Chelsea staðfestir fimm ára samning við Potter Valur Páll Eiríksson skrifar 8. september 2022 15:00 Tekinn við Chelsea. Robin Jones/Getty Images Graham Potter hefur skrifað undir fimm ára samning sem nýr þjálfari Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Skiptin hafa legið í loftinu frá því að Thomas Tuchel var sagt upp störfum í gærmorgun. Chelsea hafa unnið hratt og vel að ráðningu nýs þjálfara en Thomasi Tuchel var sagt upp í gærmorgun eftir 1-0 tap fyrir Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu. Chelsea hafði þá höktað töluvert í upphafi leiktíðar í ensku úrvalsdeildinni. Það þótti ekki ásættanlegt hjá nýjum eigendum Chelsea, sem keypti félagið í júní af Roman Abramovich, og eyddu heimsmetafjárhæð í kaup á nýjum leikmönnum í sumar, yfir 260 milljónum punda. Potter yfirgefur Brighton fyrir starfið hjá Chelsea en þar hefur hann verið við stjórnvölin frá árinu 2019. Talið er að Chelsea hafi þurft að reiða fram 16 milljónir punda til að losa Potter undan samningi sínum hjá Brighton. Chelsea Football Club is delighted to welcome Graham Potter as our new Head Coach! — Chelsea FC (@ChelseaFC) September 8, 2022 „Ég er afar stoltur og spenntur að starfa fyrir Chelsea, þetta frábæra félag. Ég er spenntur fyrir komandi samstarfi með eigendahópi félagsins og að hitta og vinna með spennandi leikmannahópi, með það að markmiði að þróa lið og kúltúr sem ótrúlegir stuðningsmenn okkar geta verið stoltir af,“ segir Potter á heimasíðu Chelsea. Potter spratt fram á sjónarsviðið sem þjálfari Östersund í Svíþjóð en hann tók við liðinu árið 2011 og kom því upp um þrjár deildir, í þá efstu í Svíþjóð og vann sænska bikarinn 2017. Fór í kjölfarið með liðið í Evrópudeildina þar sem það komst upp úr riðli sínum og vann annan leik sinn við Arsenal en féll úr leik samanlagt 4-2 í 32-liða úrslitum. Hann tók í kjölfarið við Swansea í eina leiktíð áður en hann færði sig til Brighton. Enski boltinn Tengdar fréttir Carragher óviss: Þetta er miskunnarlaust félag Jamie Carragher, sérfræðingur á Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool til fjölda ára, kveðst óviss um hvort það væri rétt skref fyrir Graham Potter, þjálfara Brighton, að taka við Chelsea. Lundúnafélagið hefur haft samband við stjórann í dag. 7. september 2022 18:31 Terry spenntur: „Hann tikkar í öll box“ John Terry, fyrrum fyrirliði Chelsea til fjölda ára, kveðst mjög spenntur fyrir möguleikanum að Graham Potter þjálfi félagið. Thomas Tuchel var sagt upp störfum í morgun. 7. september 2022 16:45 Tuchel rekinn eftir tap gærkvöldsins Thomas Tuchel hefur verið vísað úr starfi knattspyrnustjóra hjá Chelsea í kjölfar taps liðsins fyrir Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. september 2022 09:11 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Sjá meira
Chelsea hafa unnið hratt og vel að ráðningu nýs þjálfara en Thomasi Tuchel var sagt upp í gærmorgun eftir 1-0 tap fyrir Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu. Chelsea hafði þá höktað töluvert í upphafi leiktíðar í ensku úrvalsdeildinni. Það þótti ekki ásættanlegt hjá nýjum eigendum Chelsea, sem keypti félagið í júní af Roman Abramovich, og eyddu heimsmetafjárhæð í kaup á nýjum leikmönnum í sumar, yfir 260 milljónum punda. Potter yfirgefur Brighton fyrir starfið hjá Chelsea en þar hefur hann verið við stjórnvölin frá árinu 2019. Talið er að Chelsea hafi þurft að reiða fram 16 milljónir punda til að losa Potter undan samningi sínum hjá Brighton. Chelsea Football Club is delighted to welcome Graham Potter as our new Head Coach! — Chelsea FC (@ChelseaFC) September 8, 2022 „Ég er afar stoltur og spenntur að starfa fyrir Chelsea, þetta frábæra félag. Ég er spenntur fyrir komandi samstarfi með eigendahópi félagsins og að hitta og vinna með spennandi leikmannahópi, með það að markmiði að þróa lið og kúltúr sem ótrúlegir stuðningsmenn okkar geta verið stoltir af,“ segir Potter á heimasíðu Chelsea. Potter spratt fram á sjónarsviðið sem þjálfari Östersund í Svíþjóð en hann tók við liðinu árið 2011 og kom því upp um þrjár deildir, í þá efstu í Svíþjóð og vann sænska bikarinn 2017. Fór í kjölfarið með liðið í Evrópudeildina þar sem það komst upp úr riðli sínum og vann annan leik sinn við Arsenal en féll úr leik samanlagt 4-2 í 32-liða úrslitum. Hann tók í kjölfarið við Swansea í eina leiktíð áður en hann færði sig til Brighton.
Enski boltinn Tengdar fréttir Carragher óviss: Þetta er miskunnarlaust félag Jamie Carragher, sérfræðingur á Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool til fjölda ára, kveðst óviss um hvort það væri rétt skref fyrir Graham Potter, þjálfara Brighton, að taka við Chelsea. Lundúnafélagið hefur haft samband við stjórann í dag. 7. september 2022 18:31 Terry spenntur: „Hann tikkar í öll box“ John Terry, fyrrum fyrirliði Chelsea til fjölda ára, kveðst mjög spenntur fyrir möguleikanum að Graham Potter þjálfi félagið. Thomas Tuchel var sagt upp störfum í morgun. 7. september 2022 16:45 Tuchel rekinn eftir tap gærkvöldsins Thomas Tuchel hefur verið vísað úr starfi knattspyrnustjóra hjá Chelsea í kjölfar taps liðsins fyrir Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. september 2022 09:11 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Sjá meira
Carragher óviss: Þetta er miskunnarlaust félag Jamie Carragher, sérfræðingur á Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool til fjölda ára, kveðst óviss um hvort það væri rétt skref fyrir Graham Potter, þjálfara Brighton, að taka við Chelsea. Lundúnafélagið hefur haft samband við stjórann í dag. 7. september 2022 18:31
Terry spenntur: „Hann tikkar í öll box“ John Terry, fyrrum fyrirliði Chelsea til fjölda ára, kveðst mjög spenntur fyrir möguleikanum að Graham Potter þjálfi félagið. Thomas Tuchel var sagt upp störfum í morgun. 7. september 2022 16:45
Tuchel rekinn eftir tap gærkvöldsins Thomas Tuchel hefur verið vísað úr starfi knattspyrnustjóra hjá Chelsea í kjölfar taps liðsins fyrir Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. september 2022 09:11