Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Jafnt í bæjarstjórn – ójafnt heima

Ein af athyglisverðum niðurstöðum sveitarstjórnarkosninganna, sem hefur þó fengið litla athygli, er að hlutfall kynjanna í hópi sveitarstjórnarmanna nálgast nú mjög að vera jafnt. Samkvæmt bráðabirgðatölum er hlutfall kvenna í sveitarstjórnum á landinu öllu nú 44 prósent, en karla 56 prósent.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fyrirmyndarstjórinn við Tjörnina

Veistu hver þetta er?“ ég sný mér að dóttur minni þar sem við röltum um vesturbæ Reykjavíkur. Hún lítur á úlpuklædda manninn með hund og húfu sem gengur fram hjá okkur og hristir hausinn. "Þetta er borgarstjórinn,“ segi ég og barnið snýr sig næstum úr hálslið til að berja manninn augum.

Bakþankar
Fréttamynd

Vinnustaðakex

Á vinnustöðum er kex. Það er í reglugerðinni um vinnustaði. 1.gr. Á vinnustöðum skal vera kex. 2. gr. Kexið skal vera við hliðina á kaffivélinni. Það eru reyndar undantekningar frá þessu eins og flestu. Til dæmis þegar ég vann sem ballettkennari, þá var aldrei kex. En förum ekki nánar út í það hér.

Bakþankar
Fréttamynd

Áhugaleysi og lýðskrum

Tvennt stendur upp úr sem alvarlegt umhugsunarefni eftir sveitarstjórnarkosningarnar á laugardaginn. Annars vegar er það hin litla kjörsókn. Hún er enn minni en fyrir fjórum árum og í Reykjavík minnkar hún um meira en tíu prósentustig. Þetta er til marks um áframhaldandi áhugaleysi og óþol almennings gagnvart pólitík.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hinn tvíræði sigurvegari

Hafi Samfylkingin verið ótvíræður sigurvegari í Reykjavík var Framsókn hinn tvíræði sigurvegari. Hún fór undan í flæmingi þegar knúið var á um skýr svör um moskumálið, sagði það sem hentaði hverju sinni, talaði tungum tveim en undirtextinn var ævinlega sá sami: Hér er múslimaógn sem enginn þorir að tala um nema við.

Fastir pennar
Fréttamynd

Viðbrögð við stórtækum breytingum

Áform Vísis hf. um að loka fiskvinnslu fyrirtækisins á Þingeyri, Húsavík og Djúpavogi og færa alla starfsemina til Grindavíkur eru að líkindum toppurinn á ísjaka sem er næsta hagræðingarhrina í íslenzkum sjávarútvegi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Landið eitt sveitarfélag

Við erum 326 þúsund talsins og okkur er skipt niður á 74 sveitarfélög. Ef okkur væri deilt jafnt væru öll sveitarfélög á stærð við Fjarðabyggð. Þar eru fimm grunnskólar og fimm leikskólar. Sveitarfélagið rekur þrjú hjúkrunarheimili, sér um húsnæðismál fatlaðra, sinnir heimaþjónustu og útvegar stuðningsfjölskyldur fyrir fötluð börn gjaldfrjálst.

Bakþankar
Fréttamynd

Að stela sviðsljósinu

Skoðun oddvita Framsóknarflokksins í borgarstjórnarkosningunum á morgun á lóðaúthlutunum til trúarsafnaða er umtalaðasta mál kosningabaráttunnar. Á því leikur ekki vafi. Umfjallanir um það nánast einoka allan fréttaflutning af baráttumálum flokkanna

Fastir pennar
Fréttamynd

Fallið á gæskuprófinu

Við búum í góðu ríki. Við höfum flest vanist því að búa í góðu ríki og sjáum varla fyrir okkur hvernig hitt ætti að líta út. En því miður geymir sagan dæmi um það þegar ríki verða vond, stundum jafnvel með lýðræðislegum aðferðum. "Auðvitað mun slíkt aldrei gerast hér,“ hugsar fólk.

Fastir pennar
Fréttamynd

Síðasta tilraun

Hafnabolti fyrir mér er eins og jarðfræði var á fyrsta ári í MR. Svefnmeðal. Reyndar lærði ég síðar að meta jarðfræðina en eftir á að giska minn tíunda hafnaboltaleik er ég opinberlega búinn að gefast upp. Lokatilraunin var á Fenway Park í Boston í síðustu viku.

Bakþankar
Fréttamynd

Mistök vinnustaðargrínarans

Vinnustaðargrínarinn er vandmeðfarið hlutverk. Hann ber mikla ábyrgð á stemningunni á vinnustaðnum og þarf að finna jafnvægið milli kæruleysis og framleiðni. Of mikið grín hindrar störf fólks á sama tíma og of lítið grín getur drepið móralinn með sömu afleiðingum.

