Vandamáli ýtt inn í framtíðina Ólafur Þ. Stephensen skrifar 14. febrúar 2014 06:00 Fréttablaðið sagði frá því fyrr í vikunni að þrátt fyrir ákvæði laga og aðalnámskrár grunnskóla fengju börn innflytjenda afar takmarkaða kennslu í eigin móðurmáli. Um sex prósent barna í íslenzkum grunnskólum hafa annað móðurmál en íslenzku. Alls konar rannsóknir sýna fram á mikilvægi þess að börn fái haldgóða kennslu í eigin móðurmáli, þar með talinni réttritun og málfræði, annars ná þau aldrei góðum tökum á öðrum tungumálum. Þar með talin er íslenzkan, sem er lykill barna innflytjenda að velgengni í námi og starfi í framtíðinni. Í bæjarfélögum þar sem hlutfall innflytjenda er hvað hæst á Íslandi er ekki séð um að börn þeirra fái kennslu í eigin móðurmáli. Margir skólastjórar sem Fréttablaðið ræddi við viðurkenna þörfina, en benda á að ekki séu til peningar í þessa kennslu og hæfa kennara vanti. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenzkra sveitarfélaga, sagðist hafa orðið var við það strax eftir efnahagshrun að móðurmálskennsla var skorin niður. „Fyrir hrun var almennt viðurkennt út frá kennslufræðilegum sjónarmiðum að það ættu sem flestir skólar að sinna þessum málum. En þegar minni peningur er til þá breytist öll forgangsröðun.“ Ummæli Soffíu Vagnsdóttur, skólastjóra í Bolungarvík, eru sjálfsagt lýsandi fyrir afstöðu margra í málinu. Hún segir að þar í bæ sé lögð áherzla á að foreldrar taki ábyrgð á tungumálakennslu barna sinna. „Þeir tóku ákvörðunina um að flytja til annars lands og þurfa að taka ábyrgð á því.“ Soffía segir að fyrir nokkuð mörgum árum hafi pólskum börnum verið boðið upp á móðurmálskennslu, en svo hafi því verið hætt af því að misrétti hafi fólgizt í því að bjóða ekki upp á öll tungumálin. Það er hægt að segja sem svo að það sé á ábyrgð innflytjenda að kenna börnum sínum móðurmálið. Þeir hafa þó ekki frekar en margir íslenzkir foreldrar forsendur til að bjóða þeim upp á þá kennslu og þjálfun sem menntaður kennari myndi gera. Það er alveg sjónarmið að það séu einfaldlega ekki til peningar fyrir þessari kennslu. Það er hægt að rökstyðja að bjóða ekki upp á hana út frá fjárhagssjónarmiðum. Fólk þarf þá bara að átta sig á hverjar afleiðingarnar eru líklegar til að verða. Aðeins um 80% barna innflytjenda skrá sig í framhaldsskóla, samanborið við 96% barna innfæddra Íslendinga. Miklu lægra hlutfall innflytjenda klárar framhaldsskólann. Meginástæðan er að þessa krakka skortir íslenzkukunnáttu til að ná nógu góðum tökum á náminu. Þá færni fá þau ekki nema hafa líka tök á eigin máli. Hvatning til að bjóða börnum innflytjenda upp á nám í móðurmálinu kemur meðal annars frá alþjóðastofnunum, til dæmis ECRI, Evrópunefnd gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi. Ástæðan er reynsla frá ríkjum þar sem minnihlutahópar innflytjenda hafa vegna ónógrar tungumálakunnáttu lent undir í menntakerfinu og fest í framhaldinu í láglaunastörfum. Þetta ýtir undir fátækt og félagsleg vandamál meðal innflytjenda, sem stundum brýzt út í afbrotum, óánægju og ofbeldi. Auðvitað eigum við fremur að læra af reynslu nágrannalandanna og gera allt sem við getum til að hindra slíka þróun en að vakna upp við vondan draum eftir nokkur ár eða áratugi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun
Fréttablaðið sagði frá því fyrr í vikunni að þrátt fyrir ákvæði laga og aðalnámskrár grunnskóla fengju börn innflytjenda afar takmarkaða kennslu í eigin móðurmáli. Um sex prósent barna í íslenzkum grunnskólum hafa annað móðurmál en íslenzku. Alls konar rannsóknir sýna fram á mikilvægi þess að börn fái haldgóða kennslu í eigin móðurmáli, þar með talinni réttritun og málfræði, annars ná þau aldrei góðum tökum á öðrum tungumálum. Þar með talin er íslenzkan, sem er lykill barna innflytjenda að velgengni í námi og starfi í framtíðinni. Í bæjarfélögum þar sem hlutfall innflytjenda er hvað hæst á Íslandi er ekki séð um að börn þeirra fái kennslu í eigin móðurmáli. Margir skólastjórar sem Fréttablaðið ræddi við viðurkenna þörfina, en benda á að ekki séu til peningar í þessa kennslu og hæfa kennara vanti. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenzkra sveitarfélaga, sagðist hafa orðið var við það strax eftir efnahagshrun að móðurmálskennsla var skorin niður. „Fyrir hrun var almennt viðurkennt út frá kennslufræðilegum sjónarmiðum að það ættu sem flestir skólar að sinna þessum málum. En þegar minni peningur er til þá breytist öll forgangsröðun.“ Ummæli Soffíu Vagnsdóttur, skólastjóra í Bolungarvík, eru sjálfsagt lýsandi fyrir afstöðu margra í málinu. Hún segir að þar í bæ sé lögð áherzla á að foreldrar taki ábyrgð á tungumálakennslu barna sinna. „Þeir tóku ákvörðunina um að flytja til annars lands og þurfa að taka ábyrgð á því.“ Soffía segir að fyrir nokkuð mörgum árum hafi pólskum börnum verið boðið upp á móðurmálskennslu, en svo hafi því verið hætt af því að misrétti hafi fólgizt í því að bjóða ekki upp á öll tungumálin. Það er hægt að segja sem svo að það sé á ábyrgð innflytjenda að kenna börnum sínum móðurmálið. Þeir hafa þó ekki frekar en margir íslenzkir foreldrar forsendur til að bjóða þeim upp á þá kennslu og þjálfun sem menntaður kennari myndi gera. Það er alveg sjónarmið að það séu einfaldlega ekki til peningar fyrir þessari kennslu. Það er hægt að rökstyðja að bjóða ekki upp á hana út frá fjárhagssjónarmiðum. Fólk þarf þá bara að átta sig á hverjar afleiðingarnar eru líklegar til að verða. Aðeins um 80% barna innflytjenda skrá sig í framhaldsskóla, samanborið við 96% barna innfæddra Íslendinga. Miklu lægra hlutfall innflytjenda klárar framhaldsskólann. Meginástæðan er að þessa krakka skortir íslenzkukunnáttu til að ná nógu góðum tökum á náminu. Þá færni fá þau ekki nema hafa líka tök á eigin máli. Hvatning til að bjóða börnum innflytjenda upp á nám í móðurmálinu kemur meðal annars frá alþjóðastofnunum, til dæmis ECRI, Evrópunefnd gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi. Ástæðan er reynsla frá ríkjum þar sem minnihlutahópar innflytjenda hafa vegna ónógrar tungumálakunnáttu lent undir í menntakerfinu og fest í framhaldinu í láglaunastörfum. Þetta ýtir undir fátækt og félagsleg vandamál meðal innflytjenda, sem stundum brýzt út í afbrotum, óánægju og ofbeldi. Auðvitað eigum við fremur að læra af reynslu nágrannalandanna og gera allt sem við getum til að hindra slíka þróun en að vakna upp við vondan draum eftir nokkur ár eða áratugi.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun