. Stundin er núna. Ein er sú ráðstöfun sem auðvelt ætti að vera að verja út frá öllum almennum stjórnmálalegum forsendum. Hún er sú að fresta ráðstöfun á þeim afgangi símapeninganna sem áformað er að renni á næstu árum til margra þarfra framkvæmda. Þeim peningum er betur ráðstafað nú í sparnað og þá ef til vill fyrst og fremst til þess að efla gjaldeyrisvarasjóðinn. Þó að almenningur hafi margvíslegan hag af þeim framkvæmdum sem til stendur að setja af stað fyrir þessa peninga getur engum blandast hugur um að öllum, bæði fólki og fyrirtækjum, gagnast hitt betur eins og málum er komið að þessir fjármunir fari nú í sparnað. Svo vel vill til að ríkisstjórnin hefur ákveðið að Alþingi komi aftur saman til funda í lok mánaðarins. Ekkert getur verið mikilvægara en að nota þann tíma til þess að ræða og taka ákvarðanir sem líklegar eru til að búa til það traust sem hlýtur að vera forsenda fyrir skynsamlegum samtölum samtaka launþega og atvinnurekenda á haustdögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Trúlega er það svo að flestir eru nú sannfærðir um að undirstöður þjóðarbúskaparins séu traustar. Aukheldur eru flestar efasemdarraddir um íslensku bankana þagnaðar. Þetta á að meira eða minna leyti við bæði erlenda markaði og heimamarkaðinn. Eftir óróleika á fjármálamörkuðum síðustu vikur má segja að viðbrögð forystumanna bankanna og Seðlabankans hafi skilað árangri. Flestir gera sér einnig grein fyrir að það var staðan fyrir óróleikann sem var í ójafnvægi og núverandi horf þjóðarbúskaparins rímar betur við raunveruleikann. En björninn er ekki unninn. Enn eru ýmsar efasemdir uppi. Eðlilega velta margir því fyrir sér hvort unnt reynist að tryggja stöðugleika í þjóðarbúskapnum á ný. Í því samhengi sýnist stærsta hættan sem framundan er snúast um það hvort tímabundin verðbólga vegna aðlögunar að raunverulegum aðstæðum í þjóðarbúskapnum verður varanleg. Það þarf ekki að gerast en getur gerst. Víxlhækkanir verðlags og kaupgjalds gætu leitt til slíkrar niðurstöðu. Það yrði mjög alvarlegt fyir afkomu bæði heimilannna í landinu og fyrirtækjanna. Stóra álitamálið er er einfaldlega þetta: Er unnt að koma í veg fyrir að svo fari? Við því er ekkert einfalt svar. Ástæðan er sú að svarið liggur í ákvörðunum margra. Eftir hálft ár standa aðilar vinnumarkaðarins frammi fyrir endurskoðun kjarasamninga. Í síðasta lagi þá verður ljóst hvort hættan á nýju víxlhækkunarferli líður hjá eða verður að raunverulegum varanlegum vanda. Alþýðusambandið sendi frá sér býsna alvarlega aðvörun fyrir síðustu helgi einmitt vegna þessara aðstæðna sem við blasa. Skilaboð heildarsamtaka launafólks í landinu verða ekki misskilin. Þau sýnast ekki hafa nægjanlega trú á raunverulegum vilja stjórnvalda til þess að viðhalda stöðugleikanum. Er það réttmætt umkvörtunarefni? Að ýmsu leyti er það svo. Það eru fleiri sem hafa kallað eftir meira aðhaldi. Formaður bankastjórnar Seðlabankans hefur til að mynda nýlega í viðtali við þetta blað kallað með óbeinum hætti eftir virkari aðhaldsaðgerðum af hálfu stjórnvalda. Ríkisstjórnin þarf að efla trú manna og traust á því að hún sé þess albúin að gera það sem þarf til þess að varðveita stöðugleikann. Of seint er að gera það í haust. Stundin er núna. Ein er sú ráðstöfun sem auðvelt ætti að vera að verja út frá öllum almennum stjórnmálalegum forsendum. Hún er sú að fresta ráðstöfun á þeim afgangi símapeninganna sem áformað er að renni á næstu árum til margra þarfra framkvæmda. Þeim peningum er betur ráðstafað nú í sparnað og þá ef til vill fyrst og fremst til þess að efla gjaldeyrisvarasjóðinn. Þó að almenningur hafi margvíslegan hag af þeim framkvæmdum sem til stendur að setja af stað fyrir þessa peninga getur engum blandast hugur um að öllum, bæði fólki og fyrirtækjum, gagnast hitt betur eins og málum er komið að þessir fjármunir fari nú í sparnað. Svo vel vill til að ríkisstjórnin hefur ákveðið að Alþingi komi aftur saman til funda í lok mánaðarins. Ekkert getur verið mikilvægara en að nota þann tíma til þess að ræða og taka ákvarðanir sem líklegar eru til að búa til það traust sem hlýtur að vera forsenda fyrir skynsamlegum samtölum samtaka launþega og atvinnurekenda á haustdögum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun