Tilbúinn skortur hækkar verð Ólafur Þ. Stephensen skrifar 29. maí 2014 07:00 Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti, sagði frá því í síðustu viku að verð á nautakjöti frá afurðastöðvum hefði hækkað um 20 prósent. Sú hækkun mun að sjálfsögðu skila sér út í verðið til neytenda, hafi hún ekki gert það nú þegar. Ástæðan fyrir verðhækkuninni er ónógt framboð á íslenzku nautakjöti. Meira að segja Nóatún, sem auglýsir að í kjötborðum fyrirtækisins sé aðeins boðið upp á íslenzkt kjöt, hefur þurft að flytja inn nýsjálenzkt og danskt nautakjöt til að anna eftirspurn. Skorturinn er meðal annars tilkominn af því að bændur setja kvígur fremur á til að framleiða mjólk en að ala þær til slátrunar. Svo fer eftirspurnin vaxandi, ekki sízt vegna gríðarlegrar fjölgunar ferðamanna sem vilja fá sína steik og sinn hamborgara í fríinu. Hægt væri að komast hjá þessari verðhækkun með því að ríkið lækkaði tolla á innfluttu nautakjöti nægilega mikið til að það yrði samkeppnisfært í verði við innlenda kjötið. Samtök verzlunar og þjónustu hafa raunar farið fram á það við atvinnuvegaráðuneytið að tollar á nautakjöti verði felldir niður. Þá væri nægt framboð af kjöti á hóflegu verði og ekki þyrfti að „yfirbjóða þessa fáu gripi sem eru til úti í sveitum“ eins og Finnur Árnason, forstjóri Haga, orðaði það í Fréttablaðinu fyrr í vikunni. Atvinnuvegaráðuneytið segir hins vegar að sjálfsögðu nei við beiðni Samtaka verzlunar og þjónustu. Það var algjörlega fyrirsjáanlegt, enda nákvæmlega samkvæmt því mynztri sem orðið hefur til á undanförnum misserum: Ef innlendur framleiðandi biður um innflutningskvóta á lágum tollum af því að hann vantar hráefni er orðið við því hratt og örugglega. Ef verzlunin í landinu biður um sambærilegar heimildir til að stuðla að lægra vöruverði og fleiri kostum neytenda tekur kerfið sér örlítinn umhugsunarfrest og segir svo nei. Önnur staðalviðbrögð atvinnuvegaráðuneytisins, þegar farið er fram á tollkvóta til að mæta eftirspurn af því að innlendir framleiðendur anna henni ekki, er að halda því fram að það sé til nógur kvóti á lægri tollum. Tilkynning um slíkt var send út eftir umfjöllun Markaðarins. Meinið er bara, eins og Finnur Árnason benti á í Fréttablaðinu, að þótt ekki sé lagður hefðbundinn ofurtollur á innflutta nautakjötið eru tollarnir nógu háir til að það er ekki samkeppnishæft við innlenda kjötið. Með þessu stuðla stjórnvöld alveg meðvitað og með opin augun að því að hækka matarreikning heimilanna – eða standa að minnsta kosti hjá og gera ekki neitt til að hindra það, þótt það væri þeim í lófa lagið. Enn og aftur er neytendum sem sagt sendur reikningurinn fyrir úrelt og óhagkvæmt landbúnaðarkerfi sem mætir ekki þörfum markaðarins. Eru allir sáttir við að halda bara áfram að borga? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun
Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti, sagði frá því í síðustu viku að verð á nautakjöti frá afurðastöðvum hefði hækkað um 20 prósent. Sú hækkun mun að sjálfsögðu skila sér út í verðið til neytenda, hafi hún ekki gert það nú þegar. Ástæðan fyrir verðhækkuninni er ónógt framboð á íslenzku nautakjöti. Meira að segja Nóatún, sem auglýsir að í kjötborðum fyrirtækisins sé aðeins boðið upp á íslenzkt kjöt, hefur þurft að flytja inn nýsjálenzkt og danskt nautakjöt til að anna eftirspurn. Skorturinn er meðal annars tilkominn af því að bændur setja kvígur fremur á til að framleiða mjólk en að ala þær til slátrunar. Svo fer eftirspurnin vaxandi, ekki sízt vegna gríðarlegrar fjölgunar ferðamanna sem vilja fá sína steik og sinn hamborgara í fríinu. Hægt væri að komast hjá þessari verðhækkun með því að ríkið lækkaði tolla á innfluttu nautakjöti nægilega mikið til að það yrði samkeppnisfært í verði við innlenda kjötið. Samtök verzlunar og þjónustu hafa raunar farið fram á það við atvinnuvegaráðuneytið að tollar á nautakjöti verði felldir niður. Þá væri nægt framboð af kjöti á hóflegu verði og ekki þyrfti að „yfirbjóða þessa fáu gripi sem eru til úti í sveitum“ eins og Finnur Árnason, forstjóri Haga, orðaði það í Fréttablaðinu fyrr í vikunni. Atvinnuvegaráðuneytið segir hins vegar að sjálfsögðu nei við beiðni Samtaka verzlunar og þjónustu. Það var algjörlega fyrirsjáanlegt, enda nákvæmlega samkvæmt því mynztri sem orðið hefur til á undanförnum misserum: Ef innlendur framleiðandi biður um innflutningskvóta á lágum tollum af því að hann vantar hráefni er orðið við því hratt og örugglega. Ef verzlunin í landinu biður um sambærilegar heimildir til að stuðla að lægra vöruverði og fleiri kostum neytenda tekur kerfið sér örlítinn umhugsunarfrest og segir svo nei. Önnur staðalviðbrögð atvinnuvegaráðuneytisins, þegar farið er fram á tollkvóta til að mæta eftirspurn af því að innlendir framleiðendur anna henni ekki, er að halda því fram að það sé til nógur kvóti á lægri tollum. Tilkynning um slíkt var send út eftir umfjöllun Markaðarins. Meinið er bara, eins og Finnur Árnason benti á í Fréttablaðinu, að þótt ekki sé lagður hefðbundinn ofurtollur á innflutta nautakjötið eru tollarnir nógu háir til að það er ekki samkeppnishæft við innlenda kjötið. Með þessu stuðla stjórnvöld alveg meðvitað og með opin augun að því að hækka matarreikning heimilanna – eða standa að minnsta kosti hjá og gera ekki neitt til að hindra það, þótt það væri þeim í lófa lagið. Enn og aftur er neytendum sem sagt sendur reikningurinn fyrir úrelt og óhagkvæmt landbúnaðarkerfi sem mætir ekki þörfum markaðarins. Eru allir sáttir við að halda bara áfram að borga?
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun