Taldi mann skulda sér bjór, hótaði honum ofbeldi og reyndi að ræna hann Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júní 2019 19:40 Glæpurinn var framinn í Vestmannaeyjum í mars árið 2016. Fréttablaðið/Óskar P. Sigurðsson Landsréttur dæmdi í dag karlmann á þrítugsaldri í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að ræna mann og hótað honum líkamsmeiðingum vegna meintrar bjórskuldar. Meintur samverkamaður mannsins, sem héraðsdómur dæmdi í sex mánaða fangelsi, var sýknaður í Landsrétti. Í dómi kemur fram að maðurinn hafi gert tilraun til ráns með því að hafa aðfaranótt 18. mars árið 2016 hótað manni líkamsmeiðingum og farið með hann að hraðbanka Landsbankans í Vestmannaeyjum. Þar hafi maðurinn reynt að neyða fórnarlambið til að taka fjármuni út úr hraðbankanum. Þá kom fram í framburði brotaþola við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti að maðurinn hefði vikið sér að brotaþola eftir að þeir yfirgáfu veitingastað og sagt hann skulda sér bjór. Þegar brotaþoli hafi neitað því hafi maðurinn þrifið í hann og sagt honum að þeir þyrftu að fara í bankann og sækja peninga. Í framhaldinu hafi maðurinn teymt hann sem leið lá í bankann og hótað honum ofbeldi. Maðurinn var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brotin. Þá var honum gert að greiða rúmar 1,2 milljónir krónur í sakarkostnað málsins í héraði og áfrýjunarkostnað. Þá var honum einnig gert að greiða málsvarnarlaun verjenda sinna í héraði og í Landsrétti, samtals tæpar 1,2 milljónir króna. Hinum manninum, sem hlaut dóm fyrir aðild sína að málinu í héraðsdómi, var gefið að sök að hafa beðið fyrir utan anddyri bankans og staðið vörð þegar verknaðurinn átti sér stað. Hann var sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins í Landsrétti en sannað þótti að ekki hefði verið um samverknað mannanna að ræða. Dómsmál Vestmannaeyjar Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Landsréttur dæmdi í dag karlmann á þrítugsaldri í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að ræna mann og hótað honum líkamsmeiðingum vegna meintrar bjórskuldar. Meintur samverkamaður mannsins, sem héraðsdómur dæmdi í sex mánaða fangelsi, var sýknaður í Landsrétti. Í dómi kemur fram að maðurinn hafi gert tilraun til ráns með því að hafa aðfaranótt 18. mars árið 2016 hótað manni líkamsmeiðingum og farið með hann að hraðbanka Landsbankans í Vestmannaeyjum. Þar hafi maðurinn reynt að neyða fórnarlambið til að taka fjármuni út úr hraðbankanum. Þá kom fram í framburði brotaþola við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti að maðurinn hefði vikið sér að brotaþola eftir að þeir yfirgáfu veitingastað og sagt hann skulda sér bjór. Þegar brotaþoli hafi neitað því hafi maðurinn þrifið í hann og sagt honum að þeir þyrftu að fara í bankann og sækja peninga. Í framhaldinu hafi maðurinn teymt hann sem leið lá í bankann og hótað honum ofbeldi. Maðurinn var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brotin. Þá var honum gert að greiða rúmar 1,2 milljónir krónur í sakarkostnað málsins í héraði og áfrýjunarkostnað. Þá var honum einnig gert að greiða málsvarnarlaun verjenda sinna í héraði og í Landsrétti, samtals tæpar 1,2 milljónir króna. Hinum manninum, sem hlaut dóm fyrir aðild sína að málinu í héraðsdómi, var gefið að sök að hafa beðið fyrir utan anddyri bankans og staðið vörð þegar verknaðurinn átti sér stað. Hann var sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins í Landsrétti en sannað þótti að ekki hefði verið um samverknað mannanna að ræða.
Dómsmál Vestmannaeyjar Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent