Á að gera hlutina öðruvísi? Þorsteinn Pálsson skrifar 31. maí 2014 07:00 Að morgni kjördags eru úrslitin að sjálfsögðu ekki gefin. En reikna má með að talning atkvæða í kvöld staðfesti í höfuðdráttum kannanir síðustu daga. Þegar almennar ályktanir fyrir landsmálapólitíkina eru dregnar af úrslitum sveitarstjórnarkosninga eru ákveðnir fyrirvarar nauðsynlegir sakir þess hversu ólíkar aðstæður geta verið frá einu sveitarfélagi til annars. Eigi að síður má nú eins og endranær lesa úr atkvæðaseðlunum skilaboð kjósenda til ríkisstjórnarinnar. Það á sérstaklega við um Reykjavík. Við kjör á Evrópuþingið í síðustu viku urðu flokkar sem andvígir eru Evrópusamstarfinu stærstu flokkarnir í Bretlandi, Frakklandi og Danmörku. Kjósendur voru að senda sterk skilaboð. Að vísu fengu aðrir flokkar ríflega tvo þriðju hluta atkvæðanna. En það breytir ekki hinu að þetta voru söguleg tíðindi; einkum þó í Bretlandi. Forsætisráðherrar Norðurlanda ræddu þessi jarðskjálftaúrslit á fundi sínum á Mývatni í vikunni. Okkar ráðherra sagði þau „gefa tilefni til þess að íhuga hvort gera þurfi hlutina öðru vísi“. Jafnframt benti hann á „að rót vandans væru þeir erfiðleikar sem Evrópusambandslöndin hafi gengið í gegnum“. Hann bætti við „að menn sæju ekki alveg fyrir sér að það leystist á næstunni, en þó væri þeim mun meiri ástæða til þess að fólk upplifði það að verið væri að vinna í hlutunum“.Forsætisráðherra hittir naglann á höfuðið Segja má að forsætisráðherra hafi hitt naglann á höfuðið þegar hann greinir skilaboð kjósenda í Evrópukosningunum á þennan veg. Kreppan á Íslandi varð dýpri en í flestum aðildarríkjum Evrópusambandsins. Margt hefur áunnist en menn sjá þó ekki enn fyrir lausn vandans hér fremur en þar. Rétt eins og aðrir Evrópubúar þurfa Íslendingar líka að upplifa að verið sé að vinna í hlutunum. Þegar atkvæði hafa verið talin í kvöld er rökrétt að bera niðurstöðurnar saman við þessa greiningu forsætisráðherra. Atkvæðatölurnar munu einfaldlega segja sína sögu um það hvort kjósendur upplifa veruleikann á þann veg að verið sé að vinna í hlutunum og hvort tilefni sé til að gera þá öðru vísi. Komi stjórnarflokkarnir vel út úr kosningunum í heild verður lítið tilefni til að íhuga hvort fara eigi aðrar leiðir að settu marki. Verði stjórnarflokkarnir aftur á móti fyrir miklu áfalli hlýtur sú spurning að vakna. Forsætisráðherra þarf þá að svara rétt eins og leiðtogar aðildarríkjanna hvað það er sem hann telur að kjósendur vilji gera með öðrum hætti. Álitamálið er hvar draga á línuna milli góðra úrslita og slæmra. Ekki er sanngjarnt að nota nákvæmlega sama pólitíska jarðskjálftamæli eins og í Evrópukosningunum. Þá þyrfti stjórnarandstaðan ekki að fá nema tæplega þriðjung atkvæða til að segja mætti að tilefni væri fyrir ríkisstjórnina að gera hlutina öðru vísi. Allir sjá að það væri fráleitt. Í ljósi þess að stjórnarflokkar sigla jafnan mótvind þegar erfiðleikar steðja að er rétt að gera vægari kröfur um árangur í dag. En fari samanlagt fylgi stjórnarflokkanna niður fyrir fjörutíu af hundraði á landinu öllu verður sú íhugun varla umflúin sem forsætisráðherra taldi að úrslitin í Evrópukosningunum hefðu gefið tilefni til.Rótlaus pólitík Þegar kreppan skall á í byrjun fjórða áratugar síðustu aldar hleyptu þær aðstæður nýju lífi í þjóðernishyggju og verndarstefnu af ýmsu tagi. Eftir á skildu menn að þær þjóðir urðu verst úti sem lengst gengu til móts við þær einföldu lausnir tíðarandans. Ísland festist til að mynda lengur í höftum en aðrar þjóðir og varð af þeim sökum lengi eftirbátur annarra. Kosningaúrslitin í Evrópu nú sýna að boðskapur þjóðernispopúlisma og verndarstefnu, einkum gagnvart útlendingum, fær hljómgrunn eins og í kjölfar heimskreppunnar miklu. Þau viðbrögð eru hins vegar jafn misráðin nú og þá. Rótleysið í pólitíkinni hér virðist meðal annars eiga rætur í því að fólk hefur ekki gert upp við sig hvort það á að súpa á þessu gamla víni sem nú er reitt fram á nýjum belgjum. Í þingkosningunum 2009 fékk VG næstum sama fylgi og sumir sigurvegaranna í Evrópukosningunum nú. Ári síðar kusu Reykvíkingar leikara í trúðsgervi sem borgarstjóra. Af því hlaust þó ekkert stórslys. Í fyrra varð Framsókn svo fyrsti flokkurinn í Evrópu af þjóðernispopúlistísku tagi sem náði forystu í ríkisstjórn. Og fyrir viku ákvað flokkurinn að skerpa þá ímynd með því að sá smá efahyggju í garð mosku íslamista. Nokkrir þungavigtarmenn í Sjálfstæðisflokknum hafa síðan gert góðan róm að baráttuaðferð Framsóknar. Allt að einu liggur skýringin á þeim úrslitum, sem væntanlega bíða sjálfstæðismanna í Reykjavík í nótt, fremur í því dýra verði sem ríkisstjórnarsamstarfið við Framsókn var keypt en í borgarstjórnarframboðinu sjálfu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Þorsteinn Pálsson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun
Að morgni kjördags eru úrslitin að sjálfsögðu ekki gefin. En reikna má með að talning atkvæða í kvöld staðfesti í höfuðdráttum kannanir síðustu daga. Þegar almennar ályktanir fyrir landsmálapólitíkina eru dregnar af úrslitum sveitarstjórnarkosninga eru ákveðnir fyrirvarar nauðsynlegir sakir þess hversu ólíkar aðstæður geta verið frá einu sveitarfélagi til annars. Eigi að síður má nú eins og endranær lesa úr atkvæðaseðlunum skilaboð kjósenda til ríkisstjórnarinnar. Það á sérstaklega við um Reykjavík. Við kjör á Evrópuþingið í síðustu viku urðu flokkar sem andvígir eru Evrópusamstarfinu stærstu flokkarnir í Bretlandi, Frakklandi og Danmörku. Kjósendur voru að senda sterk skilaboð. Að vísu fengu aðrir flokkar ríflega tvo þriðju hluta atkvæðanna. En það breytir ekki hinu að þetta voru söguleg tíðindi; einkum þó í Bretlandi. Forsætisráðherrar Norðurlanda ræddu þessi jarðskjálftaúrslit á fundi sínum á Mývatni í vikunni. Okkar ráðherra sagði þau „gefa tilefni til þess að íhuga hvort gera þurfi hlutina öðru vísi“. Jafnframt benti hann á „að rót vandans væru þeir erfiðleikar sem Evrópusambandslöndin hafi gengið í gegnum“. Hann bætti við „að menn sæju ekki alveg fyrir sér að það leystist á næstunni, en þó væri þeim mun meiri ástæða til þess að fólk upplifði það að verið væri að vinna í hlutunum“.Forsætisráðherra hittir naglann á höfuðið Segja má að forsætisráðherra hafi hitt naglann á höfuðið þegar hann greinir skilaboð kjósenda í Evrópukosningunum á þennan veg. Kreppan á Íslandi varð dýpri en í flestum aðildarríkjum Evrópusambandsins. Margt hefur áunnist en menn sjá þó ekki enn fyrir lausn vandans hér fremur en þar. Rétt eins og aðrir Evrópubúar þurfa Íslendingar líka að upplifa að verið sé að vinna í hlutunum. Þegar atkvæði hafa verið talin í kvöld er rökrétt að bera niðurstöðurnar saman við þessa greiningu forsætisráðherra. Atkvæðatölurnar munu einfaldlega segja sína sögu um það hvort kjósendur upplifa veruleikann á þann veg að verið sé að vinna í hlutunum og hvort tilefni sé til að gera þá öðru vísi. Komi stjórnarflokkarnir vel út úr kosningunum í heild verður lítið tilefni til að íhuga hvort fara eigi aðrar leiðir að settu marki. Verði stjórnarflokkarnir aftur á móti fyrir miklu áfalli hlýtur sú spurning að vakna. Forsætisráðherra þarf þá að svara rétt eins og leiðtogar aðildarríkjanna hvað það er sem hann telur að kjósendur vilji gera með öðrum hætti. Álitamálið er hvar draga á línuna milli góðra úrslita og slæmra. Ekki er sanngjarnt að nota nákvæmlega sama pólitíska jarðskjálftamæli eins og í Evrópukosningunum. Þá þyrfti stjórnarandstaðan ekki að fá nema tæplega þriðjung atkvæða til að segja mætti að tilefni væri fyrir ríkisstjórnina að gera hlutina öðru vísi. Allir sjá að það væri fráleitt. Í ljósi þess að stjórnarflokkar sigla jafnan mótvind þegar erfiðleikar steðja að er rétt að gera vægari kröfur um árangur í dag. En fari samanlagt fylgi stjórnarflokkanna niður fyrir fjörutíu af hundraði á landinu öllu verður sú íhugun varla umflúin sem forsætisráðherra taldi að úrslitin í Evrópukosningunum hefðu gefið tilefni til.Rótlaus pólitík Þegar kreppan skall á í byrjun fjórða áratugar síðustu aldar hleyptu þær aðstæður nýju lífi í þjóðernishyggju og verndarstefnu af ýmsu tagi. Eftir á skildu menn að þær þjóðir urðu verst úti sem lengst gengu til móts við þær einföldu lausnir tíðarandans. Ísland festist til að mynda lengur í höftum en aðrar þjóðir og varð af þeim sökum lengi eftirbátur annarra. Kosningaúrslitin í Evrópu nú sýna að boðskapur þjóðernispopúlisma og verndarstefnu, einkum gagnvart útlendingum, fær hljómgrunn eins og í kjölfar heimskreppunnar miklu. Þau viðbrögð eru hins vegar jafn misráðin nú og þá. Rótleysið í pólitíkinni hér virðist meðal annars eiga rætur í því að fólk hefur ekki gert upp við sig hvort það á að súpa á þessu gamla víni sem nú er reitt fram á nýjum belgjum. Í þingkosningunum 2009 fékk VG næstum sama fylgi og sumir sigurvegaranna í Evrópukosningunum nú. Ári síðar kusu Reykvíkingar leikara í trúðsgervi sem borgarstjóra. Af því hlaust þó ekkert stórslys. Í fyrra varð Framsókn svo fyrsti flokkurinn í Evrópu af þjóðernispopúlistísku tagi sem náði forystu í ríkisstjórn. Og fyrir viku ákvað flokkurinn að skerpa þá ímynd með því að sá smá efahyggju í garð mosku íslamista. Nokkrir þungavigtarmenn í Sjálfstæðisflokknum hafa síðan gert góðan róm að baráttuaðferð Framsóknar. Allt að einu liggur skýringin á þeim úrslitum, sem væntanlega bíða sjálfstæðismanna í Reykjavík í nótt, fremur í því dýra verði sem ríkisstjórnarsamstarfið við Framsókn var keypt en í borgarstjórnarframboðinu sjálfu.