Leituðu ekki nægilega víða eftir umsögnum um sálfræðinginn sem braut á barni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. júní 2019 14:00 Sálfræðingurinn réð sig til borgarinnar í ágúst 2017. Fréttablaðið/GVA Yfirstjórn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir skerpt hafi verið á því í verklagsreglum að leitað sé víða eftir umsögnum við ráðningar í störf þar sem unnið er með börnum og fötluðu fólki. Þetta kemur fram í svari sviðsins við fyrirspurn Vísis. Fyrrverandi starfsmaður velferðarsviðs hlaut á dögunum tveggja og hálfs árs dóm fyrir að brjóta á stjúpdóttur sinni á barnsaldri. Þá er hann til rannsóknar í öðru máli grunaður um að hafa endurtekið nauðgað dreng á fermingaraldri.Grunaður um annað brot Sálfræðingurinn, sem starfaði með börnum og unglingum í áratugi, hóf störf hjá Reykjavíkurborg í ágúst 2017. Við ráðninguna upplýsti hann ekki að hann hefði á sínum tíma sætt kæru þar sem hann var sakaður um að hafa nauðgað fyrrnefndum dreng sem var í sálfræðimeðferð hjá honum. Sálfræðingurinn var á þeim tímapunkti skólasálfræðingur í skólanum sem drengurinn gekk í. Málið leiddi ekki til ákæru þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Í desember 2017 var sálfræðingurinn svo kærður til lögreglu fyrir brot á fyrrum sjúpdóttur sinni sem hann hafði enn samskipti við. Brotið átti sér stað á heimili sálfræðingsins sem hafði boðið henni í mat. Var hann færður til í starfi í framhaldinu á meðan velferðarsvið skoðaði málið. Eftir nokkurra vikna skoðun var sálfræðingurinn settur í launað leyfi, í febrúar 2018, en þá hafði velferðarsvið einnig fengið upplýsingar um fyrri kæru á hendur manninum. Málið fór fyrir dóm í maí síðastliðnum og var á sama tíma gengið frá ráðningarlokum við manninn. Hafði hann þá verið í launuðu leyfi sem sérfræðingur hjá borginni í um það bil sextán mánuði. Dómur var svo kveðinn upp í júní og niðurstaðan tveggja og hálfs árs fangelsi.Gamla málið tekið upp Mál drengsins, sem nú er karlmaður um þrítugt, er í rannsókn hjá lögreglunni á Ísafirði. Ríkissaksóknari féllst á beiðni hans um endurupptöku í málinu í september í fyrra þar sem nýjar upplýsingar sem talið er að gætu skipt máli væru fram komnar. Í svari velferðarsviðs við fyrirspurn Vísis um ráðningu mannsins segir að við ráðningar í störf þar sem unnið er með börnum og fötluðu fólki sé gerð krafa um að umsækjendur framvísi hreinu sakavottorði. Verklagi velferðarsviðs var svo breytt í febrúar 2018, um það leyti er sálfræðingurinn var sendur í leyfi, á þann veg að vottorða er nú aflað úr sakaskrá við ráðningar í öll störf á sviðinu. Er það umfram lagaskyldu. Er þess getið að sálfræðingurinn var með hreint sakavottorð á þeim tíma sem hann var ráðinn. Velferðarsviði hafi ekki borist neinar frekari athugasemdir varðandi sálfræðinginn síðan hann var sendur í leyfi.Veistu meira um málið? Hafðu samband við kolbeinntumi(hja)stod2.is. Fullum trúnaði heitið. Dómsmál Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Tengdar fréttir Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar nauðgaði fyrrum stjúpdóttur sinni Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, karlmaður á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fyrrum stjúpdóttur sinni. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. 26. júní 2019 15:00 Á fullum launum hjá borginni grunaður um endurtekin brot gegn börnum Sálfræðingur sem dæmdur var í tveggja og hálfs árs fangelsi á dögunum fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrverandi sjúpdóttur sinni er til rannsóknar hjá lögreglunni á Ísafirði grunaður um að hafa nauðgað dreng í áttunda bekk. 27. júní 2019 12:15 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Yfirstjórn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir skerpt hafi verið á því í verklagsreglum að leitað sé víða eftir umsögnum við ráðningar í störf þar sem unnið er með