Bótakröfur á ríkið vegna makrílkvóta Sveinn Arnarsson skrifar 19. júní 2019 06:00 Glaðbeittir veiðimenn landa góðum afla af makríl. Fréttablaðið/GVA Ríkislögmaður hefur fengið stefnur frá útgerðarfélögum vegna úthlutunar makrílkvóta árin 2015 til og með 2018. Milljarðatugir gætu verið í húfi fyrir íslenska ríkið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru stefnurnar bæði frá stórum og meðalstórum útgerðum. Hjá ríkislögmanni fékkst staðfest að stefnur hefðu komið inn á borð embættisins en ekki væri búið að þingfesta þær. Ekki fékkst uppgefið hversu margar stefnurnar væru né hversu háar kröfurnar eru. Þann 6. desember síðastliðinn komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ríkið væri bótaskylt vegna kvótasetningar á makríl. Huginn ehf. og Ísfélag Vestmannaeyja töldu sig hafa orðið fyrir tjóni vegna úthlutunar hins opinbera. Axel Helgason, formaður stjórnar Landssambands smábátaeigenda, segir að sex fyrirtæki hið minnsta ætli að sækja bætur. Hann segir kvótann á makríl vera á milli 65 og 100 milljarða króna virði og því um háar fjárhæðir að ræða. Fyrirtækin sem ætli sér að sækja bætur til ríkisins gætu að hans mati fengið í sínar hendur um það bil 35 milljarða króna. „Þegar við höfum skoðað þessar tölur þá gætum við verið að tala um allt að 18 milljarða króna fyrir árin 2011 til 2014. Svo gætum við séð svipaðar tölur fyrir 2015 til 2018. Þetta eru vissulega háar fjárhæðir,“ segir Axel. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir breytingar á lögum um makrílveiðar, sem nú liggja fyrir í þinginu, vera til þess fallnar að bregðast við dómum Hæstaréttar. „Lögum samkvæmt er það hlutverk ríkislögmanns að fara með vörn þessara mála,“ segir Kristján Þór. „Hlutverk stjórnvalda hefur verið að bregðast við skaðabótaskyldu íslenska ríkisins eftir dóma Hæstaréttar í desember síðastliðnum, meðal annars með breytingum á veiðistjórn makrílveiða. Frumvarp þess efnis bíður nú afgreiðslu á Alþingi.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Ríkislögmaður hefur fengið stefnur frá útgerðarfélögum vegna úthlutunar makrílkvóta árin 2015 til og með 2018. Milljarðatugir gætu verið í húfi fyrir íslenska ríkið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru stefnurnar bæði frá stórum og meðalstórum útgerðum. Hjá ríkislögmanni fékkst staðfest að stefnur hefðu komið inn á borð embættisins en ekki væri búið að þingfesta þær. Ekki fékkst uppgefið hversu margar stefnurnar væru né hversu háar kröfurnar eru. Þann 6. desember síðastliðinn komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ríkið væri bótaskylt vegna kvótasetningar á makríl. Huginn ehf. og Ísfélag Vestmannaeyja töldu sig hafa orðið fyrir tjóni vegna úthlutunar hins opinbera. Axel Helgason, formaður stjórnar Landssambands smábátaeigenda, segir að sex fyrirtæki hið minnsta ætli að sækja bætur. Hann segir kvótann á makríl vera á milli 65 og 100 milljarða króna virði og því um háar fjárhæðir að ræða. Fyrirtækin sem ætli sér að sækja bætur til ríkisins gætu að hans mati fengið í sínar hendur um það bil 35 milljarða króna. „Þegar við höfum skoðað þessar tölur þá gætum við verið að tala um allt að 18 milljarða króna fyrir árin 2011 til 2014. Svo gætum við séð svipaðar tölur fyrir 2015 til 2018. Þetta eru vissulega háar fjárhæðir,“ segir Axel. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir breytingar á lögum um makrílveiðar, sem nú liggja fyrir í þinginu, vera til þess fallnar að bregðast við dómum Hæstaréttar. „Lögum samkvæmt er það hlutverk ríkislögmanns að fara með vörn þessara mála,“ segir Kristján Þór. „Hlutverk stjórnvalda hefur verið að bregðast við skaðabótaskyldu íslenska ríkisins eftir dóma Hæstaréttar í desember síðastliðnum, meðal annars með breytingum á veiðistjórn makrílveiða. Frumvarp þess efnis bíður nú afgreiðslu á Alþingi.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent