Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Mendy sýknaður af einni nauðgunarákæru

    Knattspyrnumaðurinn Benjamin Mendy hefur verið sýknaður af einni nauðgunarákæru. Hann er þó enn ákærður fyrir sjö nauðganir, eina tilraun til nauðgunnar og kynferðislegt áreiti gegn sex ungum konum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Leik Arsenal í Evrópudeildinni frestað

    Leik Arsenal við PSV Eindhoven í Evrópudeildinni í fótbolta hefur verið frestað sökum andláts Elísabetar II Bretadrottningar. Óvissa er um leiki komandi helgar í ensku deildarkeppnunum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Kanté gæti farið frítt frá Chelsea

    Þó að franski landsliðsmiðjumaðurinn N‘Golo Kanté hafi verið lykilmaður hjá Chelsea um árabil þá hafa meiðsli sett strik í reikninginn síðustu ár. Hann gæti yfirgefið félagið frítt næsta sumar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Kveðst eyðilagður yfir brottrekstrinum

    Þýski knattspyrnustjórinn Thomas Tuchel hefur tjáð sig í fyrsta sinn eftir brottreksturinn frá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea en hann sendi frá sér tilfinningaríka yfirlýsingu í kvöld.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ósammála frestunum á Englandi

    Sparkspekingarnir Gary Neville, Peter Crouch og Piers Morgan eru ekki sammála þeirri ákvörðun ensku úrvalsdeildarinnar að fresta öllum leikjum helgarinnar en leikjunum var frestað vegna andláts Elísabetar Bretlandsdrottningar. 

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Boehly vildi að Tuchel spilaði leik­kerfið 4-4-3

    Í ítarlegri grein The Athletic um brottrekstur Thomas Tuchel og hvað leiddi til hans er farið djúpt ofan í það sem hefur gengið á hjá enska knattspyrnufélaginu Chelsea undanfarna mánuði. Þar kemur fram að Todd Boehly, bandarískur eigandi félagsins, hafi stungið upp á að Tuchel myndi spila leikkerfið 4-4-3.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Umboðsmenn þénuðu tæpa 70 milljarða í sumarglugganum

    Umboðsmenn knattspyrnumanna þurfa margir hverjir ekki að hafa áhyggjur af því að eiga ekki fyrir salti í grautinn á næstunni. Samkvæmt alþjóðaknattspyrnusambandinu FIFA þénuðu þeir tæplega 431 milljón punda í félagsskiptaglugga sumarsins sem lokaði í seinustu viku.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ronaldo var upphafið af deilum Tuchel og Boehly

    Thomas Tuchel var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Chelsea í gær. Samband Tuchel við Todd Boehly, eiganda Chelsea, hafði verið slæmt í allt sumar en upphaf þess má rekja til hugsanlegra félagaskipta Cristiano Ronaldo frá Manchester United til Chelsea.

    Enski boltinn