Bakþankar
Fréttamynd

Tilbúinn skortur hækkar verð

Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti, sagði frá því í síðustu viku að verð á nautakjöti frá afurðastöðvum hefði hækkað um 20 prósent. Sú hækkun mun að sjálfsögðu skila sér út í verðið til neytenda, hafi hún ekki gert það nú þegar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hjálp, þvagið mitt er blátt!

Það hlýtur að vera óþægileg tilfinning að horfa ofan í klósettið og sjá það verða öðruvísi á litinn en venjulega þegar maður er að kasta af sér vatni. Ég tala nú ekki um ef því fylgja miklir verkir og óþægindi sem gera alla þessa upplifun hálfu verri

Fastir pennar
Fréttamynd

Ekki vera lummó eftir Gnarr

Fyrir fjórum árum var tilhugsunin um Jón Gnarr í borgarstjórastólnum alveg út í hött. Núna er tilhugsunin um einhvern annan í embættinu jafn fáránleg. En allt líður undir lok og næst þegar ég skrifa bakþanka verður kominn nýr borgarstjóri í Reykjavík.

Bakþankar
Fréttamynd

Staðan í Reykjavík

Staðan í kosningabaráttunni í Reykjavík er að mörgu leyti athyglisverð. Fyrir það fyrsta er það að gerast sem fáir hefðu haft trú á fyrir fjórum árum, að arftaki framboðs Bezta flokksins og Samfylkingin virðast munu halda meirihluta í borginni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Íslendingar voru pappírsvíkingar

"Aðal ungrar þjóðar / orðin voru forðum…“ Þannig hefst Margrétarlof Þórarins Eldjárns sem hann flutti Danadrottningu á dögunum í tilefni af nýjum þýðingum á Íslendingasögunum sem eru að koma út í Danmörku.

Fastir pennar
Fréttamynd

Áfram umsóknarríki

Áform utanríkisráðherra um að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið fóru út um þúfur. Ísland er því áfram umsóknarríki. Trúlega getur enginn státað af því að hafa látið sér til hugar koma, þegar tillagan var lögð fram, að þau yrðu lok málsins á þessu þingi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Eru dvergar dvergar?

Réttast er auðvitað að leyfa viðkomandi hópi að ráða því hvaða hugtök eru notuð yfir þá sjálfa. Þessir hópar vita manna best hvaða orð særa og meiða. Og ef það fer fyrir brjóstið á þeim, mögulega sögunnar vegna, að nota ákveðin orð, þá er það ekkert nema sjálfsagt að virða það.

Bakþankar
Fréttamynd

Fjárfest í framtíð

Ríkisstjórnin hefur mótað nýja og skynsamlega stefnu um vísindarannsóknir og nýsköpun, sem var samþykkt á fundi Vísinda- og tækniráðs í fyrradag. Stjórnin hefur legið undir ámæli fyrir að skera niður fé til vísindarannsókna á fjárlögum þessa árs, en nú er snúið af þeirri braut.

Fastir pennar
Fréttamynd

Lengra og betra djamm

Miðbærinn. Árið er 1998. Allir skemmtistaðirnir loka kl. 03.00. Austurstrætið fyllist af fólki niður í grunnskólaaldur. Stemningin er eins og á útihátíð. Öll Lækjargatan bíður eftir leigubíl. Sumir slást. Aðrir eru að leita sér að eftirpartíi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ágæt einkavæðing

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra velti því upp á ársfundi Landsvirkjunar í fyrradag hvort ríkið ætti að sækjast eftir meðeigendum í fyrirtækinu. "Í því sambandi mætti hugsa sér að Landsvirkjun gæti verið ákjósanleg eign fyrir lífeyrissjóði til lengri tíma í dreifðu eignasafni,“ sagði Bjarni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Topp tíu ástæður fyrir Topp tíu listum

1. Fólk er latt. Það nennir ekki að lesa samfelldan texta. 2. Blaðamenn eru latir. Þeir nenna ekki að skrifa samfelldan texta. 3. "Topp tíu leiðir til að gera munnmök að upplifun“ og "Topp tíu barnastjörnur sem fóru í hundana“ eru fyrirsagnir sem vekja athygli.

Bakþankar
Fréttamynd

Helst einhverja með rjóma

Fyrir tveimur árum sat ég inni á Hressingarskálanum við Austurstræti og var að borða eitthvað sem ég man ekkert hvað var. Ég var samt örugglega heillengi að velja það af matseðlinum. Skipti kannski oft um skoðun.

Bakþankar
Fréttamynd

Virkjum vindinn

Eitt af umræðuefnunum á ársfundi Landsvirkjunar í gær var nýting vindorku. Fyrirtækið hefur undanfarin þrjú ár gert tilraunir með vindmyllur á svokölluðu Hafi við Búrfell.

Fastir pennar
Fréttamynd

Draumaliðinu stillt upp

Ég er atkvæðið sem skiptir um skoðun daglega. Hvort á ég að kjósa fyrir mig eða heildina? Það sem er best fyrir mig persónulega er ekki endilega best fyrir borgina. Þetta er alltaf erfiður tími fyrir mig.

Bakþankar