Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Föst í illa skipulögðu kerfi

Fréttablaðið hefur undanfarna daga birt röð fréttaskýringa um "börnin á brúninni“, krakka sem glíma við fíkn meðfram geðröskunum og þroskaskerðingum og festast oft á vondum stað í opinbera kerfinu, sem megnar ekki að leysa vanda þeirra.

Fastir pennar
Fréttamynd

Enga fordóma

Ég er nógu gamall til að muna eftir því þegar norska hljómsveitin Bobbysocks! fór með sigur af hólmi í Eurovision-keppninni 1985. Það var ári áður en Íslendingar sendu sitt fyrsta lag í keppnina, sjálfan Gleðibankann, sem mér finnst ennþá óskiljanlegt að hafi ekki unnið.

Bakþankar
Fréttamynd

Stefnan skaðlegri en fíkniefnin sjálf

Það er trú mín að eiturlyf hafi eyðilagt líf margra, en röng stefna stjórnvalda hefur eyðilagt líf miklu fleiri,“ sagði Kofi Annan í ræðu á World Economic Forum nú í janúar. Píratarnir Birgitta Jónsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson og Jón Þór Ólafsson gera orð hans að sínum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Dauðinn dónalegi

Þegar gamla kisan okkar, hún Krísurófa, var orðin um það bil hundrað ára í mannárum talið lagðist hún í sína kisukör og mornaði þar og þornaði, hætti að nærast, hætti að mjálma, hætti meira að segja að vera hvumpin. Þá var ekki um annað að ræða en að fara með hana til dýralæknisins. Ég hélt á henni meðan konan gaf henni náðarsprautuna og hún dó í fanginu á mér.

Skoðun
Fréttamynd

Blessuð ónáttúran

Í fyrsta lögfræðitímanum sem ég sat vorum við látin hlusta á Dýrin í Hálsaskógi og ræddum hvort reglur skógarins um að ekkert dýr mætti borða annað dýr væru ósanngjarnar gagnvart Mikka ref. Mikki refur hefur aldrei og mun aldrei lifa á tófú. Dýrin nefnilega borða önnur dýr, eins og dönsku börnin voru minnt svo óþyrmilega á um daginn þegar gíraffinn Maríus

Bakþankar
Fréttamynd

Ákvörðun um framhald eða slit

Forseti Íslands notaði vetrarólympíuleikana vel til að efla pólitísk tengsl við Rússland og Kína með viðræðum við æðstu valdamenn þessara ríkja. Þau samtöl eru liður í hugsjón hans að færa Ísland nær þeim ríkjum og fjær Evrópu og Bandaríkjunum. Stjórnarsáttmálinn endurspeglar sams konar utanríkispólitísk viðhorf.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vandamáli ýtt inn í framtíðina

Fréttablaðið sagði frá því fyrr í vikunni að þrátt fyrir ákvæði laga og aðalnámskrár grunnskóla fengju börn innflytjenda afar takmarkaða kennslu í eigin móðurmáli. Um sex prósent barna í íslenzkum grunnskólum hafa annað móðurmál en íslenzku. Alls konar rannsóknir sýna fram á mikilvægi þess að börn fái haldgóða kennslu í eigin móðurmáli,

Fastir pennar
Fréttamynd

Oj, ógeðslegt

Hér er saga frá Rússlandi Pútíns: Maður tekur myndir af sér með standpínu og slysast til að dreifa þeim óvarfærnislega. Heilt bæjarfélag fer yfir um. "Hvað með börnin?“ spyr fólk. "Maðurinn býr nálægt skóla!“ (Eins og annað sé hægt í þúsund manna bæ.) Fjölmiðill hringir í manninn. Maðurinn þarf að útskýra að hann sé ekki barnaníðingur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ástarbréf til heimsins

Allar Önnur í Afríku, Malíkar Grænlands, Litháar, kaffidrekkandi Kínverjar, Svíar sem flokka ekki rusl, gagnkynhneigðir skautadansarar, ófullnægðar unglingsstelpur, graðir búddistar, glaðir Samar, Indverjar í ástarsorg, Finnar í Hlíðunum, konan sem seldi mér ilmvatn á Rue du Borg Tibourg, strákarnir sem rændu mig í sumar, lögfræðingurinn minn,

Bakþankar
Fréttamynd

Við erum í ykkar liði – vitleysingar

Klappað var í salnum á Viðskiptaþingi í gær þegar Hreggviður Jónsson, formaður Viðskiptaráðs, ítrekaði þá afstöðu ráðsins að ljúka hefði átt aðildarviðræðunum við Evrópusambandið og halda þannig opnum möguleika Íslands á að taka upp evruna tvíhliða.

Fastir pennar
Fréttamynd

Flóknara en algebra

"Þetta er engin algebra, öll erum við eins,“ syngur Pollapönk í frábæru Eurovision-lagi sínu (það besta í keppninni að mínu mati). En ég er ekki sammála textabrotinu hér að ofan. Fordómar eru að vísu alls engin algebra, enda er algebra lokað og fastmótað heildarkerfi sem gengur upp í sjálfu sér – fordómar eru miklu flóknari en algebra!

Bakþankar
Fréttamynd

Tabúið ógurlega

Meirihluti landsmanna, eða 51 prósent, er hlynntur því að skólagjöld séu innheimt í háskólum, samkvæmt könnun sem Capacent gerði fyrir Viðskiptaráð og Fréttablaðið sagði frá í gær. Aðeins rúmur þriðjungur var andvígur slíkri fjármögnun háskóla og 16 prósent tóku ekki afstöðu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tímaflakk í flutningum

Ég hef lítið ferðast um internetið síðustu daga. Hef bara ekki mátt vera að því þar sem ég stend í flutningum og ekki er boðið upp á nethangs á meðan. Hver einasta klukkustund síðustu sólarhringa hefur farið í að pakka niður í kassa, bera kassa, mála, þrífa og taka upp úr kössum og sér ekki fyrir endann á ósköpunum enn.

Bakþankar
Fréttamynd

Litla fyrirmyndafólkið

"Mamma, þarna er stæði til að leggja í,“ heyrðist í dóttur minni úr aftursætinu er við vorum í klassískri stæðaleit fyrir utan eina góða verslunarmiðstöð. Stæðið umrædda var blámálað svo ég var fljót að svara annars hugar: "Nei, þetta er fatlaðra stæði. Við megum ekki leggja þar.“

Bakþankar
Fréttamynd

Hring eftir hring

Það kannast sennilega flestir við það að fá svima enda býsna algengt vandamál. Þeir sem eru hraustir og hafa enga undirliggjandi sjúkdóma fá slíkt endrum og sinnum en alla jafna gengur sviminn niður með því að setjast niður, hvílast, drekka eða borða eitthvað. Skýringin á því er í raun býsna einföld og byggir á því að undir ákveðnum

Fastir pennar
Fréttamynd

Listin 2 - gróði 14

Borgarleikhússtjórinn er orðinn útvarpsstjóri og þjóðleikhússtjórinn hættir í haust. Það eru því breytingar framundan í báðum stóru leikhúsunum og eðlilega er fólk farið að velta því fyrir sér hverjir væru heppilegir kandídatar í djobbin. Ýmsir eru nefndir, en það sem mesta athygli vekur er að þeir sem til greina þykja koma þurfa helst að hafa

Fastir pennar
Fréttamynd

Vit eða strit?

Hér á landi verður pólitísk umræða illa slitin frá umræðu um efnahagsmál. Einna hæst ber umræðu um verðbólgu, verðtryggingu og framtíðarskipan gjaldeyrismála.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sáttmálinn sem var rofinn

Við héldum að samfélagið væri sáttmáli. Við stóðum í þeirri trú að hóparnir í samfélaginu kæmu sér saman um tilteknar grundvallarreglur í samskiptum sínum og aðferðir við að semja um sanngjarna og skynsamlega dreifingu þeirra gæða sem til eru, og markmiðið væri að skapa réttlátt, opið, vítt, frjálslynt, skilvirkt og skemmtilegt samfélag þar sem

Fastir pennar
Fréttamynd

Fráleitt að ræða ekki kostnaðarhliðina

Það eru tvær hliðar á flugvallarmálinu. Önnur snýr að staðsetningunni. Hin veit að kostnaðinum. Tekist er á um staðsetninguna. En kostnaðurinn er ekki til umræðu. Hann skiptir þó höfuðmáli því að staðsetningarumræðan er framtíðarmál meðan við eigum ekki fyrir nýjum velli.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þegar örlögin grípa inn í

Íslenskir íþróttamenn munu vafalítið fá væna gæsahúð þegar Vetrarólympíuleikarnir verða settir í borginni Sotsjí við Svartahaf síðar í dag. Eftir margra ára þrotlausar æfingar með langtímamarkið í huga er draumurinn orðinn að veruleika.

Bakþankar
Fréttamynd

Burt með pósteinokun

Það má ýmislegt segja um ESB og ekki allt bara jákvætt. En eitt af því sem er jákvætt er hin kreddukennda þráhyggja til að búa til "sameiginlega evrópska markaði“ í hinu og þessu. Oft er þar með verið að brjóta upp fyrirkomulag þar sem 20-30 stórmerkilegir einokunarrisar sitja hver um sinn landsmarkað og halda því fram að þeir veiti

Fastir pennar
Fréttamynd

Tollvernd fyrir buffalabændur

Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti, sagði frá því í gær að smásölufyrirtækið Hagar hefði farið fram á við atvinnuvegaráðuneytið að það felldi niður tolla á innfluttum ostum úr geita-, buffala- og ærmjólk.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stjörnurnar í útlöndum

Harmdauði leikarans Philips Seymour Hoffman minnti mig á hræðileg örlög söngvarans Layne Staley. Hann lést árið 2002 eftir að hafa dópað frá sér flest, þar á meðal farsælan tónlistarferil með hljómsveitinni Alice in Chains. Staley kvaddi þennan heim umkringdur krakkpípum og kókaíni en enginn kvaddi hann.

Bakþankar
Fréttamynd

Vandi sem ekki á að þegja um

Þess eru dæmi að kennarar beiti börn ofbeldi eða leggi þau í einelti og slíkt á að sjálfsögðu ekki að líðast. Dæmin þar sem kennarar verða fyrir ofbeldi af hálfu nemenda sinna hafa hins vegar ekki fengið jafnmikla athygli og ýmislegt bendir til að slíkt sé óskaplegt feimnismál.

Fastir pennar
Fréttamynd

Forstjóri - ráðherra - súkkulaðikleina

Reynslan sýnir að stundum er inngrip ríkisvaldsins, því miður, eina raunhæfa lausnin til að knýja fram hugarfarsbreytingu gagnvart hópum sem hefur með ósanngjörnum hætti verið haldið frá ákveðnum kimum þjóðfélagsins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Súrir hrútspungar

Ég er mikill stuðningsmaður jafnréttisbaráttunnar. Ég er líka andstæðingur eineltis og þess að skilja útundan. Hingað til hef ég líka verið aðdáandi þorrablóta. "Þið kunnið ekki gott að meta!“ hef ég hrópað þegar fólk býsnast yfir súrmat og hrútspungum. Mér finnst þetta frábær matur – í hófi. Og bragðið minnir mig á skemmtileg hóf úr æsku. Hins vegar hefur undarleg umræða átt sér stað í kringum þessi hóf á síðastliðnum vikum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Barnalegur dýraþjófnaður

Ég er þekkt fyrir að vera svolítið hænd að dýrum og á það til að leggja lykkju á leið mína til þess eins að klappa ketti. Á Írlandi hafði ég ekki undan að kjassa öll þau dýr sem urðu á vegi mínum til og frá ströndinni. Oftast voru þetta hundar og þá yfirleitt heimilislausir hundar. Þessi ræfilslegu grey urðu flest atlætinu afskaplega þakklát og það kom stundum fyrir að ég teymdi hundana með mér heim í von um að foreldrar mínir gæfu mér leyfi til að eiga þá.

Fastir pennar
Fréttamynd

Móður og másandi

Hver kannast ekki við það að verða móður, það er hinn eðlilegasti hlutur, sérstaklega ef maður er að reyna á sig. Þarna er líkaminn að stýra orkuþörf sinni og segir til um það magn súrefnis sem hann krefst til að efnaskipti okkar gangi upp, auk þess sem hann er að losa sig við úrgangsefni.

Fastir pennar