börnum og fötluðu fólki. Þetta kemur fram í svari sviðsins við fyrirspurn Vísis. Fyrrverandi starfsmaður velferðarsviðs hlaut á dögunum tveggja og hálfs árs dóm fyrir að brjóta á stjúpdóttur sinni á barnsaldri. Þá er hann til rannsóknar í öðru máli grunaður um að hafa endurtekið nauðgað dreng á fermingaraldri.Grunaður um annað brot Sálfræðingurinn, sem starfaði með börnum og unglingum í áratugi, hóf störf hjá Reykjavíkurborg í ágúst 2017. Við ráðninguna upplýsti hann ekki að hann hefði á sínum tíma sætt kæru þar sem hann var sakaður um að hafa nauðgað fyrrnefndum dreng sem var í sálfræðimeðferð hjá honum. Sálfræðingurinn var á þeim tímapunkti skólasálfræðingur í skólanum sem drengurinn gekk í. Málið leiddi ekki til ákæru þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Í desember 2017 var sálfræðingurinn svo kærður til lögreglu fyrir brot á fyrrum sjúpdóttur sinni sem hann hafði enn samskipti við. Brotið átti sér stað á heimili sálfræðingsins sem hafði boðið henni í mat. Var hann færður til í starfi í framhaldinu á meðan velferðarsvið skoðaði málið. Eftir nokkurra vikna skoðun var sálfræðingurinn settur í launað leyfi, í febrúar 2018, en þá hafði velferðarsvið einnig fengið upplýsingar um fyrri kæru á hendur manninum. Málið fór fyrir dóm í maí síðastliðnum og var á sama tíma gengið frá ráðningarlokum við manninn. Hafði hann þá verið í launuðu leyfi sem sérfræðingur hjá borginni í um það bil sextán mánuði. Dómur var svo kveðinn upp í júní og niðurstaðan tveggja og hálfs árs fangelsi.Gamla málið tekið upp Mál drengsins, sem nú er karlmaður um þrítugt, er í rannsókn hjá lögreglunni á Ísafirði. Ríkissaksóknari féllst á beiðni hans um endurupptöku í málinu í september í fyrra þar sem nýjar upplýsingar sem talið er að gætu skipt máli væru fram komnar. Í svari velferðarsviðs við fyrirspurn Vísis um ráðningu mannsins segir að við ráðningar í störf þar sem unnið er með börnum og fötluðu fólki sé gerð krafa um að umsækjendur framvísi hreinu sakavottorði. Verklagi velferðarsviðs var svo breytt í febrúar 2018, um það leyti er sálfræðingurinn var sendur í leyfi, á þann veg að vottorða er nú aflað úr sakaskrá við ráðningar í öll störf á sviðinu. Er það umfram lagaskyldu. Er þess getið að sálfræðingurinn var með hreint sakavottorð á þeim tíma sem hann var ráðinn. Velferðarsviði hafi ekki borist neinar frekari athugasemdir varðandi sálfræðinginn síðan hann var sendur í leyfi.Veistu meira um málið? Hafðu samband við kolbeinntumi(hja)stod2.is. Fullum trúnaði heitið.
Dómsmál Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Tengdar fréttir Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar nauðgaði fyrrum stjúpdóttur sinni Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, karlmaður á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fyrrum stjúpdóttur sinni. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. 26. júní 2019 15:00 Á fullum launum hjá borginni grunaður um endurtekin brot gegn börnum Sálfræðingur sem dæmdur var í tveggja og hálfs árs fangelsi á dögunum fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrverandi sjúpdóttur sinni er til rannsóknar hjá lögreglunni á Ísafirði grunaður um að hafa nauðgað dreng í áttunda bekk. 27. júní 2019 12:15 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar nauðgaði fyrrum stjúpdóttur sinni Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, karlmaður á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fyrrum stjúpdóttur sinni. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. 26. júní 2019 15:00
Á fullum launum hjá borginni grunaður um endurtekin brot gegn börnum Sálfræðingur sem dæmdur var í tveggja og hálfs árs fangelsi á dögunum fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrverandi sjúpdóttur sinni er til rannsóknar hjá lögreglunni á Ísafirði grunaður um að hafa nauðgað dreng í áttunda bekk. 27. júní 2019 12:15