Er á meðan er - heimurinn hossar mér Ingibjörg Pálmadóttir skrifar 15. maí 2006 00:01 Landið er fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar. Svo hefur verið um langt skeið skilst mér. Skáldin spöruðu í það minnsta ekki lýsingarorðin hér áður, sérstaklega ekki þeir sem sigldu burt og gleymdu sulti og vosbúð, drukku öl og létu sig svo dreyma um lambagrasið ljúfa, sólskríkjuna og Þórsmörkina. Okkar þjóðarstolt um aldirnar er náttúrufegurðin, fornkapparnir og sagnahefðin. Af þessu höfum við hreykt okkur af í tíma og ótíma. Í seinni tíð hafa svo bæst við fegurstu konurnar, sterkustu karlarnir og ég man ekki hvað það þriðja var, trúlega besti fiskurinn. Hvort við bætist besta álið verður að koma í ljós. Þetta hafa allir þjóðhöfðingjar sem heimsótt hafa landið fengið að heyra, sumir oft og mörgum sinnum. Það hefur ekki farið á milli mála að Margrét Þórhildur Danadrottning er löngu búin að fá sig fullsadda af þessum þjóðremburæðum okkar manna. Oft hefur hún mátt norpa í norðangarra á útihátíðum sem við höldum í öllum veðrum, hlusta á forseta vora æpa á móti vindi og vatnselg hvað Gunnar á Hlíðarenda hoppaði hátt. Drottningin gegnblá og dauðleið hefur varla getað kveikt sér í rettu á meðan sýndir eru í gleðivímu þjóðdansar og glíma. Við vitum að frændum okkar og vinum í Danmörku hefur ekki fundist sérstaklega mikið til okkar koma, þó sárt sé til að hugsa. Þetta hljótum við að viðurkenna í okkar innsta hring. Hver þekkir ekki til dæmis að betra er að bregða fyrir sig ensku í verslunum í kóngsins Köben svona til sykkersheita upp á sörvisin. En nú er öldin önnur, Íslendingar eru nefnilega búnir að kaupa Danmörk. Vinir okkar og frændur þar standa agndofa. Landinn er farinn að fíla sig vel í Bónusbúðunum í Köben. Jeg snakkede dansk þegar ég var þar fyrir stuttu. Dauflegur karl á mínum aldri afgreiddi mig og spurði: "Ertu finnsk?" Nei, ég er af Hlíðarendaætt sagið ég. Allt svo fra Island. Breytingin á einum manni! Hann horfði á mig upp úr og niður úr, sem tók fljótt af því ég er stutt í annan endann eins frændi frá Hlíðarenda. Hann mændi á mig með þvílíkri aðdáun, mér fannst eins og af mér drypi smjör af hverjum fingri og gull helltist niður úr pilsfaldinum. Satt að segja ætlaði ég ekki að losna við hann. Hann sýndi mér alla króka og kima og spurði mig bæði um Jóhannesson og Grímsson. Ég sagði honum sem var að nú gæti ég ekki stoppað lengur, því ég væri að fara til Kristjánborgarhallar. Hann hélt á brókinni sem ég keypti niður alla rúllustigana og kvaddi mig ekki fyrr en á fortovinu, en þá þurfti ég að hrifsa af honum pokann með brókinni til að getað haldið áfram för minni. Ég fann svo mikið til mín að ég man ekki fyrr en ég stóð í þinghúsinu í Kristjánsborg með pokann frá Magasín í hendinni. Þangað var ég er komin í selskap fyrrverandi þingmanna, mætt sem fulltrúi fyrrverandi frá Íslandi. Ekki rek ég fundarefnið hér enda trúlega allt svo ikke noget. En þegar kom að miðdegisverðinum í svokölluðu snapsething þá varð ég allt í einu aftur orðin miðdepill alveg eins og í Magasín um morguninn. Fólk þyrptist að mér, ekki til að heyra neitt um Gunnar frænda á Hlíðarenda heldur til að vita hvað væri að gerast í útrásinni. Ættum við Íslendingar örugglega fyrir öllu þessu sem við værum að kaupa? Væri ekki krónan fallvölt og hlutabréfin að hrynja. Hjá sumum körlunum örlaði á pirring og smá hroka. Einn spurði: "Frúin er kannski komin til að kaupa Kristjánsborg? Nei, frúin hafði meiri áhuga fyrir hótel D'Angleterre. Það væri nefnilega voða notalegt fyrir hina stóru Hlíðarendaættina að eiga samastað þegar hún útréttar í Köben." Svo skálaði ég í Júbileum og gekk hnarrreist með Magasínpokann út. Á leiðinni út hugsaði ég hvað stutt er síðan að Íslendingar voru svo fátækir og smáir og hvað virðingin fyrir peningum er í raun mikil í samanburði við önnur auðæfi sem standa af sér tímans straum. Margt hefur breyst á örskotsstundu á gamla Íslandi. Allt nema jöklarnir og fossarnir sem ávallt hafa staðið fyrir sínu. Ég vona að útrás peningamannanna eigi eftir að standa fyrir sínu, þó ekki væri nema ég geti áfram fundið til mín í Kaupmannahöfn. Ég segi eins og hún amma mín sagði þá sjaldan að allt lék í lyndi, er á meðan er, heimurinn hossar mér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Pálmadóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Landið er fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar. Svo hefur verið um langt skeið skilst mér. Skáldin spöruðu í það minnsta ekki lýsingarorðin hér áður, sérstaklega ekki þeir sem sigldu burt og gleymdu sulti og vosbúð, drukku öl og létu sig svo dreyma um lambagrasið ljúfa, sólskríkjuna og Þórsmörkina. Okkar þjóðarstolt um aldirnar er náttúrufegurðin, fornkapparnir og sagnahefðin. Af þessu höfum við hreykt okkur af í tíma og ótíma. Í seinni tíð hafa svo bæst við fegurstu konurnar, sterkustu karlarnir og ég man ekki hvað það þriðja var, trúlega besti fiskurinn. Hvort við bætist besta álið verður að koma í ljós. Þetta hafa allir þjóðhöfðingjar sem heimsótt hafa landið fengið að heyra, sumir oft og mörgum sinnum. Það hefur ekki farið á milli mála að Margrét Þórhildur Danadrottning er löngu búin að fá sig fullsadda af þessum þjóðremburæðum okkar manna. Oft hefur hún mátt norpa í norðangarra á útihátíðum sem við höldum í öllum veðrum, hlusta á forseta vora æpa á móti vindi og vatnselg hvað Gunnar á Hlíðarenda hoppaði hátt. Drottningin gegnblá og dauðleið hefur varla getað kveikt sér í rettu á meðan sýndir eru í gleðivímu þjóðdansar og glíma. Við vitum að frændum okkar og vinum í Danmörku hefur ekki fundist sérstaklega mikið til okkar koma, þó sárt sé til að hugsa. Þetta hljótum við að viðurkenna í okkar innsta hring. Hver þekkir ekki til dæmis að betra er að bregða fyrir sig ensku í verslunum í kóngsins Köben svona til sykkersheita upp á sörvisin. En nú er öldin önnur, Íslendingar eru nefnilega búnir að kaupa Danmörk. Vinir okkar og frændur þar standa agndofa. Landinn er farinn að fíla sig vel í Bónusbúðunum í Köben. Jeg snakkede dansk þegar ég var þar fyrir stuttu. Dauflegur karl á mínum aldri afgreiddi mig og spurði: "Ertu finnsk?" Nei, ég er af Hlíðarendaætt sagið ég. Allt svo fra Island. Breytingin á einum manni! Hann horfði á mig upp úr og niður úr, sem tók fljótt af því ég er stutt í annan endann eins frændi frá Hlíðarenda. Hann mændi á mig með þvílíkri aðdáun, mér fannst eins og af mér drypi smjör af hverjum fingri og gull helltist niður úr pilsfaldinum. Satt að segja ætlaði ég ekki að losna við hann. Hann sýndi mér alla króka og kima og spurði mig bæði um Jóhannesson og Grímsson. Ég sagði honum sem var að nú gæti ég ekki stoppað lengur, því ég væri að fara til Kristjánborgarhallar. Hann hélt á brókinni sem ég keypti niður alla rúllustigana og kvaddi mig ekki fyrr en á fortovinu, en þá þurfti ég að hrifsa af honum pokann með brókinni til að getað haldið áfram för minni. Ég fann svo mikið til mín að ég man ekki fyrr en ég stóð í þinghúsinu í Kristjánsborg með pokann frá Magasín í hendinni. Þangað var ég er komin í selskap fyrrverandi þingmanna, mætt sem fulltrúi fyrrverandi frá Íslandi. Ekki rek ég fundarefnið hér enda trúlega allt svo ikke noget. En þegar kom að miðdegisverðinum í svokölluðu snapsething þá varð ég allt í einu aftur orðin miðdepill alveg eins og í Magasín um morguninn. Fólk þyrptist að mér, ekki til að heyra neitt um Gunnar frænda á Hlíðarenda heldur til að vita hvað væri að gerast í útrásinni. Ættum við Íslendingar örugglega fyrir öllu þessu sem við værum að kaupa? Væri ekki krónan fallvölt og hlutabréfin að hrynja. Hjá sumum körlunum örlaði á pirring og smá hroka. Einn spurði: "Frúin er kannski komin til að kaupa Kristjánsborg? Nei, frúin hafði meiri áhuga fyrir hótel D'Angleterre. Það væri nefnilega voða notalegt fyrir hina stóru Hlíðarendaættina að eiga samastað þegar hún útréttar í Köben." Svo skálaði ég í Júbileum og gekk hnarrreist með Magasínpokann út. Á leiðinni út hugsaði ég hvað stutt er síðan að Íslendingar voru svo fátækir og smáir og hvað virðingin fyrir peningum er í raun mikil í samanburði við önnur auðæfi sem standa af sér tímans straum. Margt hefur breyst á örskotsstundu á gamla Íslandi. Allt nema jöklarnir og fossarnir sem ávallt hafa staðið fyrir sínu. Ég vona að útrás peningamannanna eigi eftir að standa fyrir sínu, þó ekki væri nema ég geti áfram fundið til mín í Kaupmannahöfn. Ég segi eins og hún amma mín sagði þá sjaldan að allt lék í lyndi, er á meðan er, heimurinn hossar mér.