Hélt þriggja ára barni sínu fram af svölum og hótaði að sleppa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júní 2019 17:20 Faðirinn er öryrki, félagslega einangraður og fljótur að túlka hluti sér í óhag. Vísir/Rakel Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haldið þriggja ára barni sínu fram af svölum og hótað að sleppa því. Lögreglumenn, nágrannar og starfsmenn barnaverndar urðu vitni að uppákomunni. Aðdragandi málsins er sá að barnavernd hafði tekið ákvörðun um að barn karlmannsins og eiginkonu hans yrði fært á vistheimili. Þegar sækja átti barnið var skellt á barnavernd. Eftir að hringt hafði verið á lögreglu birtist faðirinn á svölunum og sveiflaði barni sínu fram af. Tveir lögreglumenn sögðu föðurinn hafa hótað að sleppa barninu en faðirinn neitaði sök. Þótti héraðsdómi sannað, með framburði vitna þrátt fyrir neitun föður, að atburðurinn hefði átt sér stað. Sömuleiðis að faðirinn hefði stangað lögreglumann í búkinn. Til stóð að flytja barnið á vistheimili meðal annars vegna andlegra veikinda föður. Hann er öryrki vegna sjúkdóms sem hann glímir við en þó sjálfbjarga og tekur þátt í uppeldi sonar síns. Geðlæknir mat föðurinn sakhæfan. Í matsgerð geðlæknis segir að ákærði sé öryrki vegna geðsjúkdóms. Hann sé félagslega einangraður, tortrygginn og sé fljótur til að túlka hluti sér í óhag. Í niðurstöðu matsmanns segir að ákærði sé „með alvarlegan geðsjúkdóm og hefur átt við alvarlegan geðrænan vanda að stríða síðastliðin ár eða allt frá 2014. Uppfyllir nú skilyrði fyrir geðklofa.“ Var hæfileg refsing ákveðin fjórir mánuðir í fangelsi á skilorði en maðurinn á engan sakaferil að baki auk þess sem mikill dráttur varð á málinu. Dómsmál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haldið þriggja ára barni sínu fram af svölum og hótað að sleppa því. Lögreglumenn, nágrannar og starfsmenn barnaverndar urðu vitni að uppákomunni. Aðdragandi málsins er sá að barnavernd hafði tekið ákvörðun um að barn karlmannsins og eiginkonu hans yrði fært á vistheimili. Þegar sækja átti barnið var skellt á barnavernd. Eftir að hringt hafði verið á lögreglu birtist faðirinn á svölunum og sveiflaði barni sínu fram af. Tveir lögreglumenn sögðu föðurinn hafa hótað að sleppa barninu en faðirinn neitaði sök. Þótti héraðsdómi sannað, með framburði vitna þrátt fyrir neitun föður, að atburðurinn hefði átt sér stað. Sömuleiðis að faðirinn hefði stangað lögreglumann í búkinn. Til stóð að flytja barnið á vistheimili meðal annars vegna andlegra veikinda föður. Hann er öryrki vegna sjúkdóms sem hann glímir við en þó sjálfbjarga og tekur þátt í uppeldi sonar síns. Geðlæknir mat föðurinn sakhæfan. Í matsgerð geðlæknis segir að ákærði sé öryrki vegna geðsjúkdóms. Hann sé félagslega einangraður, tortrygginn og sé fljótur til að túlka hluti sér í óhag. Í niðurstöðu matsmanns segir að ákærði sé „með alvarlegan geðsjúkdóm og hefur átt við alvarlegan geðrænan vanda að stríða síðastliðin ár eða allt frá 2014. Uppfyllir nú skilyrði fyrir geðklofa.“ Var hæfileg refsing ákveðin fjórir mánuðir í fangelsi á skilorði en maðurinn á engan sakaferil að baki auk þess sem mikill dráttur varð á málinu.
Dómsmál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Sjá meira