Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Sigurður Gunnar og Jóhann Árni í Grindavík

    Grindvíkingar eru að fá stóran liðstyrk í körfunni því samkvæmt heimildum Víkurfrétta þá munu þeir Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Jóhann Árni Ólafsson skrifa undir samning við Grindavík í kvöld. Sigurður Gunnar kemur frá Keflavík en Jóhann Árni frá Njarðvík.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Guðmundur fer frá Njarðvík til Þorlákshafnar

    Guðmundur Jónsson, bakvörður Njarðvíkinga, hefur ákveðið að yfirgefa Njarðvíkurliðið og spila með nýliðum Þórs úr Þorlákshöfn í Iceland Express deild karla í körfubolta á næsta tímabili. Þetta kom fram á karfan.is.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ægir og Tómas fara í sama skóla í Bandaríkjunum

    Fjölnisstrákarnir Ægir Þór Steinarsson og Tómas Heiðar Tómasson hafa ákveðið að fara í sama háskóla í Bandaríkjunum næstu fjögur árin en þeir hafa samþykkt að spila með Newsberry college í Norður-Karólínu sem er í 2. deild bandaríska háskólaboltans.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflvíkingar missa besta miðherja deildarinnar

    Keflvíkingar tilkynntu það á heimasíðu sinni í dag að ísfirski miðherjinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson muni ekki endurnýja samning sinn við félagið. Sigurður Gunnar hefur verið í stóru hlutverki hjá Keflvíkingum undanfarin fimm ár og var á dögunum valinn í úrvalslið ársins í annað skiptið á þremur árum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Teitur verður áfram með Stjörnuliðið - samdi til 2013

    Teitur Örlygsson hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna um tvö ár og verður því áfram við stjórnvölinn í Garðabænum. Þetta kemur fram á heimasíðu Stjörnunnar.Teitur hefur þjálfað Stjörnuna síðan í ársloks 2008 og hefur síðan þá komið liðinu í hóp bestu liða deildarinnar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Pavel og Margrét Kara valin best

    KR-ingarnir Pavel Ermolinskij og Margrét Kara Sturludóttir voru í gærkvöldi valin bestu leikmenn Iceland Express-deildanna í körfubolta á lokahófi KKÍ sem haldið var á Broadway.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ingi Þór búinn að semja við Snæfell til ársins 2014

    Ingi Þór Steinþórsson framlengdi í gær samning sinn við Snæfell um tvö ár og mun því þjálfa karla- og kvennalið félagsins til ársins 2014. Ingi Þór var að klára sitt annað tímabil í Hólminum en hann gerði karlaliðið að tvöföldum meisturum á sínu fyrsta ári og í vetur vann liðið Lengjubikarinn og Meistarakeppnina.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Sigurður tekur við Keflavíkurliðinu

    Sigurður Ingimundarson hefur gert tveggja ára samning við Keflavík um að taka við karlaliði félagsins. Sigurður var látinn fara frá Njarðvík á miðjutímabili en snýr nú aftur á heimaslóðirnar. Þetta kemur fram á Víkurfréttum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Marcus tók stigametið af Damon

    Marcus Walker verður örugglega á milli tannanna hjá íslensku körfuboltafólki um ókomna tíð eftir magnaða frammistöðu sína í úrslitakeppninni. Þegar menn fóru að skoða sögubækurnar betur kom líka í ljós að spilamennska þessa eldfljóta og stórskemmtilega bakvarðar væri einstök í 28 ára sögu úrslitakeppninnar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Vinna bara á oddaárunum eins og San Antonio Spurs

    KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla í gær með því að vinna fjórða leikinn í úrslitaeinvígi sínu á móti Stjörnunni. Þetta er í þriðja sinn frá og með árinu 2007 sem Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, lyfti Íslandsbikarnum glæsilega en líkt og hjá NBA-liðinu San Antonio Spurs þá hafa KR-ingar bara unnið titilinn á oddaárum síðan að Fannar kom í Vesturbæinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hrafn og Fannar fetuðu í fótspor Gunnars og Einars Bolla

    Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, og Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, fetuðu í gærkvöldi í fótspor Gunnars Gunnarssonar og Einars Bollasonar þegar KR-ingar urðu Íslandsmeistarar. Þetta er nefnilega í fyrsta sinn í 32 ár sem KR vinnur tvöfalt í karlakörfunni, það er verður Íslandsmeistari og bikarmeistari á sama tímabilinu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR Íslandsmeistari 2011 - myndir

    Það var glatt á hjalla hjá KR-ingum í Ásgarði í gær en þá varð körfuboltalið félagsins Íslandsmeistari eftir afar sannfærandi sigur á Stjörnunni. KR vann einvígi liðanna, 3-1.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Finnur: Það var komin tími á mig

    „Þetta er yndisleg tilfinning, ég er búin að horfa á bræður mína báða taka þennan titil, en núna var komið að mér,“ sagði Finnur Atli Magnússon, leikmaður KR, eftir leikinn í kvöld. KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn gegn Stjörnunni í Ásgarði í kvöld eftir að hafa unnið einvígið 3-1.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Pavel: Ég á heiminn

    „Manni líður bara eins og ég eigi heiminn,“ sagði Pavel Ermolinskij, leikmaður KR, eftir að lið hans hafði hampað Íslandsmeistaratitlinum í Iceland-Express deild karla. KR vann Stjörnuna 3-1 í einvíginu um titilinn stóra.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Teitur: KR-ingarnir bara betri

    Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að betra liðið hafi unnið rimmuna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta en KR varð í kvöld meistari eftir sigur á Stjörnunni, 3-1, í lokaúrslitunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fannar: Tilfinningin alltaf betri og betri

    Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, lyfti í kvöld Íslandsmeistarabikarnum á loft í þriðja sinn á ferlinum - ávallt með KR. Hann varð Íslandsmeistari í fimmta sinn alls en hann náði þeim áfanga tvívegis er hann spilaði með Keflavík.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hrafn: Ég svíf um á skýi

    „Ég er bara í skýjunum og svíf bara um,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir að lið hans hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í Iceland-Express deilda karla.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: KR Íslandsmeistari eftir sannfærandi sigur í Garðabænum

    KR-ingar eru Íslandsmeistarar í körfubolta karla í þriðja sinn á fjórum árum og í tólfta sinn frá upphafi eftir sannfærandi fjórtán stiga sigur á Stjörnunni í kvöld, 109-95, í fjórða leik liðanna úrslitaeinvígi Iceland Express deildar karla í Ásgarði í Garðabæ. KR vann því úrslitaeinvígið 3-1.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Brjóta KR-ingar hundrað stiga múrinn áttunda leikinn í röð?

    KR-ingar geta sett nýtt met í úrslitakeppninni í kvöld skori liðið hundrað stig eða meira í fjórða leik lokaúrslitanna á móti Stjörnunni. KR-ingar geta því ekki aðeins tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn því með því að skora hundrað stig bæta þeir met Keflvíkinga frá 2003.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Marcus Walker: Mamma er besti vinur minn

    Marcus Walker er lykilmaður í liði KR sem í kvöld getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta með sigri á Stjörnunni í fjórða leik liðanna í lokaúrslitum Iceland Express-deildar karla.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Teitur: Fór aðeins yfir strikið

    Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, viðurkennir að hann hafi farið yfir strikið í gagnrýni sinni á dómara eftir síðasta leik sinna manna gegn KR í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn um körfubolta.

    Körfubolti