Topp tíu ástæður fyrir Topp tíu listum Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 22. maí 2014 07:00 1. Fólk er latt. Það nennir ekki að lesa samfelldan texta.2. Blaðamenn eru latir. Þeir nenna ekki að skrifa samfelldan texta.3. „Topp tíu leiðir til að gera munnmök að upplifun“ og „Topp tíu barnastjörnur sem fóru í hundana“ eru fyrirsagnir sem vekja athygli. Allt með topp tíu í fyrirsögn (eða bara einhverri tölu sem gefur til kynna að það sé listi fram undan) setur hugann í réttar stellingar. Lesandinn veit hvað er fram undan, sama hversu lágkúrulegt það er, og hvenær því mun ljúka. Það hjálpar til við afmennskuna sem nauðsynlega þarf að eiga sér stað til að umbera slíkt efni.4. Í netblaðamennsku eru topplistar hentugt efni því framsetningin réttlætir að leiða aðeins fram eitt atriði á hverri síðu. Til að klára listann þarf lesandinn að auka flettingar á síðunni sem eykur verðgildi hennar sem auglýsingamiðils.5. Þaðerhægt að breyta allri mannlegri hugsun í topp tíu lista. Það ætti í raun enginn að setja sig á háan hest og tala á niðrandi hátt um slíka lista eins og gert er í atriðum eitt til fjögur. Biblían er með topp tíu lista: boðorðin tíu.6. Talandi um boðorðin tíu. Í raun var það hrein stílfræði að hafa þau akkúrat tíu talsins. Níunda boðorðið segir að „þú skulir ekki girnast hús náunga þíns“ en tíunda boðorðið segir svo að þú skulir ekki heldur „girnast konu náunga þíns, þræl hans eða ambátt, ekki uxa eða asna, né nokkuð það sem náungi þinn á“. Hvers vegna í ósköpunum þurfti sérstakt boðorð bara um húsið en svo var konan sett í annað boðorð með uxanum?7. Talandi um að teygja svona lista eftir hentugleika. Atriði sex var langt svo þetta þarf að vera styttra.8. Líka þetta.9. Ég er enn að hugsa um þetta með konuna og uxann. Er það kvenfyrirlitning að flokka konuna frekar með uxanum en húsinu? Þetta mætti ræða.10. Topp tíu listar hafa skýran endi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
1. Fólk er latt. Það nennir ekki að lesa samfelldan texta.2. Blaðamenn eru latir. Þeir nenna ekki að skrifa samfelldan texta.3. „Topp tíu leiðir til að gera munnmök að upplifun“ og „Topp tíu barnastjörnur sem fóru í hundana“ eru fyrirsagnir sem vekja athygli. Allt með topp tíu í fyrirsögn (eða bara einhverri tölu sem gefur til kynna að það sé listi fram undan) setur hugann í réttar stellingar. Lesandinn veit hvað er fram undan, sama hversu lágkúrulegt það er, og hvenær því mun ljúka. Það hjálpar til við afmennskuna sem nauðsynlega þarf að eiga sér stað til að umbera slíkt efni.4. Í netblaðamennsku eru topplistar hentugt efni því framsetningin réttlætir að leiða aðeins fram eitt atriði á hverri síðu. Til að klára listann þarf lesandinn að auka flettingar á síðunni sem eykur verðgildi hennar sem auglýsingamiðils.5. Þaðerhægt að breyta allri mannlegri hugsun í topp tíu lista. Það ætti í raun enginn að setja sig á háan hest og tala á niðrandi hátt um slíka lista eins og gert er í atriðum eitt til fjögur. Biblían er með topp tíu lista: boðorðin tíu.6. Talandi um boðorðin tíu. Í raun var það hrein stílfræði að hafa þau akkúrat tíu talsins. Níunda boðorðið segir að „þú skulir ekki girnast hús náunga þíns“ en tíunda boðorðið segir svo að þú skulir ekki heldur „girnast konu náunga þíns, þræl hans eða ambátt, ekki uxa eða asna, né nokkuð það sem náungi þinn á“. Hvers vegna í ósköpunum þurfti sérstakt boðorð bara um húsið en svo var konan sett í annað boðorð með uxanum?7. Talandi um að teygja svona lista eftir hentugleika. Atriði sex var langt svo þetta þarf að vera styttra.8. Líka þetta.9. Ég er enn að hugsa um þetta með konuna og uxann. Er það kvenfyrirlitning að flokka konuna frekar með uxanum en húsinu? Þetta mætti ræða.10. Topp tíu listar hafa skýran endi.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun