Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Telja hættu á að Sigurður fari úr landi

Landsréttur staðfesti í gær fjögurra vikna farbannsúrskurð úr héraðsdómi yfir Sigurði Kristinssyni sem á dögunum var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Skáksambandsmálinu svokallaða.

Innlent
Fréttamynd

Uppsögn kostar ríkið milljónir

Íslenska ríkið var í Landsrétti í gær dæmt til að greiða kennara fjórar og hálfa milljón króna í bætur og miskabætur vegna fjártjóns sem hann varð fyrir vegna ólögmætrar uppsagnar sem aðstoðarskólastjóri Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi.

Innlent
Fréttamynd

Mun fleiri sæta farbanni og varðhaldi

Úrskurðum um farbann og gæsluvarðhald fjölgar gríðarlega milli ára. Embættismenn gefa ýmsar skýringar. Hvorki er unnt að afla upplýsinga um grundvöll úrskurðanna, þjóðerni þeirra sem sviptir eru frelsi né tegund brots sem til rannsóknar er.

Innlent
Fréttamynd

Til Danmerkur eða Grænlands

"Mér fannst nú fullt tilefni til að taka málið til endurskoðunar,“ segir Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar Møller sem synjað var í gær um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar.

Innlent
Fréttamynd

Guðmundur Spartakus mættur í Landsrétt

Guðmundur Spartakus Ómarsson er mættur í Landsrétt til þess að gefa þar skýrslu í meiðyrðamáli sem hann höfðaði gegn Atla Má Gylfasyni, blaðamanni, vegna umfjöllunar eftir hann sem birtist í Stundinni í desember 2016.

Innlent